Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0050 - Samband sunnlenskra kvenna. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0050

Titill

Samband sunnlenskra kvenna. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1928-1948 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Fjórar skjalaöskjur, venjulegar.

Nafn skjalamyndara

Samband sunnlenskra kvenna (1928)

Stjórnunarsaga

Félagið var stofnað 30. sept. 1928 að frumkvæði Halldóru Bjarnadóttur, heimilisiðnaðarmálastjóra.

Nafn skjalamyndara

Guðrún Gísladóttir (f. 1920)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Herdís Jakobsdóttir (f. 1875) (1875-1963)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddist á Grímsstöðum við Mývatn 5. ágúst 1875, d. 2. sept. 1963.
Foreldrar voru Jakob Hálfdanarson og kona hans Petrína Kristín Pétursdóttir.
Hún var barn að aldri þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir var á Húsavík og ræddi áhugamál sín við föður hennar og hreifst hún af baráttu Bríetar fyrir jafnrétti kvenna. Árið 1895 stofnaði hún ásamt nokkrum konum Kvenfélag Húsavíkur.
Dvaldi nokkra mánuði á Akureyri um tvítugt og lærði karlmannafatasaum. Vorið 1899 sigldi hún til Danmerkur með Aðalbjörgu systur sinni. Þær voru fjóra mánuði í Kaupmannahöfn við ýmiss konar verklegt nám. Aðalbjörg lærði matseld og hússtjórn en Herdís lærði vefnað ásamt ýmiss konar bast- og tágavinnu og einnig útskurð í tré og línoleum. Eftir að hún kom heim til Húsavíkur leigði hún herbergi og setti þar upp vefstól. Hún óf fyrir húsmæður á Húsavík ýmislegt til heimilis svo sem gluggatjöld, teppi, dyratjöld og fleira. Hún pantaði efni til vefsins beint frá Kaupmannahöfn og stóð í bréfasambandi við þá sem höfðu kennt henni þar. Hún hjálpaði móður sinni við heimilishaldið og þjónustubrögð en aðalstarf hennar mun þó hafa verið verslunarstörf bæði hjá föður hennar við Kaupfélagið og við verslun Jóns Ármanns, bróður hennar.
Auk starfsins í kvenfélaginu tók Herdís þátt í stofnun Góðtemplarastúkunnar á Húsavík og starfaði mikið í þeim félagsskap. Á þessum árum starfrækti hún einnig barnafélagið Fram ásamt Aðalbjörgu systur sinni.

Giftist 1912 Birni Vigfússyni organleikara. Hann lést 1915.

Vorið 1917 flutti Herdís alfarin til Suðurlands og bjó á Eyrarbakka hjá Aðalheiði systur sinni og manni hennar, Gísla Péturssyni, héraðslækni. Hún kenndi næstu árin á námskeiðum víðs vegar um Suðurlandið, í Reykjavík á vegum Heimilisiðnaðarfélags Íslands en í sveitum á vegum ungmennafélaga eða kvenfélaga. Flest munu námskeiðin hafa verið á Eyrarbakka en einnig víða um sveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Einnig kenndi hún á námskeiðum á Akranesi og í Borgarnesi.
Vorið 1928 boðaði heimilisiðnaðarmálastjóri, Halldóra Bjarnadóttir, til almenns kvennafundar á Selfossi. Á þessum fundi var ákveðið að stofna samband kvenfélaganna á Suðurlandi og skyldi formlegur stofnfundur þess haldinn 30. sept. um haustið. Herdís var kjörin formaður og gegndi formennsku næstu 20 árin.
Árið 1944 flutti Herdís til Reykjavíkur ásamt Aðalbjörgu systur sinni, sem þá var orðin ekkja. Þær héldu heimili saman í Reykjavík á meðan þeim entist heilsa.

Nafn skjalamyndara

Ragnhildur Pétursdóttir (1880-1961)

Lífshlaup og æviatriði

Ragnhildur Pétursdóttir fæddist í Engey 10. febrúar 1880 og lést 10. janúar 1961. Hún var meðal stofnenda Húsmæðraskóla Reykjavíkur og var í stjórn hans í mörg ár. Hún var formaður Kvenfélagasamband Íslands 1930-1947 og Hins íslenska kvenfélags. Þá var hún ein af stofnendum Bandalags kvenna í Reykjavík og var varamaður í bæjarstjórn Reykjavíkur 1934-1942

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Guðrún Gísladóttir færði Kvennasögusafni Íslands.

Umfang og innihald

Í tveimur öskjum eru bréf sem bárust Herdísi Jakobsdóttur sem formanni Sambands sunnlenskra kvenna. Í 2 öskjum eru ýmis gögn viðvíkjandi sambandinu.

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu var eytt.

Viðbætur

Ekki er von viðbóta.

Skipulag röðunar

Askja 1:
Sendendur bréfa:
Aðalbjörg Haraldsdóttir Miðdal
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Vestmannaeyjum
Ágústa Ólafsdóttir Raftholti
Anna Bjarnadóttir Odda
Anna Gunnarsdóttir Stóra-Hofi
Anna Kristjánsdóttir Kirkjubæjarklaustri
Arnbjörg Ásbjörnsdóttir Vík í Mýrdal
Arnbjörg Sigurðardóttir Vík í Mýrdal
Árný Filippusdóttir Hveragerði
Ástríður Thorarensen Móeiðarhvoli
Bríet Bjarnhéðinsdóttir Reykjavík (ásamt upplýsingum frá HJ)
Dýrfinna Jónsdóttir Eyvindarhólum
Elín Á. Árnadóttir Hrífunesi, Skaftártungu
Elín Guttormsdóttir Hvoli
Elínborg Kristjánsdóttir Eyrarbakka
Emil Ásgeirsson Gröf
Friðbjörg Helgadóttir Skarði
Guðbjörg Jónsdóttir Syðra-Velli
Guðbjörg Kolbeinsdóttir Votumýri
Guðbjörg Tómasdóttir Breiðabólsstað
Guðbjörg Vigfúsdóttir Önundarholti
Guðbjörg A. Þorleifsdóttir Múlakoti
Guðlaug Loftsdóttir Strönd
Guðný Björnsdóttir Akureyri
Guðríður Jónsdóttir Hlíðarendakoti
Guðríður Þórarinsdóttir kennslukona
Guðrún Diðriksdóttir Eyrarbakka
Guðrún Gísladóttir Skeggjastöðum
Guðrún Gunnarsdóttir Hallgeirsey
Guðrún Jónasdóttir Hallgeirseyjarhj.
Guðrún Pétursdóttir Núpi
Guðrún Sigurðardóttir Stokkseyri
Guðrún Snorradóttir Þórustöðum
Guðrún Þorsteinsdóttir kennslukona pt. Torfastöðum
Guðríður Pálsdóttir Seglbúðum
Halldóra Bjarnadóttir heimilisiðnaðarráðunautur o.fl.
Halldóra Guðmundsdóttir Miðengi
Halla Eiríksdóttir Fossi
Helga Björgvinsdóttir Efra-Hvoli
Hildur Jónsdóttir Þykkvabæjarklaustri
Hulda Stefánsdóttir Blönduósi/Þingeyrum

Askja 2:
Ingunn Stefánsdóttir Geldingarlæk
Ingveldur Jónsdóttir Bjólu
Jarþrúður Einarsdóttir kennslukona Reykjavík
Jarþrúður Nikulásdóttir Brávöllum
Jenný Jensdóttir Eyrarbakka
Jóhanna Arnfinnsdóttir, kennslukona, Skagnesi, Mýrdal
Jóhanna Bjarnadóttir Fossi
Jóhanna Sigurjónsdóttir Stóra-Saurbæ
Jónína V. Líndal kennslukona Lækjarmóti
Katrín Jónsdóttir Núpi
Katrín Vigfúsdóttir Nýjabæ
Kristín Filippusdóttir Ægisíðu
Kristín Guðmundsdóttir Ketilsstöðum
Kristín Halldórsdóttir Öndverðarnesi
Kristín Loftsdóttir Vík
Kristín Pálsdóttir Fljótstungu
Kristinn Guðlaugsson Þórustöðum
Kristjana V. Hannesdóttir kennslukona Stykkishólmi
Kristjana Pétursdóttir Arnarbæli
Magðalena Sigurþórsdóttir kennslukona Reykjavík
Málfríður Björnsdóttir Strönd
Margrét Gísladóttir Hæli
Margrét Konráðsdóttir Stykkishólmi
Margrét Sigurþórsdóttir Vestmannaeyjum
Margrét Sæmundsdóttir Hvolsvelli
María Hansdóttir Reykjavík
Marta Jónsdóttir kennslukona
Matthildur E. Gottsveinsdóttir Vík
Oddný Guðmundsdóttir Stórólfshvoli
Pálína Björgólfsdóttir kennslukona, Hafnarfirði
Ragnheiður Ágústsdóttir Löngumýri
Ragnheiður Böðvarsdóttir Minniborg
Ragnhildur Jónsdóttir Stóra-Hofi
Ragnhildur Pétursdóttir Háteigi, Reykjavík
Rósa Einarsdóttir Stokkahlöðum
Sigríður Árnadóttir Oddgeirshólum
Sigríður Einarsdóttir Fljótshólum
Sigríður Eiríksdóttir Reykjavík
Sigríður Finnbogadóttir
Sigríður Guðjónsdóttir
Sigríður Haraldsdóttir Hrafnkelsstöðum
Sigríður Jónsdóttir Gegnishólum
Sigríður Nikulásdóttir Stórólfshvoli
Sigríður Sigurðardóttir Gegnishólum
Sigríður Jenny Skagan Bergþórshvoli
Sigríður Stefánsdóttir Rangá
Sigrún P. Blöndal Hallormsstað
Sigurbjörg Ingvarsdóttir kennslukona frá ??
Sigurborg Kristjánsdóttir Hafnarfirði
Sigurleif Sigurðardóttir Lýtingsstöðum
Soffía Kristinsdóttir Kirkjubæ
Steinunn H. Árnadóttir Litla-Hvammi
Steinunn Egilsdóttir Spóastöðum
Svava Þórleifsdóttir Reykjavík
Unnur Kjartansdóttir Hvammi
Valgerður Helgadóttir Hólmi
Viktoría Halldórsdóttir Stokkseyri
Vilborg Sæmundsdóttir Lágafelli
Þorbjörg Þórðardóttir Reykjavík
Þorgerður Jónsdóttir Vík í Mýrdal
Þórlaug Bjarnadóttir Gaulverjabæ
Þórkatla Hólmgeirsdóttir Þórustöðum
Þuríður Árnadóttir Hurðarbaki

Askja 3:
Félagsmál SSK:
• gjafir
• fjársöfnun til að heiðra Bríeti Bjarnhéðinsdóttur 80 ára
• afmælisgjöf til Halldóru Bjarnadóttur 70 ára 1943
• reikningar
• afrit af bréfum frá H.J. v/ SSK
• Fundasamþykktir o.fl.
• Skýrslur formanns
Húsmæðraskóli Suðurlands:
• Saga skólamálsins
• Reikningar, yfirlit o.fl. v. Húsmæðraskólans
• Frumvörp til laga um húsmæðrafræðslu og nokkur bréf því viðvikjandi 1937-38.
Námskeiðshald SSK
Ýmis skjöl SSK
• bréf o.fl.

Askja 4:
Ýmis fundargögn varðandi:
a. Kvenréttindafélag Íslands – Gögn varðandi landsfundi o.fl. send SSK. M.a. bréf undirrituð af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.
Frá eftirtöldum félögum eru fáeinar fundargerðir o.fl.:
b. Bandalagi kvenna í Reykjavík
c. Sambandi austfirskra kvenna
d. Sambandi norðlenskra kvenna
e. Sambandi vestfirskra kvenna
f. Sambandi borgfirskra kvenna
g. Sambandi breiðfirskra kvenna

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Notendur eru bundnir af ákvæðum höfundarlaga nr. 73/1972.

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 187. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 50 í febrúar 2017.

Aðföng