Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0023 - Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0023

Titill

Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1983-1988 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Ein skjalaaskja, venjuleg.

Nafn skjalamyndara

Framkvæmdanefnd um launamál kvenna

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Jóhanna Sigurðardóttir

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir (8. ágúst 1921 - 26. apríl 1994)

Lífshlaup og æviatriði

Fædd að Efri-Steinsmýri í Vestur-Skaftafellssýslu 8. ágúst 1921, dáin 26. apríl 1994. Föðursystir Árna Magnússonar alþingismanns og ráðherra. Foreldrar: Bjarnfreður Jóhann Ingimundarson (fæddur 13. september 1889, dáinn 13. september 1964) bóndi þar og kona hans Ingibjörg Sigurbergsdóttir (fædd 3. nóvember 1893, dáin 20. júlí 1945) húsmóðir. Maki 1 (28. júlí 1944): Anton Júlíus Guðjónsson (fæddur 20. ágúst 1907, dáinn 15. september 1991) sjómaður og smiður. Þau skildu. Foreldrar: Guðjón Þorleifsson og 1. kona hans Anna Hróbjartsdóttir. Maki 2 (10. október 1968): Runólfur Guðsteinn Þorsteinsson (fæddur 10. október 1918) bóndi. Foreldrar: Þorsteinn Einarsson og kona hans Guðrún Guðjónsdóttir. Börn Aðalheiðar og Antons: Ingigerður (1945), Steinunn Birna Magnúsdóttir (ættleidd, 1947), Hlynur Þór (1949), Hlynur Þór (1952), Guðmundur Bergur (1956). Verkakona og húsmóðir í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Húsmóðir í Köldukinn í Holtum, Rangárvallasýslu, 1963–1974. Formaður Verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum 1945–1949. Formaður Starfsmannafélagsins Sóknar í Reykjavík 1976–1987. Í miðstjórn ASÍ frá 1980. Í stjórn Sósíalistafélags Vestmannaeyja. Í nefnd um málefni aldraðra og til að semja ný framfærslulög. Í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs 1987–1992. Í bankaráði Búnaðarbankans 1990–1993. Alþingismaður Reykvíkinga 1987–1991 (Borgaraflokkur). Ævisaga hennar: Lífssaga baráttukonu, var skráð af Ingu Huld Hákonardóttur (1986).

Nafn skjalamyndara

Guðrún Hallgrímsdóttir

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Jónína Leósdóttir

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Gerður Steinþórsdóttir

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Björg Einarsdóttir (f. 1925) (F. 25.08.1925)

Lífshlaup og æviatriði

Fædd í Reykjavík
Menntun: Nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1938-1941. Nám í bókhaldi og ritun verslunarbréfa í einkaskóla 1941-1942. Nám við hússtjórnarskóla í Sórey í Danmörku 1947-1948, auk námskeiðs í meðferð ungbarna. Nám í íslenskum bókmenntum og almennri sögu í einkaskóla 1964-1966, í enskum bókmenntum 1967-1968. Fararstjórnarnámskeið hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1971. Nám við öldungadeild MH 1973-1975.

Starfsferill: Skrifstofustörf hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar 1941-1950 og 1958-1972, hjá Iðnskólanum í Reykjavík 1973-1975. Fulltrúi skólastjóra Þroskaþjálfaskóla Íslands 1976-1979, kenndi þar jafnframt félagsfræði. Stofnandi útgáfufélagsins Bókrúnar ehf., ásamt fjórum konum öðrum, 1984.

Önnur störf: Starfaði með Rauðsokkahreyfingunni 1971-1975, þar af í miðstöð 1973-1974. Átti hlutdeild í þremur af tíu útvarpsþáttum hreyfingarinnar 1972 og var í blaðhópi ritsins Forvitin rauð 1972-1973. Í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, 1975-1981, þar af meðstjórnandi 1975-1977 og 1981-1982, ritari 1977-1978. Formaður Hvatar 1978-1981 og heiðursfélagi frá 1997. Í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-1988, í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1981-1987 og í fyrstu stjórn Samtaka eldri sjálfstæðismanna 1997-1998. Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1976-1988, varaformaður 1976-1980 og heiðursfélagi frá 1997. Í ritnefnd ársritsins 19. júní 1976-1979 og 1985, heiðursfélagi frá 1997. Í stjórn IAW, alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga, 1976-1979, formaður einnar fastanefndar þar 1979-1982. Einn átta flutningsmanna að tillögu um kvennafrí á Kvennaársráðstefnu í júní 1975, síðan tengiliður starfshópa framkvæmdanefndar um kvennafrí 24. okt. 1975. Stofnfélagi umhverfissamtakanna Líf og land 1977, í fyrstu stjórn og heiðursfélagi frá 1985. Í stjórn Blindrafélagsins 1979-1983. Stofnfélagi Vinafélags Blindrabókasafns Íslands 1992 og í stjórn það ár. Formaður ráðgjafarnefndar Jafnréttisráðs 1977-1980, varamaður BSRB í ráðinu þann tíma. Í svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni fatlaðra 1980-1983. Formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkur 1982-1986. Í stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva 1990-1993 og í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs 1992-1995.

Ritstörf: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna 1.-3. bindi, 1984-1986. Hringurinn í Reykjavík - Stofnaður 1904 – Starfssaga, 2002. Í ritnefnd bókanna Frjáls hugsun - frelsi þjóðar: Hvöt 45 ára, 1982. Sjálfstæðisflokkurinn í sextíu ár, 1989. Ritstjórn: Ljósmæður á Íslandi, 1.–2. bindi, 1984. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 1926-1976, 1976. Ritstjórn myndefnis: Veröld sem ég vil, saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992, 1993. Ýmsar greinar í blöðum og tímaritum og gerð útvarps- og sjónvarpsþátta.

Viðurkenning: Sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1988.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Guðrún Hallgrímsdóttir færði á Kvennasögusafn Íslands 16. des. 2014.

Umfang og innihald

Pappírsgögn í 1 skjalaöskju

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Viðbóta gæti verið von

Skipulag röðunar

Askja nr. 208:
Í örkum:
• Athugun á launamálum kvenna
• Bréf og fundarboð nefndarinnar
• Nafnalistar

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Notendur eru háðir ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

AS skráði rafrænt 29. október 2015

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng