Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn Lbs 0041 NF - Sverrir Kristjánsson: Einkaskjalasafn

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH Lbs 0041 NF

Titill

Sverrir Kristjánsson: Einkaskjalasafn

Dagsetning(ar)

  • 1930 - 1976 (Accumulation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

33 öskjur.

Nafn skjalamyndara

Sverrir Kristjánsson (7. febrúar 1908 - 26. febrúar 1976)

Lífshlaup og æviatriði

Sverrir Kristjánsson var fæddur í Reykjavík þann 7. febrúar 1908. Hann lést 26. febrúar 1976. Foreldrar hans voru hjónin Bárður Kristján Guðmundsson verkamaður úr Aðalvík vestra og Guðrún Vigdís Guðmundsdóttir frá Ánanaustum í Reykjavík. Þegar Sverrir var á 12. ári missti hann föður sinn. Hann lauk stúdentsprófi árið 1928 og þá um haustið hóf hann nám í sagnfræði við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan námi árið 1939.
Árið 1941-1943 starfaði Sverrir sem forfallakennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og var fastur kennari þar frá 1944 þangað til skólinn var lagður niður. Þá fluttist hann með starfsbræðrum sínum í Gagnfræðaskólann við Laugalæk og kenndi þar í nokkur ár. Mikill fjöldi bóka liggur eftir Sverri, svo og þýðingar.
Sverrir var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Erna Einarsdóttir og áttu þau tvö börn, Einar Ragnar og Guðrúnu Vigdísi, þau skildu; önnur kona hans var Jakobína (Bína) Tulinius, og þriðja kona hans var Guðmunda Elíasdóttir. Með Björgu Sigurjónsdóttur átti Sverrir son, Sigurjón flugmann hjá Landhelgisgæslunni.

Um aðföng eða flutning á safn

20. apríl 1976
Ýmis gögn úr dánarbúi Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. Afhent af ekkju hans, Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, um hendur Aðalgeirs Kristjánssonar skjalavarðar.

23. september 1977
"Landið týnda", eftir Johannes V. Jensen, þýðing Sverris Kristjánssonar. Afhent af Hannesi Péturssyni - Menningarsjóði. Um hendur Aðalgeirs Kristjánssonar. Lagt með öðrum handritum Sverris.

29. maí 1980
Sverrir Kristjánsson: Baldvin Einarsson, vélrit.
Afhent af Kristjáni Karlssyni / Helgafelli, um h. Aðalgeirs Kristjánssonar.

13. apríl 1984.
Sverrir Kristjánsson: Ritgerðir, fundagerðabók um útgáfuna. Aðalgeir Kristjánsson afhenti

24. nóvember 1989
Haraldur Johannsson afhenti ljósrit af tölvuútskrift af væntanl. útg. af Kommúnista¬ávarpinu í þýðingu Sverris Kristjánssonar, en með inngangi eftir hann sjálfan.

Umfang og innihald

Einkaskjalasafn Sverris Kristjánssonar inniheldur mest ýmis gögn tengd fræðastörfum hans, en einnig eru þar bréf til Sverris og frá honum.

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu verið eytt.

Viðbætur

Ekki er von á viðbótum.

Skipulag röðunar

Safnið er í 33 öskjum og því er skipt í eftirfarandi efnisflokka:

A. Bréf
A1: Bréf til Sverris, innlend
A2: Bréf til Sverris, erlend
A3: Bréf til Sverris – stofnanir, innlendar
A4: Bréf til Sverris – stofnanir, erlendar
A5: Bréf frá Sverri
A6: Önnur bréf
A7: Umslög
B. Fræðastörf
B1: Íslandssaga
B2: Veraldarsaga
B3: Jón Sigurðsson
B4: Bókmenntatengt efni
B5: Baldvin Einarsson
B6: Stjórnmálarannsóknir
B7: Þjóðfundarrannsóknir
B8: Jakob Hálfdanarson og Kaupfélag Þingeyinga
B9: Bréfaskrár og uppskriftir bréfa
B10: Þýðingar
B11: Dagsbrún og ASÍ
B12: Stefán Íslandi og efni tengt söng og söngkennslu
B13: Aðdrættir
C. Greinar og erindi (mest um dægurmál)
D. Námsgögn
E. E. Persónulegt efni
F. Gögn annarra
G. Tíningur
H. Prentað efni, úrklippur og ljósrit

Listi yfir öskjur:

Askja 1: A1. Bréf til Sverris, innlend: A–J
Askja 2: A1. Bréf til Sverris, innlend: K–Þ
A2. Bréf til Sverris, erlend
A3. Bréf til Sverris – stofnanir, innlendar
A4. Bréf til Sverris – stofnanir, erlendar
Askja 3: A5. Bréf frá Sverri
A6. Önnur bréf
A7. Umslög
Askja 4: B1. Íslandssaga
Askja 5: B1. Íslandssaga
Askja 6: B2. Veraldarsaga
Askja 7: B2. Veraldarsaga
Askja 8: B2. Veraldarsaga
Askja 9: B3. Jón Sigurðsson
Askja 10: B3. Jón Sigurðsson
Askja 11: B3. Jón Sigurðsson (afbrigðileg stærð)
Askja 12: B3. Jón Sigurðsson (afbrigðileg stærð)
Askja 13: B4. Bókmenntatengt efni
Askja 14: B5. Baldvin Einarsson
Askja 15: B5. Baldvin Einarsson
Askja 16: B6. Stjórnmálarannssóknir
B10. Þýðingar
Askja 17: B7. Þjóðfundarrannsóknir
Askja 18: B8. Jakob Hálfdanarson og Kaupfélag Þingeyinga
Askja 19: B9. Bréfaskrár og uppskriftir bréfa
Askja 20: B9. Bréfaskrár og uppskriftir bréfa
Askja 21: B9. Bréfaskrár og uppskriftir bréfa
Askja 22: B9. Bréfaskrár og uppskriftir bréfa
Askja 23: B11. Dagsbrún og ASÍ
Askja 24: B12. Stefán Íslandi og efni tengt söng og söngkennslu
Askja 25: B13. Aðdrættir
Askja 26: B13. Aðdrættir
Askja 27. C. Greinar og erindi (mest um dægurmál)
Askja 28. C. Greinar og erindi (mest um dægurmál)
Askja 29. D. Námsgögn
Askja 30. E. Persónulegt efni
Askja 31. F. Gögn annarra
Askja 32. G. Tíningur
Askja 33. H. Prentað efni, úrklippur og ljósrit

Skilyrði er ráða aðgengi

Safnið er opið.

Skilyrði er ráða endurgerð

Samkvæmt reglum safnsins um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

  • íslenska
  • þýska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Júní 2016

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Halldóra Kristinsdóttir skráði, skrifaði lýsingu og merkti öskjur 2016. Búið var að grófflokka safnið.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir