Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn MMS 0061 - Viðtöl og gögn frá Jóni Gunnari Grétarssyni sagnfræðingi

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH MMS 0061

Titill

Viðtöl og gögn frá Jóni Gunnari Grétarssyni sagnfræðingi

Dagsetning(ar)

 • 1989-11-8 - 1992-8-6 (Accumulation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Ein askja með 12 segulbandsspólum (u.þ.b. 12 klst), mappa með uppskrifuðum viðtölum og laus blöð með ýmis konar efni.

Nafn skjalamyndara

Jón Gunnar Grétarsson (F. 09.01.1961 - d. 08.03.2007)

Lífshlaup og æviatriði

Menntun: Stúdentspróf frá FB 1981. BA-próf í sagnfræði frá HÍ 1986. Nám á cand.mag. stigi um skeið við HÍ. Doktorsnám og rannsóknir við Háskólann í Lundi 1989-1995.

Starfsferill: Dagskrárgerðarmaður við RÚV, Rás 1 1987-1989, við RÚV-Sjónvarp 1989-1990. Fréttamaður við RÚV-Sjónvarp frá 1996.

Önnur störf: Sat í stjórn handknattleiksdeildar Fylkis 1976-1977. Í stjórn Sagnfræðistofnunar, Stúdentaráði og Háskólaráði á námsárum í HÍ. Í stjórn tennisdeildar Badmintonfélags Hafnarfjarðar frá 1996, formaður frá 2000. Í stjórn Tennissambands Íslands frá 1997, varaformaður frá 2002. Í stjórn Félags fréttamanna frá 1999, formaður frá 2001.

Ritstörf: Síbería. Atvinnubótavinna á kreppuárunum. Ritsafn Sagnfræðistofnunar, 1988. Upphaf og þróun stéttskipts samfélags á Íslandi. Íslensk þjóðfélagsþróun 1888-1890, ritgerðir. Ritstj. Guðm. Hálfdánarson og Svanur Kristjánsson. HÍ, 1993.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Nafn skjalamyndara

Anna Sigurborg Harðardóttir (F. 16.06.1959)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Ingvar Ágúst Þórisson (F. 25.02.1961)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Haraldur Jóhannsson (F. 07.07.1926 - d. 18.03.2002)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddur í Reykjavík, stundaði nám í Khafnarhásk. 1946-1947, lauk prófi í hagfræði frá háskóla í London 1951, MS þaðan 1956, fyrirlesari í hagfræði við háskóla í Malaga 1964-1968 og í Jóhannesarborg 1969-1971. H. ritaði um hagfræðileg mál á íslensku og ensku og þýddi bæði hagfræði- og skáldverk eftir höfunda eins og Karl *Marx, Charles *Dickens og Erich *Kästner, sem og Tvö japönsk no-leikrit eftir Semi Mutokiyo (þýð. 2001).
Rit
Fræðirit: Upphaf siðmenningar, 1974.
Viðtalsbók: Þá rauður loginn brann, 1991.
Þýðingar: Régis Debray, Félagi forseti (um Salvatore Allende), 1973; Charles Dickens, Nikulás Nickleby (stytt gerð; ásamt Hannesi Jónassyni), 1944; Maurice Dobb (o.fl.), Karl Marx og hagfræðikenningar hans. Fimm ritgerðir, 1962; Cyril Walter Hodges, Kristófer Kólumbus, 1954; Erich Kästner, Emil og leynilögreglustrákarnir, 1948; Karl Marx, Kommúnistaávarpið, 1990; Semi Mutokiyo, Tvö japönsk no-leikrit, 2001; Hesketh Pearson, Óskar Wilde. Ævisaga (ásamt Jóni Óskar), 1956; Edmund Wilson, Handritin frá Dauðahafi, 1957.
Heimild: Alfræði íslenskra bókmennta

Haraldur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk meistaraprófi í hagfræði frá University of London árið 1956. Þá tók hann BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Hann var hagfræðingur hjá efnahagsmálanefnd um tíma árið 1956, var formaður stjórnar Útflutningssjóðs 1957-60 og formaður stjórnar Hlutatryggingasjóðs 1959 til 1962. Þá var hann fyrirlesari við háskólana í Malaja árin 1964-68 og Jóhannesarborg í Suður-Afríku 1969-71. Haraldur var hagfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins frá 1973 til 1977 og vann eftir það að sjálfstæðum verkefnum. Þá var Haraldur einn helsti efnahagsráðgjafi vinstristjórnar Hermanns Jónassonar árin 1956-58.

Eftir Harald liggja fjölmörg rit og bækur um efnahagsmál og sögu. Einnig tók hann saman handbækur handa nemendum um ensk orð og orðtök, enska málshætti og útlend orð í ensku.
Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/658600/?item_num=25&dags=2002-03-22

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Gögnunum var safnað af Jóni Gunnarri Grétarssyni. Afhent af ekkju hans, Önnu Sigurborgu Harðardóttur, Miðstöð munnlegrar sögu 24.06.2010.

Umfang og innihald

Ein askja með 12 segulbandsspólum (u.þ.b. 12 klst), mappa með uppskrifuðum viðtölum og laus blöð með ýmis konar efni.


 • 12 segulbandsspólur með viðtölum. Viðmælendur eru:
 • Ásgeir Pétursson, viðtal og uppskrift í tveimur eintökum (viðtal tekið 09.11.1989).
 • Björg Þorsteinsdóttir
 • Elín Þóra Guðlaugsdóttir, viðtal og uppskrift (viðtal tekið 07.03.1989).
 • Guðbjörg Þorsteinsdóttir
 • Guðný Þóra Árnadóttir, viðtal og uppskrift (viðtal tekið 29.07.1992).
 • Helgi Guðlaugsson, viðtal og uppskrift ásamt athugasemdum (viðtal tekið 08.11.1989).
 • Hrólfur Sigurjónsson
 • Kristinn Sigurðsson
 • Kristín Andrésdóttir
 • Pétur Lárusson, viðtal og uppskrift ásamt handskrifuðu blaði með „off the record“ nótum (viðtal tekið 10.11.1989).
 • Skúli Skúlason, viðtal og uppskrift ásamt athugasemdum (viðtal tekið 09.11.1989).


 • Einnig uppskrift af viðtali við Ágústu Hróbjartsdóttur (viðtal tekið 31.07.1992).
 • Blöð með upplýsingum um heimildafólk, grunnspurningum viðtala, handskrifuðum vettvangsnótum frá viðtölum (ein blaðsíða fyrir hvern viðmælanda) við Helga Guðlaugsson, Ásgeir Pétursson, Skúla Skúlason, Hrólf Sigurjónsson, Kristinn Sigurðsson og Pétur Lárusson.
 • Kafladrög
 • Listi yfir heimildir af bókasafni Kaupmannahafnarháskóla.
 • Mappa með eftirfarandi efni: Útdráttur úr viðtali við Ásgeir Blöndal Magnússon merkt Haraldi Jóhanssyni, útdráttur úr viðtali við Guðmund Guðmundsson merkt Haraldi Jóhannessyni.
 • Uppskriftir viðtala vegna B.A.-ritgerðar um Síberíuvinnuna svokölluðu. Viðtölin eru tekin á árunum 1984-1986. Viðmælendur:
 • Guðni Bjarnason verkstjóri - viðtal tekið 03.09.1986.
 • Ágúst Gissurarson sjómaður - viðtal tekið 31.08.1986.
 • Lýður Guðmundsson bóndi - viðtal tekið 24.05.1986.
 • Runólfur Guðmundsson bóndi - viðtal tekið 24.05.1986.
 • Vigfús Jónsson smiður - viðtal tekið 19.05.1986.
 • Haraldur Júlíusson verkamaður - viðtal er tekið 19.05.1986.
 • Eyjólfur Ágústínusson bóndi - viðtal er tekið 24.05.1986.
 • Björgvin Sigurðsson verkamaður - viðtal er tekið 24.05.1986.
 • Adolf Petersen verkstjóri (samfelldur texti) - viðtalið var tekið 5.11.1984 af Ingvari Ágúst Þórissyni.

Grisjun, eyðing og áætlun

Óþekkt

Viðbætur

Ekki von á viðbótum

Skipulag röðunar

Skilyrði er ráða aðgengi

Aðgengi er ótakmarkað. Notendur eru bundnir af ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972. Skv. reglum Miðstöðvar munnlegrar sögu um afritun.

Skilyrði er ráða endurgerð

Skv. reglum Miðstöðvar munnlegrar sögu um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

 • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Mappa með uppskrifuðum viðtölum og laus blöð með ýmis konar efni.

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Við röðun á safninu er stuðst við ISAD(G).

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráð 29.07.2013

Tungumál

 • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Íris Ellenberger skráði vorið 2011. Eva Kamilla Einarsdóttir bætti við upplýsingum sumarið 2012. Rafræn skráning var gerð af JKÁ 29.07.2013.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir