Miðstöð munnlegrar sögu tók til starfa 26. janúar 2007. Til skamms tíma var Miðstöð munnlegrar sögu samstarfsvettvangur fjögurra aðila: Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Þann 15. mars 2012 var Miðstöðin sameinuð Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og verður hún sérstök eining á sviði varðveislu og stafrænnar endurgerðar. Hlutverk Miðstöðvarinnar breyttist ekki við sameininguna en í stað stjórnar kemur fagráð sem tekur þátt í stefnumótun, verður ráðgefandi um verkefnaval og fagleg málefni og kemur að öflun sértekna til einstakra verkefna. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er staðsett í Þjóðarbókhlöðu, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, ICELAND
Landfræðilegt og menningarlegt samhengi
Lagaheimild
Stjórnunargerð
Skjalastjórn og aðfangastefna
Hlutverk Miðstöðvar munnlegrar sögu er að: • Safna, skrá og varðveita heimildir í munnlegri geymd, einkum þær sem varða sögu Íslendinga. Einnig að skrá og yfirfæra eldri hljóðupptökur á stafrænt form til að tryggja varðveislu þeirra og veita almenningi aðgang að þeim. • Stuðla að greiðum aðgangi almennings og fræðimanna í ýmsum greinum vísinda og fræða að munnlegum heimildum. • Efla munnlega sögu sem aðferð innan sagnfræði með rannsóknum og fræðilegri umræðu. Í því skyni tekur Miðstöðin að sér rannsóknarverkefni og veitir jafnframt einstaklingum og stofnunum aðstoð og aðstöðu við að vinna rannsóknarverkefni. Fræðimönnum gefst kostur á að leggja heimildir sem verða til við rannsóknir (viðtöl og fylgigögn) inn til varðveislu í Miðstöðinni. • Leiðbeina, fræða og þjálfa fólk við söfnun og notkun munnlegra heimilda í sögurannsóknum bæði að því er lýtur að fræðilegum og tæknilegum atriðum, svo og lagalegum og siðferðilegum atriðum • Stuðla að samstarfi innlendra og erlendra safna og rannsóknaraðila á sviði munnlegrar sögu og munnlegrar geymdar.
Byggingar
Safnkostur
Leiðarvísar og útgáfur
Aðgengi
Opnunartími
Þriðjudaga til fimmtudaga kl. 13-16.
Skilyrði og kröfur fyrir aðgengi
Miðstöðin er öllum opin.
Aðgengi
Aðsetur Miðstöðvarinnar er á fjórðu hæð í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í Þjóðarbókhlöðu, Arngrímsgötu 3, Reykjavík.