Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Sölvi Björn Sigurðsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Sölvi Björn Sigurðsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 07.10.1978

Saga

Sölvi Björn Sigurðsson fæddist 7. október 1978 á Selfossi þar sem hann bjó til ellefu ára aldurs en hann ólst síðan upp í Kópavogi og Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1998, stundaði nám í frönsku við Université Paul Valery í Montpellier í Frakklandi 1999 og lauk B.A. prófi í íslensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 2002. Eftir það stundaði hann nám í útgáfufræðum við University of Sterling og útskrifaðist þaðan með M.litt gráðu í Publishing Studies 2005. Sölvi hefur töluvert dvalið erlendis, á Spáni og í Englandi auk Frakklands og Skotlands. Hann hefur stundað ýmis störf auk ritstarfa, meðal annars selt bækur, passað kirkjur, smíðað glugga, skráð fornleifar og litið eftir þjóðminjum.

Sölvi hefur töluvert fengist við ritstjórn, hann út bókmenntatímaritið Blóðberg ásamt Sigurði Ólafssyni 1998 og af öðrum ritstjórnarverkum hans má nefna Ljóð ungra skálda sem Mál og menning gaf út 2001 þar sem hann fetar í fótspor Magnúsar Ásgeirssonar sem ritstýrði frægri bók með sama nafni 1954. Fyrsta frumsamda bókin sem Sölvi gaf út er ljóðabókin Ást og frelsi frá árinu 2000. Síðan hefur hann sent frá sér fleiri ljóðabækur og skáldsögur auk þýðinga. Hann hefur einnig skrifað greinar og birt skáldskap og þýðingar í blöðum, tímaritum og safnritum og tekið þátt í bókmenntahátíðum hér heima og erlendis, meðal annars H.C. Islandus hátíðinni í Kaupmannahöfn 2005 og The Leith Festival í Edinborg sama ár.
Heimild: http://bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/tabid-3396/6134_read-138/RSkra-138

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Rithöfundur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 24.07.2013

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði