Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Vilborg Harðardóttir (f. 1935)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Vilborg Harðardóttir (f. 1935)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1935-2002

Saga

Vilborg fæddist í Reykjavík 13. september 1935, lést 15. ágúst 2002.
Foreldrar:Ragnheiður Sveinsdóttir og Hörður Gestsson
Maki: Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Þau skildu.
Börn: Mörður, Ilmur og Dögg.
Vilborg lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík, stúdentsprófi frá M.R., BA prófi í ensku og dönsku frá H.Í., og stundaði nám í enskum leikbókmenntum í Berlín. Hún var blaðamaður við World Student News í Prag 1957, við Þjóðviljann með hléum 1960-81, ritstjóri jafnréttissíðu 1973-76 og sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1974-75, ritstjóri Norðurlands 1976-78, fréttastjóri Þjóðviljans 1979-81. Stjórnaði umræðuþáttum í sjónvarpinu 1973-74. Kennari í norsku við háskólann í Greifswald 1962, í ensku við Vogaskóla 1962-63 og Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1971-72. Kynningar- og útgáfustjóri Iðntæknistofnunar 1981-88, skólastjóri Tómstundaskólans 1988-92, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda frá 1992 og ritstjóri Bókatíðinda frá 1993.
Vilborg sat í stúdentaráði 1958-59 fyrir Félag róttækra stúdenta og var félagi í Æskulýðsfylkingunni, Samtökum hernámsandstæðinga, Sósíalistaflokknum og síðast Alþýðubandalaginu. Varaþingmaður Alþýðubandalagsins 1974-78, sat á þingi okt.-maí 1975-76 og á vorþinginu 1978. Hún var varaformaður Alþýðubandalagsins 1983-85.
Vilborg var einn stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar 1970. Hún lét kvennabaráttu og jafnréttismál mjög til sín taka. Hún átti sæti í nefnd þeirri er undirbjó ný lög um fóstureyðingar og getnaðarvarnir 1973. Hún var í skipulagsnefnd Kvennafrídagsins 1975 og var ein þriggja kvenna í opinberri sendinefnd á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó sumari 1975 (hinar voru Auður Auðuns, formaður nefndarinnar, og Sigríður Thorlacius). Hún var formaður nefndar er undirbjó þátttöku Íslands í kvennaráðstefnu S.Þ. í Kaupmannahöfn 1980, og tók einnig þátt í undirbúningi lokaárs kvennaáratugarins 1985. Einnig formaður nefndar um jafnrétti karla og kvenna er félagsmálaráðherra stofnaði til 1981-1983.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Meðal annars: Morgunblaðið 23. ágúst 2002, minningargreinar.

Athugasemdir um breytingar

Auður Styrkársdóttir skráði 24. júní 2014