Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Fonds Lbs 0039 NF - Einar Jónsson og Anna Jónsson. Einkaskjalasafn

Reference code

IS IcReLIH Lbs 0039 NF

Title

Einar Jónsson og Anna Jónsson. Einkaskjalasafn

Date(s)

  • 1890 - 1972 (Accumulation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

48 öskjur.
Bréfasafnið hefur að geyma bréf til Einars Jónssonar frá fólki víðsvegar að um heiminn, m.a bréf frá þjóðkunnum einstaklingum, stjórnmálamönnum, listamönnum, rithöfundum og skáldum. Einnig eru í safninu bréf frá Einari og bréfasafn Önnu, eiginkonu hans.

Name of creator

Einar Jónsson (11. maí 1874 - 18. október 1954)

Biographical history

Einar Jónsson myndhöggvari var fæddur að Galtafelli 11. maí 1874. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason á Galtafelli í Hrunamannahreppi og Gróa Einarsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum sínum. 1893 sigldi hann til Kaupmannhafnar í listnám, þar lærði hann meðal annars hjá norska myndhöggvaranum Stefan Sinding. Útskrifaðist frá Konunglega Danska Listaháskólanum árið 1899. Sýndi fyrst opinberlega á Charlottenborg sýningunni árið 1901 verkið Útlagar (1898-1900). Bjó og starfaði í Danmörku, Þýskalandi, á Ítalíu og í Bandaríkjunum fram til 1920 þegar hann fluttist aftur til Íslands. Þá hafði hann gefið þjóð sinni öll sín verk gegn því að yfir þau væri byggt hús. Hús þetta hlaut nafnið Hnitbjörg á meðal manna og var sýningarsalur, vinnustofa og heimili Einars, opnað formlega 1923. Einar hlaut ýmsar viðurkenningar og orður yfir ævina, m.a annars prófessorsnafnbót og stórkross Fálkaorðunnar árið 1944. Giftist danskri konu, Önnu Marie Mathilde Jörgensen, þann 24. júní 1917. Helstu verk eru m.a Útlagar (1898-1900), Alda aldanna (1894-1905), Ingólfur Arnarson (1907), Dögun (1897-1906), Jón Sigurðsson (1911).

Name of creator

Anna Jónsson (14. apríl 1885 - 2. október 1975)

Biographical history

Anna Marie Mathilde Jónsson f. Jörgensen var fædd 14. apríl 1885. Foreldrar hennar voru Karl Jörgensen og Mathilde Jörgensen f. Wenk, frá Fredericia á Jótlandi. Faðir hennar rak lengi vélsmíðaverkstæði í Kaupmannahöfn og móðir hennar var húsmóðir. Var Anna var elst tólf barna þeirra. Anna lærði kjólasaum hjá dömuklæðskera í Kaupmannahöfn, og vann við þá iðn í nokkur ár. Þegar þau Einar fluttust til Íslands árið 1914 leigði hún sér herbergi í húsi við Skólavörðustíg og tók að sér ýmiss konar handyrðir fyrir fólk. Síðar aðstoðaði hún Einar oft við vinnu hans, hélt verkum sem voru í vinnslu votum, elti fyrir hann vax og fleira. Anna og Einar kynntust á nýársdansleik íslenska stúdentafélagsins í Prins Wilhelms Palæ í Kaupmannahöfn árið 1901 þar sem Einar bauð henni upp í dans. Síðar mótaði hann verk sem hlaut heitið Dansinn til minningar um þeirra fyrsta fund. Einar og Anna voru trúlofuð í 15 ár þar sem Einar taldi sig ekki geta búið þeim stöndugt heimili. Árið 1917, þegar hann hafði fengið pöntun frá Bandaríkjunum að styttu Þorfinns karlsefnis, leit hann framtíðina loks það björtum augum að hann bað konu sinnar. Þau Anna voru gefin saman í Landakotskirkju á Jónsmessukvöldi árið 1917 og héldu daginn eftir til Bandaríkjanna þar sem þau voru í tvö ár. Við heimkomuna vorið 1920 fluttu þau inn í safnhúsið sem var opnað gestum á Jónsmessudag árið 1923. Þar var heimili þeirra fram undir miðja 20. öld, er þau fluttust í minna hús á lóð safnsins. Eftir lát Einars bjó Anna bjó áfram í húsinu og veitti safninu forstöðu fram á níræðisaldur. Fyrir utan hefðbundin störf á safninu vann hún að því að ganga frá bókasafni og íbúð þeirra hjóna til sýningar. Anna Jónsson lést 2. október árið 1975.

Repository

Immediate source of acquisition or transfer

Afhent 2012.

Scope and content

Safnið inniheldur bréfasafn Einars Jónssonar og Önnu Jónsson. Safni Einars er skipt í þrjá flokka, bréf til Einars frá einstaklingum, bréf til Einars frá félögum og stofnunum og bréf frá Einari. Bréfunum er raðað í stafrófsröð eftir nöfnum bréfritara og í aldurssröð undir hverjum bréfritara.

A. Bréfasafn
AA. Bréf til Einars frá einstaklingum 1891–1973
AB. Bréf til Einars frá félögum og stofnunum 1902–1972
AC. Bréf frá Einari 1892–1954
AD. Bréfasafn Önnu Jónsson

Appraisal, destruction and scheduling

Engu hefur verið eytt.

Accruals

System of arrangement

Conditions governing access

Safnið er opið.

Conditions governing reproduction

Samkvæmt reglum safnsins um ljósritun og myndun.

Language of material

  • Danish
  • English
  • Icelandic
  • Norwegian
  • Swedish
  • German

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Til var BA verkefni Helgu Thorsteinsson, Bréfasafn Einars Jónssonar myndhöggvara 1874–1954.

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Subject access points

Place access points

Name access points

Description identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation revision deletion

Language(s)

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related places