Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Subseries VIII - Verslunar- og viðskiptagögn

Reference code

IS IcReLIH Lbs 0004 NF-B-VIII

Title

Verslunar- og viðskiptagögn

Date(s)

  • 1859 - 1913 (Creation)

Level of description

Subseries

Extent and medium

Vasabækur. Minnisbækur. Margvíslegt brot.

Name of creator

Jakob Hálfdanarson (5. febrúar 1836 - 30. janúar 1919)

Repository

Immediate source of acquisition or transfer

Scope and content

1. Vasabækur/minnisbækur, að miklu leyti viðskiptalegs eðlis.
2. Verslunar- og viðskiptagögn, reikningar, pöntunarlistar o.þ. Margvíslegt brot.
3a. Pöntunarskrár/-bækur.
3b. Afhendingarbók fyrir útlendar vörur í verslun Jakobs Hálfdanarsonar á Húsavík. – Allt í átta blaða broti.
4. Samningar og skylt efni; reikningar og þvílíkt. Margt af þessu varðar skipti Jakobs við K.Þ. Margvíslegt brot.
5. Viðskiptamannabók 1886-1888 (fáeinar færslur eru ársettar 1889 og (færri) 1890). Bók í fólíóbroti. iii bl. + 2 ótölusettar + 320 (réttara: 322) tölusettar bls. Rugluð tölumerking á bls. 104-108 veldur því að síðutölur eru upp frá því til bókarloka tveimur lægri en vera ætti. Bl. i-ii eru síðar límd inn í bókina og er einungis skrifað á bl. i r. Bl. iii er saurblað og er registur fyrir árið 1887 skr. á það r-megin en v-síðan er auð. Ótölusett bls. 1 ber bókartitilinn „Höfuðbók. Ár 1886 Kaupfélags Þingeyinga Húsavík“, sem síðar hefur verið dreginn út með blýanti, og ótölusett bls. 2 hefur verið notuð sem viðskiptamanna-síða fyrir árið 1887 þegar öll bókin þar aftan við hefur verið nýtt. Fremst í bókinni er viðfest viðskiptakver fyrir árin 1884-1888, 64 ótölusettar bls. í 8 blaða broti og eru bls. 50-58 auðar. Einnig fylgir bókinni tvíblöðungur í fólíóbroti innihaldandi skuldastöðu manna og skýrslu er varðar Tjörnesdeild 1889, svo og lítill „Ladeseddel“ og blað með reikningskrassi.
6. Minnis- og viðskiptabók Hálfdans Jóakimssonar á Grímsstöðum við Mývatn. Átta blaða brot.
7. Viðskiptabók Hálfdans Jóakimssonar við verslun Kaupfélags Þingeyinga og Jakobs Hálfdanarsonar á Húsavík. Kverlingur í átta blaða broti, tekur til áranna 1883-1889.
8. Reikningar og reikningsyfirlit Hálfdans Jóakimssonar á Grímsstöðum.
9. Lög verslunarfélagsins í Skútustaðahreppi.
10. Aðalbók, tekur til áranna 1900-1905. 385 tölusettar bls., nokkrar auðar.
11. Viðskiptabók Jakobs Hálfdanarsonar, tekur til áranna 1905-1911.
12. Dimma. Viðskiptayfirlit, alls kyns reikningar og tölfræðiskýrslur o.fl., m.a. eru þarna innfærð bréf frá Jakobi. Harðspjaldabók í fjögurra blaða broti.
13. Bleik. Aðalbók fyrir viðskipti Jakobs Hálfdanarsonar 1911-1912. Linspjaldabók í fjögurra blaða broti, 56 bls., nokkrar auðar.
14. Fjalar, timburverksmiðja, 6 bækur í fjögurra blaða broti er allar varða á einhvern hátt viðskipti og reikninga fyrirtækisins og gjörðir. 1. Viðskiptamannabók og hvers kyns reikningsyfirlit (mest 1904-1905) (1+186 tölusettar síður) 2. „Diverse“. Viðskiptamannabók (mest 1905) (185 tölusettar síður, bls. 1-2 og 183-184 vantar). 3. Afreikningabók handa Jakobi Hálfdanarsyni við timbursmíðahlutafélagið Fjalar (1905-1910). 4. Fjalars eignaskrá um áramótin 1905-1906, skuldayfirlit o.fl., nær til 1910 (93 (ranglega 94) tölusettar síður). 5. „Fjalarsbúðaraðalbók“. Inniheldur viðskiptareikninga yfir útlendar vörur og innlendar smíðar o.fl. Mest um árin 1906-1907 (146 tölusettar síður, margar auðar).6. Gjörðabók, samningar, viðskiptayfirlit, skuldalistar, bréfaendurrit o.þ.h. (1904-1913) (2 + 190 tölusettar síður, u.þ.b. helmingur þeirra auður).
15. Fjalarsskjöl, virðingar, reikningar, kvittanir, veðheimildir, ábyrgðir og gögn af svipuðum toga. Tekur til áranna 1905-1912. Margvíslegt brot.
16. Verslunargögn, farmskírteini o.fl., taka til áranna 1882-1884. Margvíslegt brot.
17. Verslunar- og viðskiptagögn 1884, farmskírteini, reikningar o.fl. af svipuðum toga. Margvíslegt brot.
18. Verslunar- og viðskiptagögn 1885-1888, farmskírteini, reikningar o.fl. af svipuðum toga. Margvíslegt brot.
19. Verslunar- og viðskiptagögn frá ýmsum árum, farmskírteini, reikningar o.fl. af svipuðum toga. Margvíslegt brot.
20. Ís- og Frystihússfélag Húsavíkur, frumvarp til laga þess og alls kyns bókhaldsgögn, reikningar og vinnuskýrslur. Tekur til áranna 1895-1896. Kver í átta blaða broti og laus blöð í margvíslegu broti.
21. Viðskiptabók (viðskiptamenn) 1883. Linkápukverlingur í átta blaða broti.
22. Viðskiptabók Jakobs Hálfdanarsonar við verslun Ørums & Wulffs á Húsavík. Tekur til áranna 1877-1883. Harðkápukverlingur í átta blaða broti.
23. Aðalbók systkinanna, barna Jakobs Hálfdanarsonar, mest árin 1880-1890. Kápulaus kverlingur í átta blaða broti, 60 tölusettar síður, að miklum meiri hluta auðar.
24. Viðskiptagögn, fáeinar slitrur, sumt afskrift, margvíslegt brot.
25. Viðskipta- og verslunarplögg, mest lausir miðar og seðlar. Frá 1882-1886, einkum 1885. Aðallega eru þetta (úttektar)beiðnir eða (-)umboð, kvittanir, reikningar, heimildir, yfirlýsingar, viðurkenningar o.þ.h. Einnig fáein bréf af viðskiptatoga.
26. „Eitt orð um viðskipti“ eftir Jakob Hálfdanarson. Linkápukverlingur í átta blaða broti. 40 ótölumerkt blöð, fáeinar síður auðar. Ehdr. Birtist í Ófeigi 1892. (Kom 5.8. 1985)
27. Kontrabók Hálfdans Jóakimssonar á Grímsstöðum við Ørum & Wulffs verslun á Húsavík 1859-1870. Kver í átta blaða broti, 30 blöð.
28. Fragtsendingar, farþegar, pakkhús á Jaðri (kostnaðarliðir). Spannar árin 1885-1886. Linkápukverlingur í átta blaða broti, 10 blöð, margar síður auðar.
29. Viðskiptabók við prest og kirkju. Pr. í Reykjavík 1886. Smákver, tvö eintök. Innfærslur Jakobs Hálfdanarsonar taka til áranna 1886-1897.
30. Aðalbók, spannar árin 1888-1903, ekki samfellt. Vasabók í átta blaða broti, fjölmargar síður auðar.
31. „Ingolfur“, vinnu- og viðskiptayfirlit, m.a. yfir kaup á eggjum (tekur til áranna 1885, 1886, 1893). Harðspjaldabók í átta blaða broti með viðsaumuðum blöðum í stærra broti.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Subject access points

Place access points

Name access points

Description identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation revision deletion

Language(s)

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related places