Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Anna Jónsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Anna Jónsson

Hliðstæð nafnaform

  • Anna Marie Mathilde Jörgensen

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

14. apríl 1885 - 2. október 1975

Saga

Anna Marie Mathilde Jónsson f. Jörgensen var fædd 14. apríl 1885. Foreldrar hennar voru Karl Jörgensen og Mathilde Jörgensen f. Wenk, frá Fredericia á Jótlandi. Faðir hennar rak lengi vélsmíðaverkstæði í Kaupmannahöfn og móðir hennar var húsmóðir. Var Anna var elst tólf barna þeirra. Anna lærði kjólasaum hjá dömuklæðskera í Kaupmannahöfn, og vann við þá iðn í nokkur ár. Þegar þau Einar fluttust til Íslands árið 1914 leigði hún sér herbergi í húsi við Skólavörðustíg og tók að sér ýmiss konar handyrðir fyrir fólk. Síðar aðstoðaði hún Einar oft við vinnu hans, hélt verkum sem voru í vinnslu votum, elti fyrir hann vax og fleira. Anna og Einar kynntust á nýársdansleik íslenska stúdentafélagsins í Prins Wilhelms Palæ í Kaupmannahöfn árið 1901 þar sem Einar bauð henni upp í dans. Síðar mótaði hann verk sem hlaut heitið Dansinn til minningar um þeirra fyrsta fund. Einar og Anna voru trúlofuð í 15 ár þar sem Einar taldi sig ekki geta búið þeim stöndugt heimili. Árið 1917, þegar hann hafði fengið pöntun frá Bandaríkjunum að styttu Þorfinns karlsefnis, leit hann framtíðina loks það björtum augum að hann bað konu sinnar. Þau Anna voru gefin saman í Landakotskirkju á Jónsmessukvöldi árið 1917 og héldu daginn eftir til Bandaríkjanna þar sem þau voru í tvö ár. Við heimkomuna vorið 1920 fluttu þau inn í safnhúsið sem var opnað gestum á Jónsmessudag árið 1923. Þar var heimili þeirra fram undir miðja 20. öld, er þau fluttust í minna hús á lóð safnsins. Eftir lát Einars bjó Anna bjó áfram í húsinu og veitti safninu forstöðu fram á níræðisaldur. Fyrir utan hefðbundin störf á safninu vann hún að því að ganga frá bókasafni og íbúð þeirra hjóna til sýningar. Anna Jónsson lést 2. október árið 1975.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Húsfreyja

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Einar Jónsson (11. maí 1874 - 18. október 1954)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Einar og Anna voru hjón.

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar