Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn Lbs 0359 NF - Jóhann Einarsson. Einkaskjalasafn

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH Lbs 0359 NF

Titill

Jóhann Einarsson. Einkaskjalasafn

Dagsetning(ar)

  • 1886 - 1924 (Accumulation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

1 askja

Nafn skjalamyndara

Jóhann Einarsson (1850-1924)

Lífshlaup og æviatriði

Jóhann var fæddur í Laufási 26. september 1850 . Foreldrar hans voru Einar Erlendsson (1823–1909) og Sigríður Þorsteinsdóttir (1817–1892). Fjögurra ára gamall fluttist Jóhann með foreldrum sínum að Nesi í Fnjóskadal og þar bjuggu þau í tvö ár og önnur tvö á Fremstafelli í Köldukinn. Síðar bjuggu þau að Hallgilsstöðum og loks á Vatnsenda í Ljósavatnsskarði. Þegar Jóhann var innan við tvítugt var hann einn vetur á Svalbarði í Þistilfirði hjá séra Gunnari Gunnarssyni.

Árið 1877 kvæntist Jóhann Kristínu Salóme Jónsdóttur (1854–1885) og bjuggu þau fyrst í Grjótárgerði í Fnjóskadal og síðar á Víðivöllum í sömu sveit. Meðfram bústörfum stundaði Jóhann kennslustörf um margra ára skeið. Eftir að hann missti konu sína brá Jóhann búi og dvaldi m.a. á Hólum í Hjaltadal einn vetur við kennslustörf.

Árið 1890 hóf Jóhann aftur búskap á Víðivöllum og kvæntist þá Ingibjörgu Jónsdóttur (f. 1852). Með fyrri konu sinni eignaðist Jóhann tvær dætur, Guðrúnu (1878–1960) og Jónasínu (1881–1921) og með seinni konu sinni átti hann tvö börn, Gunnar (1890–1890) og Þorbjörgu (1892–1978).

Jóhann lést 16. febrúar 1924.

Um aðföng eða flutning á safn

Þann 16. mars 1977 voru dagbækur Jóhanns ásamt bréfasafni Guðrúnar, dóttur hans, afhentar Landsbókasafni. Afhent af Finni Sigmundssyni fyrrverandi landbókaverði, en honum sendi Guðbjörg Vignisdóttir.

Fjórum árum áður, þann 11. apríl 1973, afhenti Vignir Guðmundsson blaðamaður sendibréf (17) frá Jóni Mýrdal rithöfundi til dótturdóttur sinnar, Guðrúnar Jóhannsdóttur (16) og tengdasonar síns, Jóhanns Einarssonar (1). Þegar söfn Guðrúnar og Jóhanns voru sett á safnmörk 2015 voru bréf Jóns til þeirra látin renna inn í söfnin.

Umfang og innihald

Dagbækur Jóhanns frá árunum 1885–1889 sem einnig innihalda minnispunkta og kveðskap. Nokkur bréf frá Jóhanni og eitt til hans. Einnig líkræða, erindi og annað smálegt.

Safninu er skipt upp í eftirfarandi flokka:

A. Dagbækur
Dagbók, 25. apríl 1886 – 7. mars 1887
Dagbók, 3. apríl 1887 – 6. maí 1888
Slitur úr dagbók, 1888–1889

B. Bréf
Bréf til Jóhanns frá Jóni Mýrdal (1825–1899), skáldi og tengdaföður Jóhanns (1).
Bréf frá Jóhanni til Kristjáns Jónssonar (1870–1956), bónda á Víðivöllum.

C. Annað
Stílabók með ljóðum.
Líkræða um Jóhann Einarsson
Erindi eftir Jóhann, flutt á Draflastöðum eftir aldamótin.

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu verið eytt.

Viðbætur

Ekki er von á viðbótum.

Skipulag röðunar

Skilyrði er ráða aðgengi

Safnið er opið.

Skilyrði er ráða endurgerð

Samkvæmt reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Enginn leiðarvísir fylgdi með safninu.
Sjá má skrá um safnið hér: http://landsbokasafn.is/uploads/handritaskrar/J%C3%B3hann%20Einarsson%20-%20Lbs%20359%20NF.pdf

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Útgáfuupplýsingar

Ekki er vitað um nein not.

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Við uppröðun er stuðst við ISAD(G).

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Dates of creation revision deletion

18. ágúst 2015

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Halldóra Kristinsdóttir flokkaði safnið og skráði í ágúst 2015.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir