Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0048 - Ólöf Pétursdóttir Hraunfjörð. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0048

Titill

Ólöf Pétursdóttir Hraunfjörð. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1932-2011 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Fimm skjalaöskjur, venjulegar.

Nafn skjalamyndara

Ólöf Pétursdóttir Hraunfjörð (f. 1932) (1932-2011)

Lífshlaup og æviatriði

Fædd 10. júlí 1932 í Selbúðum í Reykjavík, d. 6.des. 2011 í Reykjavík.
Foreldrar: Jóhann Pétur Jónsson Hraunfjörð, skipstjóri og verkamaður, og kona hans Kristjánsína Sigurást Kristjánsdóttir (Ásta), fiskverkakona.
Ólöf lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Hveragerðis 1948 og sótti Húsmæðraskólann á Löngumýri veturinn 1949-1950. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1990 og lauk prófi sem bókavörður 1995. Ólöf vann m.a. í bókabúð KRON, hjá RARIK og hjá Strætisvögnum Kópavogs. Hún var virk í félagsmálum, sat m.a. um tíma í stjórn Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og var varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi.
Giftist 1955 Karli Árnasyni, forstjóra Strætisvagna Kópavogs. Eignuðust 3 börn.

Nafn skjalamyndara

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson (f. 1959) (1953)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddur 25.11. 1959.
Foreldrar: Karl Árnason og kona hans Ólöf Pétursdóttir Hraunfjörð.

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Sonur Ólafar, Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, færði Kvennasögusafni efnið 7. febrúar 2013.

Umfang og innihald

Ýmis konar samtíningur frá Ólöfu, m.a. sendibréf og afrit af minningargreinum sem Ólöf skrifaði. Einnig ljósrit af lífsferli Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur, listmálara, og ýmisleg handrit og bréf úr búi systur hennar, Huldu Pétursdóttur Hraunfjörð. Efnið er í 5 skjalöskjum og þar af er efni úr búi Huldu 1 askja.

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu var eytt.

Viðbætur

Ekki er von viðbóta.

Skipulag röðunar

Askja 1:
˖ Samtíningur úr möppu, saman í örk
˖ Samtíningur úr möppu, saman í örk
˖ Viðvíkjandi: Ragnheiði Spence, Carl Jensen, Kristínu Eiríksdóttur
˖ Einar Axelsson
˖ Jóhanna Kristín Yngvadóttir, listmálari. Lífsferill (ljósrit af greinum)
˖ Teikningar (ljósrit); ljósmynd af bæjarstæði
˖ Niðjatal Ólafar Finnsdóttur og Jóns Þórarinssonar, Strýtu
˖ Úr umslagi merkt Sigurást og Pétur (Sigurást Kristjánsdóttir og Pétur Hraunfjörð, foreldrar Ólafar), aðallega vísur

Askja 2:
˖ Minningargreinar e. Ólöfu (ljósrit og úrklippur)
˖ Ýmislegt efni vegna starfs Ólafar hjá Rarik og starfslok
˖ Húsmæðraskólinn á Löngumýri (ljósmyndir, bréf o.fl.
˖ Eystrasaltsvikan: þátttakendalisti 1961-1975; dagskrá v. heimsóknar Marianne Loge 1987; erindi Ólafar P. Hraunfjörð 1972
˖ Ferðasaga úr Flatey (Ólöf)
˖ Lýsing á vinnu í Efnagerðinni Val, ágúst-sept. 1970 (Ólöf)
˖ Frásögn af fæðingu og sjóferð. Höf. ókunnur.
˖ MFÍK – fatasending til Angóla; námshringir
˖ Handskrifuð frásögn af óeirðum á borgarstjórnarfundi í Reykjavík 1932. Höf. ókunnur.
˖ Ljóð eftir Huga Hraunfjörð. Birtist í ljóðabók hans
˖ Umsókn Ólafar til Tryggingastofnunar um hárkollustyrk til eiginmanns, höfnun Tryggingastofnunar
˖ Unnur Pétursdóttir. Afmæliskveðja
˖ Ásta María Skúladóttir. Ljóð ort á fermingardaginn, Hugi Hraunfjörð
˖ Edgar Holger Cahill
˖ Sigríður Jónsdóttir, börn hennar

Askja 3:
Nokkrar minnisbækur og dagbækur frá Ólöfu

Askja 4:
Neðst í öskjunni liggja kort og umslög
Í örkum:
˖ Bréfslitur og pappírar, sundurlausir
˖ Bréf og kort frá Kvennasögusafni
˖ Frá Huldu Hraunfjörð
˖ Frá Pétri Hraunfjörð, föður Ólafar
˖ Frá Pétri Hraunfjörð, bróður Ólafar
˖ Frá Unni Hraunfjörð Magnússon, og til hennar

Askja 5 (Hulda Pétursdóttir):
Neðst í öskjunni liggja kort og umslög, einnig tölvudiskur
Í örkum:
˖ Gullkista þvottakvenna, ýmis handrit
˖ Gullkista þvottakvenna: fréttatilkynning frá RÚV, bókadómar, frétt í Þjóðviljanum
˖ Gullkista þvottakvenna: samskipti við borgarstjóra og Árbæjarsafn
˖ Minningar- og afmælisgreinar e. Huldu
˖ Hervör Hjaldursdóttir: „Fyrstu kynni mín af hernáminu“
˖ Nokkur bréf til Huldu

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Notendur eru bundnir af ákvæðum höfundarlaga nr. 73/1972

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Ýmis gögn frá systur Ólafar, Huldu Pétursdóttur Hraunfjörð, er að finna í Kvennasögusafni Íslands.

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt í ágúst 2015.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 185. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 48 í febrúar 2017.

Aðföng