Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn Lbs 0034 NF - Halldór og Susie Briem. Einkaskjalasafn

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH Lbs 0034 NF

Titill

Halldór og Susie Briem. Einkaskjalasafn

Dagsetning(ar)

  • 1869 - 1935 (Accumulation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

18 öskjur.

Nafn skjalamyndara

Halldór Briem (5. september 1852 - 29. júní 1929)

Lífshlaup og æviatriði

Halldór var fæddur að Espihóli 5. september 1852 og lést í Reykjavík 29. júní 1929. Hann var sonur hjónanna Eggerts Briem sýslumanns og Ingibjargar Eiríksdóttur. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum 1871 og lauk prestaskólaprófi árið 1875. Fór til Vesturheims 1876. Var þar ritstjóri blaðsins „Framfara“ 1877–1880. Vígðist prestur þar 1880. Sneri aftur til Íslands og starfaði sem kennari í Möðruvallaskóla 1882–1908. Var aðstoðarlandsbókavörður 1908–1925. Samdi ýmis kennslurit í íslensku og stærðfræði.
Halldór var kvæntur Susie Taylor Briem (1861–1937) og eignuðust þau tvo syni, Harald Eggert (8. mars 1893 – 4. ágúst 1893) og Valdimar Sigurð (16. maí – 19. janúar 1968), kennara í hljóðfæraleik.

Nafn skjalamyndara

Susie Briem (28. mars 1861 - 29. desember 1937)

Lífshlaup og æviatriði

Susie Briem var fædd í Kingston í Kanada 28. mars 1861 og lést í Reykjavík 29. desember 1937. Foreldrar hennar voru William Stuart og Isabelle Taylor. Móðir Susie lést þegar hún var 6 ára gömul og var hún þá tekin í fóstur af föðurbróður sínum, John Taylor, og konu hans, Jane. Um skeið voru Halldór og Susie búsett í Nýja-Íslandi í Kanada og stundaði Susie þar lækningastörf og veðurathuganir. Hún var skáldmælt og þýddi m.a. Lofsöng Matthíasar Jochumssonar á ensku. Eftir að þau fluttust til Íslands annaðist Susie m.a. reikninga hússtjórnarskólans í Reykjavík
Susie var gift Halldóri Briem (1852–1929), kennara, presti og bókaverði, og eignuðust þau tvo syni, Harald Eggert (8. mars 1893 – 4. ágúst 1893) og Valdimar Sigurð (16. maí – 19. janúar 1968), kennara í hljóðfæraleik.

Um aðföng eða flutning á safn

Árið 2009 afhenti Eggert Ásgeirsson bréfasafn Halldórs Briem (1852-1929) og konu hans, Susie Taylor [Susie Briem] (1861-1937).

Umfang og innihald

Einkum er um að ræða bréfasafn þeirra hjóna, Halldórs og Susie Briem, en einnig er eitthvað um kvittanir, reikninga og önnur persónuleg gögn.

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu hefur verið eytt.

Viðbætur

Ekki er von á viðbótum.

Skipulag röðunar

Safnið er í 18 öskjum og því er skipt í eftirfarandi efnisflokka:

A. Bréfasafn
B. Umslög
C. Persónalía

Listi yfir öskjur:
Askja 1: A. Bréfasafn. A–C.
Askja 2: A. Bréfasafn. C–E.
Askja 3: A. Bréfasafn. E.
Askja 4: A. Bréfasafn. E–G.
Askja 5: A. Bréfasafn. H (Halldór E. Briem).
Askja 6: A. Bréfasafn. H (Halldór E. Briem).
Askja 7: A. Bréfasafn. H (Halldór E. Briem).
Askja 8: A. Bréfasafn. H–J.
Askja 9: A. Bréfasafn. J–Ó.
Askja 10: A. Bréfasafn. P (Páll Briem).
Askja 11: A. Bréfasafn. P–S.
Askja 12: A. Bréfasafn. S.
Askja 13: A. Bréfasafn. S (Susie Briem).
Askja 14: A. Bréfasafn. S (Susie Briem).
Askja 15: A. Bréfasafn. S–V.
Askja 16: A. Bréfasafn. Bréf V–Þ.
B. Umslög
Askja 17: B. Umslög.
C. Persónalía
Askja 18: C. Persónalía

Skilyrði er ráða aðgengi

Safnið er opið.

Skilyrði er ráða endurgerð

Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

  • enska
  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Dates of creation revision deletion

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir