Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn MMS 0058 - Fræðslufundir Eldri vinstri grænna

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH MMS 0058

Titill

Fræðslufundir Eldri vinstri grænna

Dagsetning(ar)

  • 2010 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Níu stafrænar hljóðskrár (u.þ.b. 3 klst.).Skrár um framsögumenn og dagskrá fylgja með.

Nafn skjalamyndara

Gunnar Guttormsson (F. 31.10.1935)

Lífshlaup og æviatriði

Menntun: Iðnskólapróf frá Iðnskólanum í Reykjavík 1956, sveinspróf í vélvirkjun 1957. Vélstjórapróf frá Vélskólanum í Reykjavík 1960 og próf úr rafmagnsdeild frá sama skóla 1961. Eins árs nám (1966-1967) í vinnurannsóknum og hagræðingartækni við Statens Teknologisk Institutt í Ósló og Iðnaðarmálastofnun Íslands. Nám í píanóleik og söng við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.

Starfsferill: Landbúnaðar- og skógræktarstörf framan af árum. Vélaviðgerðir og nýsmíði, m.a. hjá Landssmiðjunni og Kóral 1962-1966. Ýmis hagræðingarstörf, ráðgjöf og fræðslustörf hjá Alþýðusambandi Íslands 1967-1971. Blaðamaður (þ.á m. þingfréttamaður) á Þjóðviljanum 1971-1972. Fulltrúi í iðnaðarráðuneytinu 1973-1977 og deildarstjóri (einkaleyfi og vörumerki) á sama stað 1978-1991. Forstjóri Einkaleyfastofunnar frá 1991.

Önnur störf: Ýmis störf í samtökum iðnnema 1954-1957. Formaður Iðnnemasambands Íslands 1956-1957. Forseti Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, 1962-1964. Í stjórn Félags járniðnaðarmanna í Reykjavík 1965-1966. Í stjórn Íslensku óperunnar 1980-1988. Í stjórn Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1984-2000. Ýmis nefndarstörf á vegum iðnaðar- og menntamálaráðuneytis 1971-1985. Forstöðumaður námskeiða fyrir stjórnendur vinnuvéla 1973-1982. Starfaði á vegum iðnaðarráðuneytis í norrænum starfshópi um iðnráðgjöf í strjálbýli 1985-1989. Átti um skeið sæti í miðstjórn Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins. Hefur starfað í samtökum gegn herstöðvum á Íslandi frá 1960. Þátttakandi í starfi ýmissa kóra, m.a. Söngfélagi verkalýðssamtakanna, Alþýðukórsins, Karlakórs Reykjavíkur, Eddukórsins, Kórs Söngskólans í Reykjavík og Kórs Íslensku óperunnar.

Ritstörf: Greinar um Þorstein Valdimarsson, skáld, í Múlaþingi 1999 og 2000. Hefur ort tækifærisljóð og þýtt nokkur norræn söngljóð.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Gögnunum var safnað af Gunnari Guttormssyni og afhent Miðstöð munnlegrar sögu 16.02.2010.

Umfang og innihald

Hljóðskrár með upptökum frá fræðslukvöldum Eldri vinstri grænna.
a) „Múlabræður“, dagskrá um Jón Múla og Jónas Árnasyni í Stangarhyl 4, Reykjavík, 3. febrúar 2010
b) „Magnúsarkvöld“, dagskrá um Magnús Ásgeirsson ljóðaþýðanda og ljóðskáld 7. apríl 2010. Vantar aftan á dagskrá.
c) Dagskrá um Ríkarð Jónsson myndhöggvara 3. mars 2010

Níu stafrænar hljóðskrár (u.þ.b. 3 klst.).Skrár um framsögumenn og dagskrá fylgja með.

Grisjun, eyðing og áætlun

Óþekkt

Viðbætur

Ekki er von á viðbótum

Skipulag röðunar

Skilyrði er ráða aðgengi

Aðgengi er takmarkað. Meta skal hvern dagskrárlið fyrir sig samkvæmt skilmálum í afhendingarsamningi. Notendur eru bundnir af ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972. Skv. reglum Miðstöðvar munnlegrar sögu um afritun.

Skilyrði er ráða endurgerð

Skv. reglum Miðstöðvar munnlegrar sögu um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Skrár um framsögumenn og dagskrá fylgja með.

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Við röðun á safninu er stuðst við ISAD(G).

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráð 24.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Eva Kamilla Einarsdóttir skráði sumarið 2012. Rafræn skráning var gerð af JKÁ 24.07.2013.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir