Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Fonds Lbs 0358 NF - Guðrún Jóhannsdóttir. Bréfasafn

Reference code

IS IcReLIH Lbs 0358 NF

Title

Guðrún Jóhannsdóttir. Bréfasafn

Date(s)

  • 1890 - 1960 (Accumulation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Þrjár öskjur.

Name of creator

Guðrún Jóhannsdóttir (1878-1960)

Biographical history

Guðrún Jóhannsdóttir var fædd að Grjótárgerði í Fnjóskadal 9. september 1878. Foreldrar hennar voru Jóhann Einarsson (1851–1924) og Kristín Salóme Jónsdóttir (1854–1885). Þriggja ára gömul fluttist Guðrún að Víðivöllum í Fnjóskadal ásamt foreldrum sínum. Eftir að móðir hennar lést brá faðir hennar búi um skeið og var hún skráð tökubarn í Grjótárgerði um 1885–1886 en síðan viðloðandi hjá föður sínum á Víðivöllum til 1899. Hún gekk í Kvennaskólann á Laugalandi. Var heimiliskennari á Borg á Mýrum 1899–1909 og dvaldi einn vetur í Reykjavík við tungumálanám. Hún var húsfreyja á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð 1909–1930 en eftir það búsett á Akureyri.

Árið 1909 giftist Guðrún Sigurjóni Sumarliðasyni (1867–1954) og áttu þau einn fósturson, Vigni Guðmundsson (1926–1974).

Repository

Immediate source of acquisition or transfer

Bréfasafn Guðrúnar var afhent 16. mars 1977 ásamt dagbókum Jóhanns Einarssonar, föður hennar. Afhent af Finni Sigmundssyni fyrrverandi landbókaverði, en honum sendi Guðbjörg Vignisdóttir.

Fjórum árum áður, þann 11. apríl 1973, afhenti Vignir Guðmundsson blaðamaður sendibréf (17) frá Jóni Mýrdal rithöfundi til dótturdóttur sinnar, Guðrúnar Jóhannsdóttur (16) og tengdasonar síns, Jóhanns Einarssonar (1). Þegar söfn Guðrúnar og Jóhanns voru sett á safnmörk 2015 voru bréf Jóns til þeirra látin renna inn í söfnin.

Scope and content

Safnið er í þremur öskjum og er bréfriturum raðað í stafrófsröð. Safnið skiptist í tvo flokka:

A. Bréf til Guðrúnar Jóhannsdóttur
B. Bréf til Sigurjóns Sumarliðasonar

Appraisal, destruction and scheduling

Engu hefur verið eytt.

Accruals

Ekki er von á viðbótum.

System of arrangement

Stuðst er við ISAD(G).

Conditions governing access

Safnið er opið.

Conditions governing reproduction

Samkvæmt reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

Language of material

  • Danish
  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Enginn leiðarvísir fylgdi með safninu.

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Subject access points

Place access points

Name access points

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

18. ágúst 2015

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Archivist's note

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related places