Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0075 - Elín Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0075

Titill

Elín Guðmundsdóttir. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

 • 1912-2003 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Tvær skjalaöskjur, venjulegar.

Nafn skjalamyndara

Elín Guðmundsdóttir (f. 1912) (1912-2003)

Lífshlaup og æviatriði

F. í Reykjavík 16. júlí 1912, d. í Reykjavík 12. júní 2003.
For.: Guðlaug Jónsdóttir húsmóðir, og Guðmundur Guðmundsson sjómaður.

Elín giftist Stefáni Ögmundssyni prentara 1. maí 1934 (f. 22. júlí 1909, d. 3. apríl 1989). Dætur Elínar og Stefáns eru: Ingibjörg, fædd 18. október 1934, síðast starfsmaður Hjartaverndar, Steinunn, framhaldsskólakennari, fædd 2. júní 1938, Bergljót, starfsmaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, fædd 13. nóvember 1940 og Sigríður, réttarfélagsfræðingur, fædd 18. apríl 1951.

Elín ólst upp í austurbænum í Reykjavík og stundaði nám í Barnaskóla Reykjavíkur. Hún var lengst af húsmóðir en stundaði jafnframt verkakvennastörf tímabundið. Elín var á meðal stofnenda Félags ungra jafnaðarmanna árið 1928 og var í fyrstu sendinefnd verkamanna og bænda sem héðan fór til Sovétríkjanna árið 1931. Hún var virkur félagi í Kommúnistaflokki Íslands frá 1932, átti sæti í stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur og miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu- Sósíalistaflokksins, var formaður Kvenfélags sósíalista um margra ára skeið og fulltrúi félagsins á heimsþingum kvenna í Kaupmannahöfn 1953 og Helsinki 1968. Í stjórn M.Í.R. 1970-1979. Hún var meðal stofnenda Kvenfélagsins Eddu (eiginkonur
prentara) 1948, formaður þess um 20 ára skeið og átti sæti í Félagsheimilisnefnd Hins íslenska prentarafélags. Elín var virkur félagi í Kvennaframboðinu og Samtökum um kvennalista frá upphafi og var einn af stofnendum Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs. Hún starfaði auk þess með ýmsum kvennasamtökum svo sem Rauðsokkahreyfingunni, Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kvenréttindafélagi Íslands.

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Dætur Elínar, Ingibjörg, Steinunn, Bergljót og Sigríður Stefánsdóttir færðu á Kvennasögusafn Íslands 29. okt. 2007.

Umfang og innihald

Gögnin eru samtíningur úr félagsmálalífi Elínar.

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu var eytt.

Viðbætur

Viðbót 2017/7.

Skipulag röðunar

Safninu er skipt í flokka:

A Félagsmál
B Hússtjórnarskóli Reykjavíkur
C Gögn varðandi útvarpsdagskrár KRFÍ
D Ýmsar greinar
E Samtíningur
F Alþjóðasamhjálp verkalýðsins

Askja 1:

A
Ýmis gögn er lúta að þátttöku Elínar í félagsmálum. Neðst liggja í umslögum: félagsskírteini í KRFÍ og Mæðrafélaginu, áskriftarskírteini að tímaritinu Melkorku, merki landsfundar KRFÍ 1956, Áfengisbók fyrir konur frá 1941, félagsskírteini E.G. í húsnæðissamvinnufélaginu Búseta; umslag með ljósmynd tekin 1953 um borð í Gullfossi af ísl. konum er sóttu Heimsþing kvenna 1953, og korti frá Önnu Sigurðardóttur; umslag með Ex libris Katrínar Thoroddsen
• KRON:
- Bréf 24.06.1947 vegna kjörs í nefnd til að undirbúa útvegun lóðar fyrir verslunarhús
félagsins


 • 4 bréf vegna fulltrúakjörs á aðalfund SÍS (Samband ísl. Samvinnufélaga), 1947, 1949, 1951 og 1952
 • Tillaga samþykkt á aðalfundi KRON 24.06. 1947, flutt af Elínu Guðmundsdóttur, þar sem vætanlegum fulltrúum á aðalfundi SÍS er ætlað að beita sér fyrir launajafnrétti í samvinnufélögunum

• Borgarstjórinn í Reykjavík:
- 3 bréf, 1957, 1958 og 1961, þar sem tilkynnt er um kosningu Elínar sem varamanns í framfærslunefnd Reykjavíkur
• Kvenréttindafélag Íslands:
- Bréf 01. 03. 1960 vegna fulltrúakjörs á landsfund
- Bréf 20. 01. 1942, boð í 40 ára afmælisfagnað KRFÍ
- Boðskort vegna 75 og 80 ára afmælisfagnaða KRFÍ
- SÍS 50 ára, nafnspjald fulltrúa á aðalfundi ásamt boðskorti
• Heimsþing kvenna:
- Heimsþing kvenna 1953, þátttökuspjald
- Heimsþing kvenna 1953, spjald með eiginhandaráritun fjölda þátttakenda
- Ljósmynd úr ráðstefnusal frá Heimsþingi kvenna 1967
- Ljósmynd af Valentinu Tereshkovu, geimfara
• Nýárskveðja 1974 frá Alþjóðasambandi lýðræðissinnaðra kvenna með teikingu sem Picasso gaf sambandinu
• Nordisk forum 1988. Ýmislegt, m.a. tilkynning frá skrifstofu borgarstjóra um ferðastyrk
• Eystrsaltsvikan: dagskrá ráðstefunnar 1974 á þýsku og íslensku og ýmis boðskort
• Þátttökuskírteini Elínar í sendinefnd til Rússlands 1931; bréf til Elínar og annarra þátttakenda frá Rússlandssendinefndinni, dags. 6. jan. 1932, undirr. af Hauki Björnssyni (ath. hér sést hverjir fóru; í bréfinu er vikið að brottreksti Kjartans og Ellu úr FUJ í jan. 1932)
• Nýja konan, 3. tbl., 4. árg. 1935
• Lög og tilgangsorð Fjelags ungra jafnaðarmanna; bréfspjald Fjelags ungra jafnaðarmanna
Efst liggja þessar bækur:
Byltingasöngvar. Útgefandi: Samband ungra kommúnista. Fjölrit 1932
10 ára afmælisrit. Félag ungra jafnaðarmanna. 1937

Askja 2:

B
Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, saman í örk:


 • Skipunarbréf Elínar Guðmundsdóttur í stjórn skólans, dags. 27. nóv. 1984
 • Listi yfir námskeið skólans veturinn 1984-85
 • Erindi Halldóru Eggertsdóttur: Húsmæðraskóli Reykjavíkur á vegamótum, flutt á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík 1977
 • Bæklingur Hússtjórnarskóla Reykjavíkur, Hvenær ferð þú að búa?
 • 50 ára afmæli Hússtjórnarskólans í Reykjavík, prentuð dagskrá
 • 50 ára afmæli Hússtjórnarskólans í Reykjavík, boðskort til Elínar Guðmundsdóttur

C
Gögn varðandi útvarpsdagskrár á vegum KRFÍ sem Elín Guðmundsdóttir vann að (sjá einnig öskju 293):


 • Tvær tillögur á 10. landsfundi KRFÍ, 19.-20. júní 1960, um kjör í útvarpsnefnd og hlutverk nefndarinnar
 • Tvö uppköst að bréfum til útvarpsráðs
 • Listi yfir útvarpsdagskrár KRFÍ fluttar á milli landsfunda 1960 og 1964
 • Skýrsla útvarpsnefndar KRFÍ 1960-1964
 • Afrit af þakkarbréfi til Guðmundar Hagalín rithöfundar 24. júní 1961
 • “Íslensk húsmóðir”, útvarpsdagskrá KRFÍ 18. júní 1961 í umsjá Önnu Sigurðardóttur og Elínar Guðmundsdóttur
 • “Móðir og barn”, útvarpsdagskrá KRFÍ 18. júní 1963 í umsjá Elínar Guðmundsdóttur og Guðbjargar Arndal
 • “Mannréttindi”, útvarpsdagskrá KRFÍ 1968 í umsjá Elínar Guðmundsdóttur

D
Ýmsar greinar:


 • Ferðaminningar, frá dvöl í Sovétríkjunum 1955
 • Grein um jafnrétismál (frá 1946?)
 • Grein/erindi um æskulýðsmál, væntanlega 1951
 • Avarp flutt á kvennaráðstefnu Eystrasaltslandanna, Noregs og Íslands í Rostock 1974, þýðing á þýsku fylgir með
 • Ávarp flutt í kynnisferð til Armeníu á vegum MÍR, Menningartengsla Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, sumarið 1975
 • Margrét Ottósdóttir, kveðja frá Kvenfélagi sósíalista
 • Ingibjörg Marsibil Guðjónsdóttir, minning
 • Helga Rafnsdóttir 90 ára, 6. des. 1990
 • Leiðrétting varðandi Kvenfélag sósíalista vegna viðtals í Veru við Nönnu Ólafsdóttur
 • Bréf til forstjóra ÁTVR dags. 17. sept. 1975 til að vekja athygli á armensku rauðvíni
 • Bréf til Morgunblaðsins dags. 10. okt. 1989, aths. vegna greinar eftir Guðjón Friðriksson í Lesbók 30. sept. varðandi Klapparstíg 40

• Um 8. mars

E
Samtíningur:


 • Ræða á almennum kvennafundi í Iðnó 16. júní 1947
 • Frásögn af Bodil Begtrup, sendiherra Dana, í danska sendiráðinu

• Kvenfélag sósíalistaflokksins; ágrip af sögu o.fl.

F
A.S.V.- Alþjóðasamhjálp verkalýðsins: Fundagerð stofnfundar og fundagerðir 6 funda ASV árið 1932, lög fyrir Kvennadeild ASV – handskrifað af Elínu Guðmundsdóttur

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Notendur eru bundnir ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972.

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði 13. ágúst 2015.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 591. Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 75 í febrúar 2017.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir