Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn Lbs 0005 NF - Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH Lbs 0005 NF

Titill

Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1875 - 1947 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Sjö öskjur.

Nafn skjalamyndara

Erlendur Guðmundsson (31.5.1892 - 13.2.1947)

Lífshlaup og æviatriði

Gjaldkeri. Foreldrar: Guðmundur Jónsson lyfsalasveinn í Reykjavík og kona hans Una Gísladóttir í Giljárseli í Þingi, Sigurðssonar. Missti föður sinn 7 ára, en var yngstur 5 barna, hin öll dáin áður en hann var 15 ára. Fór snemma að vinna sem vikadrengur hjá fisksala, en var síðar búðarþjónn, bréfberi og loks gjaldkeri fyrst hjá lögreglustjóra en síðar hjá tollstjóra. „Hámenntaður maður“. Allra manna hjálpsamastur við þá, er einhvers þurftu með, svo sem verið hafði móðir hans. Átti jafnan heima í Unuhúsi. Ókv., bl. (Mbl. 28. febr. 1947; H. Laxness: Reisubókarkorn, bls. 115–119). (Íslenzkar æviskrár VI, bls. 119.)

Um aðföng eða flutning á safn

Áslaug Árnadóttir afhenti 9. mars 1967.
Aðfanganúmer – 1967.03.09.

Umfang og innihald

Safnið hefur að geyma bréf til Erlends frá ýmsum þjóðþekktum einstaklingum sem voru áberandi í menningarlífi á fyrri hluta 20. aldar. Þar er að finna bréf frá Halldóri Laxness, Þórbergi Þórðarsyni, Stefáni frá Hvítadal og fl. Ýmis gögn Erlends og skjöl annarra.

Grisjun, eyðing og áætlun

Prentaðar efni afhent Íslandssafni:
1. maí, Reykjavík, 1. maí 1927.
Austurland, Seyðisfjörður, 2. árg. 14. og 16. tbl. (1921).
Harðjaxl rjettlætis og laga, Reykjavík, 3. árg. 29. og 30. tbl. 1926.
Heimskringla, Winnpeg, 31. desember 1930.
Ísafold, Reykjavík, 20. árg. 66. tbl. (1893).
Oddur, 1. árg. 2. tbl.
Skutull, Ísafjörður, 5. árg. 2. tbl., 6. árg. 27., 42. og 43. tbl. (1927–1928).
Jón Leifs: Útvarpið og tónment (1938).
Orðsending frá Sendisveinafélagi Íslands.

Viðbætur

Ekki er von á viðbótum.

Skipulag röðunar

Safninu er skipt upp í eftirfarandi flokka:
A. Bréf til Erlends Guðmundssonar
B. Ýmis gögn Erlends
C. Gögn annarra

Listi yfir öskjur
Askja 1: A. Bréf til Erlends Guðmundssonar A – K
Askja 2: A. Bréf til Erlends Guðmundssonar Halldór Laxness
Askja 3: A. Bréf til Erlends Guðmundssonar L – Stefán Einarsson
Askja 4: A. Bréf til Erlends Guðmundssonar Stefán frá Hvítadal – Þórbergur
Askja 5: B. Ýmis gögn Erlends og C. Gögn annarra
Askja 6: Umslög
Askja 7: Umslög

Skilyrði er ráða aðgengi

Aðgengi er ótakmarkað.

Skilyrði er ráða endurgerð

Skv. reglum Landsbókasafns um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

  • enska
  • íslenska
  • þýska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Til er listi yfir safnið og er hann aðgengilegur.

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Sjá einnig bréfa- og skjalasöfn Halldórs Laxness (Lbs 200 NF) og Þórbergs Þórðarsonar (Lbs 6 NF).

Útgáfuupplýsingar

Halldór Guðmundsson: Halldór Laxness. Ævisaga. Reykjavík: JPV útgáfa, 2004. – Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Halldór 1902–1932. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2003.

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Stuðst við ISAD(G) staðalinn.

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

EG 2000.
ÖH 2008.
HK 30.1.2015.
ÖH 23.11.2016.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Eva Gunnarsdóttir raðaði safninu eftir að það var opnað. Því skipulagi hefur verið breytt. Örn Hrafnkelsson skrifaði inngangslýsingu í janúar 2008, sameinaði gögn sem höfðu verið skilin að. Sett á safnmark Lbs 5 NF í janúar 2008 var áður vitnað til þess án safnmarks. Halldóra Kristinsdóttir skráði rafrænt 30. janúar 2015. Örn Hrafnkelsson las yfir 23. nóvember 2016.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir

Physical storage

  • Box: Erlendur Guðmundsson (Lbs 5 NF)