Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0065 - Vilborg Harðardóttir. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0065

Titill

Vilborg Harðardóttir. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1935 - 2002 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Fjórar skjalaöskjur.

Nafn skjalamyndara

Vilborg Harðardóttir (f. 1935) (1935-2002)

Lífshlaup og æviatriði

Vilborg fæddist í Reykjavík 13. september 1935, lést 15. ágúst 2002.
Foreldrar:Ragnheiður Sveinsdóttir og Hörður Gestsson
Maki: Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Þau skildu.
Börn: Mörður, Ilmur og Dögg.
Vilborg lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík, stúdentsprófi frá M.R., BA prófi í ensku og dönsku frá H.Í., og stundaði nám í enskum leikbókmenntum í Berlín. Hún var blaðamaður við World Student News í Prag 1957, við Þjóðviljann með hléum 1960-81, ritstjóri jafnréttissíðu 1973-76 og sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1974-75, ritstjóri Norðurlands 1976-78, fréttastjóri Þjóðviljans 1979-81. Stjórnaði umræðuþáttum í sjónvarpinu 1973-74. Kennari í norsku við háskólann í Greifswald 1962, í ensku við Vogaskóla 1962-63 og Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1971-72. Kynningar- og útgáfustjóri Iðntæknistofnunar 1981-88, skólastjóri Tómstundaskólans 1988-92, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda frá 1992 og ritstjóri Bókatíðinda frá 1993.
Vilborg sat í stúdentaráði 1958-59 fyrir Félag róttækra stúdenta og var félagi í Æskulýðsfylkingunni, Samtökum hernámsandstæðinga, Sósíalistaflokknum og síðast Alþýðubandalaginu. Varaþingmaður Alþýðubandalagsins 1974-78, sat á þingi okt.-maí 1975-76 og á vorþinginu 1978. Hún var varaformaður Alþýðubandalagsins 1983-85.
Vilborg var einn stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar 1970. Hún lét kvennabaráttu og jafnréttismál mjög til sín taka. Hún átti sæti í nefnd þeirri er undirbjó ný lög um fóstureyðingar og getnaðarvarnir 1973. Hún var í skipulagsnefnd Kvennafrídagsins 1975 og var ein þriggja kvenna í opinberri sendinefnd á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó sumari 1975 (hinar voru Auður Auðuns, formaður nefndarinnar, og Sigríður Thorlacius). Hún var formaður nefndar er undirbjó þátttöku Íslands í kvennaráðstefnu S.Þ. í Kaupmannahöfn 1980, og tók einnig þátt í undirbúningi lokaárs kvennaáratugarins 1985. Einnig formaður nefndar um jafnrétti karla og kvenna er félagsmálaráðherra stofnaði til 1981-1983.

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Mörður Árnason (f. 1953), sonur Vilborgar afhenti 14. maí 2014

Umfang og innihald

Skjölin eru varðveitt í 4 skjalaöskjum, þremur af venjulegri stærð og einni minni fyrir ljósmyndir

Grisjun, eyðing og áætlun

Bréfaklemmur og plast fjarlægt, efni á sýruríkum pappír ljósritað og pappír eytt

Viðbætur

Viðbóta er ekki von

Skipulag röðunar

Askja 1:
A Íslenskt efni: Bréf til heilbrigðisráðherra frá konum sem gengist hafa undir fóstureyðingu (óundirritað); bréf til allsherjarnefndar sameinaðs Alþingis, undirritað af Pétri H.J. Jabobssyni; samantekt um núgildandi löggjöf íslenska um fóstureyðingar, afkynjanir og vananir; frumvörp til laga; seminar um fóstureyðingarlöggjöf, lagadeild Háskóla Íslands; mikið talnaefni; útdráttur á löggjöf um fóstureyðingar á Norðurlöndunum og lög á Íslandi
B Erlent efni: ljósrit af greinum um fóstureyðingar, fóstureyðingarlöggjöf og rannsóknir

Askja 2:
Efni tengt nefnd til þess að fjalla um jafnréttismál karla og kvenna, skipuð 3. apríl 1981. Vilborg Harðardóttir var formaður
• Jafnréttislög á Norðurlöndum
• Spurningar nefndarinnar og aðsend svör varðandi jafnréttislögin íslensku
• Konur í sveitarstjórnum 1978-1982, listi
• Úr könnun Kvennaársnefndar
• Nokkur erindi nefndarinnar
• Frumvarp til laga um jafnan rétt karla og kvenna, breytingar 1981
• Fundagerðir 22 funda nefndarinnar, 21. apríl 1981-12. apríl 1983
• Skipunarbréf ráðherra 3. apríl 1981

Askja 3:
1. Alþýðubandalagið: Kvennafylkingin, kvennafélag Alþýðubandalagsins
2. Alþýðubandalagið: ræður Vilborgar: um kvennaframboð, jafnrétti kynjanna, flokksskipulag sósíaliskrar hreyfingar; grundvöllur Abl. í málefnum fjölskyldunnar
3. Grein eftir Barböru Robin ásamt bréfi, dags. 10 janúar 1974, fjallar um íslenskar konur
4. Netið
5. Greinar og ræður, Vilborg Harðardóttir: Grein V.H. í jólablað Þjóðviljans 1967 - Ræða haldin 1. maí, (án stundar og staðar) – Erindi flutt á ráðstefnu ASÍ og BSRB 1975 – Skálaræða (án stundar og staðar) – Ræða flutt á fundi Kvenréttindafélags Íslands 24. okt. 2000 – Uppkast að ræðu um jafnréttisnefndina sem V.H. var formaður fyrir 1981-1983
6. Greinar og ræður, Vilborg Harðardóttir: ”3. greinin – Fær leið?” (án stundar og staðar) – ”Small is beautiful” (án stundar og staðar) – ”Er kvótakerfi innan flokkanna leið til að fjölga konum í stjórnmálum” (án stundar og staðar)
7. Frásögn Vilborgar af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó 1975 - límmiðar
8. Kvennaárið 1975: Bréf frá Gudrun Ekeflo á Aftonbladet í Stokkhólmi til V.H. 5 nóv. 1975 – Dreifiblaðið ”Hvers vegna kvennafrí?” – Dreifiblaðið ”Hvorfor Kvindefridag?”
9. Kvennaárið 1975: Ræður/greinar V.H. um kvennaárið
10. Skýrsla á dönsku um kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn 1980
11. Kvennaráðstefna S.Þ. 1980: Til undirbúningsnefndar frá ASÍ
12. Kvennaráðstefna S.Þ. 1980: Ræða/skýrsla á íslensku og ensku
13. Kvennaráðstefna S.Þ. 1980: Fréttatilkynning
14. Samanburður V.H. á ráðstefnum S.Þ. 1975 og 1980
15. Skýrsla undirbúningsnefndar Kvennaáratugsráðstefnu S.Þ. 1985

Askja 4:
Ljósmyndir
Myndir úr fórum Vilborgar Harðardóttur: Frá Indlandsheimsókn 1985, Nordisk Forum 1988, kvennafrí 1985, Mexíkó 1975, ráðstefna í Lindarbæ 1975

Skilyrði er ráða aðgengi

Safnið er opið

Skilyrði er ráða endurgerð

Samkvæmt reglum safnsins

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Stuðst við ISAD(G) staðalinn

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt 26. júní 2015. Endurbætt í ágúst 2015.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 205. Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 65 í febrúar 2017.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir