Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Hjörtur Pálsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Hjörtur Pálsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 05.06.1941

Saga

Menntun: Stúdentspróf frá MA 1961. Cand.mag. í íslenskum fræðum frá HÍ 1972. Hefur síðar stundað þar nám í finnsku og guðfræði og lokið ýmsum prófum í þeim greinum.

Starfsferill: Blaðamaður á Tímanum 1961-1962. Bókavörður í Íslandsdeild Elizabeth Dafoe Library, bókasafns Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada, 1963. Blaðamaður á Alþýðublaðinu 1963-1964. Fréttamaður og dagskrárfulltrúi hjá RÚV, hljóðvarpsdeild, 1964-1972 og dagskrárstjóri 1972-1984. Kenndi íslensku og íslenskar bókmenntir við Árósaháskóla í Danmörku 1974-1975. Dvaldist árlangt við ritstörf í Digterhjemmet í Sønderho á Fanø, Danmörku 1982-1983 og í Helsinki sumarið 1991. Forstöðumaður Norðurlandahússins í Þórshöfn í Færeyjum 1984-1985. Skáld og þýðandi að aðalstarfi frá 1985. Bókmenntarannsóknir í Lundi og Stokkhólmi haustið 1992 og í Kaupmannahöfn haustið 2001.

Önnur störf: Í stjórn Rithöfundasjóðs RÚV 1972-1973, 1975-1981, 1983-1984 og 1994. Í stjórn Rithöfundasjóðs Íslands 1986-1989, formaður 1988-1989. Fulltrúi Íslands í dómnefnd um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976-1982. Varamaður af Íslands hálfu í stjórn Norræna þýðingasjóðsins 1987-1989. Í útgáfuráði Almenna bókafélagsins 1979-1989. Starfaði í rúm 20 ár mikið með Norræna félaginu, var m.a. formaður þess í Kópavogi 1984-1991, einnig í sambandsstjórn og framkvæmdaráði um skeið, gegndi formennsku í ýmsum nefndum á vegum landssamtakanna eða átti þar sæti og var ritstjóri Norrænna jóla 1985-1991. Í Vinabæjanefnd Kópavogs sömu ár. Í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1993 til 2001. Í stjórn Suomi-félagsins frá 1998, formaður þess frá 1999. Varamaður í Þjóðleikhúsráði frá 1999. Í stjórn Héraðsskjalasafns Kópavogs frá stofnun þess 2001. Skipaður í Íslenska málnefnd 2002.

Ritstörf: Dynfaravísur, ljóð, 1972. Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874, sagnfræðirit, 1975. Fimmstrengjaljóð, ljóð, 1977. Sofendadans, ljóð, 1982. Haust í Heiðmörk, ljóð, 1985. Úr Þegjandadal, ljóð, 1998. Greinar, ljóð, smásögur, þýðingar og annað efni í blöðum og tímaritum frá 1957. Hefur þýtt fjölda bóka á íslensku, m.a. eftir Hans W:son Ahlmann, Richard Bach, Karen Blixen, Isaac Deutscher, Per Olov Enquist, Martin A. Hansen, Rolf Jacobsen, Jaan Kaplinski, Erich Kuby, Leenu Lander, Doris Lessing, Gloriu Naylor, Henrik Nordbrandt, Frank Ponzi, Isaac Bashevis Singer, August Strindberg og Morris West. Útgáfur: Lífsviðhorf mitt, hugleiðingar tíu höfunda, 1971, Bréfin hans Þórbergs, með skýringum og viðtölum, 1982, Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur I-IV, 1985-1988, Rætur og vængir I-II eftir Þórarin Björnsson, 1992.

Viðurkenningar: Heiðursviðurkenning Rithöfundasjóðs RÚV 1989. Viðurkenningar Rithöfundasjóðs Íslands 1990 og Bókasafnssjóðs höfunda 2001. Þýðingarstyrkur úr Menningarsjóði Íslands og Finnlands 1999. Bæjarlistamaður Kópavogs f. hl. árs 1990 og hlaut „styrk bæjarlistamanns Kópavogs 2001“. Fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni Menningarsamtaka Norðlendinga og Dags 1995 og í smásagnakeppni sömu aðila 1998. Verðlaun í ljóðaþýðingasamkeppni Þýðingaseturs Háskólans og Lesbókar Morgunblaðsins 2001. Hlaut fyrstur ljóðlistarverðlaunin Ljóðstaf Jóns úr Vör 2002.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Prestur og skáld

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 23.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði