Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Páll Melsteð

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Páll Melsteð

Hliðstæð nafnaform

  • Páll Melsted
  • Páll Melsteð Pálsson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

13. nóvember 1812 - 9. febrúar 1910

Saga

F. á Möðruvöllum í Hörgárdal 13. nóv. 1812, d. 9. febr. 1910. For.: Páll Melsteð (f. 31. mars 1791, d. 9. maí 1861) alþm. og 1. k. h. Anna Sigríður Stefánsdóttir Melsteð (f. 20. maí 1790, d. 8. júní 1844). Bróðir Sigurðar Melsteðs alþm. K. 1. (30. des. 1840) Jórunn Ísleifsdóttir Melsteð (f. 14. maí 1816, d. 21. ágúst 1858) húsmóðir. For.: Ísleifur Einarsson og 2. k. h. Sigríður Gísladóttir. K. 2. (13. nóv. 1859) Þóra (Thora) Charlotte Amalie Grímsdóttir Melsteð (f. 18. des. 1823, d. 21. apríl 1919) húsmóðir. For.: Grímur Jónsson og k. h. Birgitte Cecilie, f. Breum. Börn Páls og Jórunnar: Sigríður (1841), Sigríður (1842), Páll (1844), Anna Sigríður (1845), Ísleifur Einarsson (1847), Guðrún Ingibjörg (1849), Guðlaug (1852), Guðrún (1854).

Stúdentspróf Bessastöðum 1834. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1857.

Bóndi á Brekku á Álftanesi 1841–1844, kenndi þar börnum og unglingum. Dvaldist í Hjálmholti, heimili föður síns 1844–1846, fluttist þá til Reykjavíkur. Settur sýslumaður í Árnessýslu í fjarveru föður síns 1845–1846 og 1848–1849. Ritari konungsfulltrúa á Alþingi 1845–1849. Forstöðumaður Landsprentsmiðjunnar 1846–1848. Settur sýslumaður í Snæfellsnessýslu 1849–1854, sat fyrst í Stykkishólmi, síðan að Búðum og loks í Bjarnarhöfn, settur jafnframt sýslumaður í Mýra- og Hnappadalssýslu 1853–1855. Settur sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1858–1862. Málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1862–1886. Stundakennari við Lærða skólann í Reykjavík 1847–1848 og 1869–1894, fastur kennari 1886–1894. Stofnaði ásamt síðari konu sinni, Þóru Melsteð, Kvennaskólann í Reykjavík 1874 og kenndi við hann til 1889.

Þfm. Snæfellinga 1851. Alþm. Snæfellinga 1858–1864.

Samdi kennslubækur í mannkynssögu. Endurminningar, ritaðar af honum sjálfum, komu út 1912.

Ritstjóri: Reykjavíkurpósturinn (1847–1848). Víkverji (1873–1874).

Staðir

Brekka, Álftanes
Hjálmholt
Reykjavík
Stykkishólmur
Bjarnarhöfn
Reykjavík

Réttindi

Starfssvið

Sagnfræðingur
Kennari
Alþingismaður

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

PalMel001

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Elsa Ósk Alfreðsdóttir. Skráð 10.12.2015

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Æviágrip um Pál Melsteð er að finna í Alþingismannatali á heimasíðu Alþingis: http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=461

Páll Eggert Ólason. 1951. Íslenzkar æviskrár. 4. bindi. O-S. Bls. 131-2: http://baekur.is/bok/000306940/4/135/Islenzkar_aeviskrar_fra_Bindi_4_Bls_135

Athugasemdir um breytingar