Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Olga Guðrún Árnadóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Olga Guðrún Árnadóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 31.08.1953

Saga

Menntun: Stúdentspróf frá MR 1973. Lauk 6. stigs prófi í píanóleik árið frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1980. Nám við tónmenntakennaradeild sama skóla 1977-1978.

Starfsferill: Dagskrárgerð o.fl. hjá RÚV frá unglingsárum. Skrifstofustjóri Rithöfundasambands Íslands 1974. Skrifstofustjóri Stúdentaráðs HÍ 1975. Kennari í leikrænni tjáningu við ýmsa skóla í Reykjavík 1973-1975. Leiðbeinandi barna í gerð útvarpsþátta við Inter-action götuleikhúsið í London sumarið 1978. Píanó- og tónfræðikennari við Tónskóla Neskaupstaðar 1978-1979. Undirleikari við söngkennslu hjá Leiklistarskóla Íslands 1979-1980. Prófarka- og handritalesari og tölvusetjari bóka hjá Máli og menningu, Forlaginu, JPV útgáfu, Morgunblaðinu o.fl. frá 1984. Hefur stundað þýðingar á bókum og leikritum frá 1973. Rithöfundur frá 1970.

Ritstörf: Ditta og Davíð, barnaleikrit fyrir RÚV, 1971. Trilla, álfarnir og dvergurinn Túlli, barnasaga, 1972. Búrið, skáldsaga fyrir unglinga, 1977. Vegurinn heim, skáldsaga, 1982. Flóttafólk, leikrit fyrir útvarp, 1982. Amma þó, barnaleikrit, 1984. Ferðin á heimsenda, barnaleikrit, 1989. Ævintýri á jólanótt, barnasaga, 1991. Peð á plánetunni Jörð, skáldsaga fyrir unglinga, 1995, endurútg. 2002. ABC, stafrófskver á ensku, meðhöfundar Thoko Chaane og Iben Sandemose; gefið út til dreifingar í Suður-Afríku 1999, í tengslum við Shuttle’99-verkefnið. Söngtextar í dans- og söngvamyndinni Regínu eftir Maríu Sigurðardóttur, 2002. Hefur auk ofantalinna ritverka samið ljóð og smásögur sem birst hafa í bókum og tímaritum. Tónlist við leikritið Amma þó og við sjónvarpsmyndina Emil og Skundi, sem byggð er á sögu Guðmundar Ólafssonar. Hljómplötur: Babbidí-bú, 1994, 14 frumsamin lög og ljóð fyrir börn, sungin af höfundi. Söng auk þess lög og ljóð Ólafs Hauks Símonarsonar á hljómplötunum Eniga Meniga, 1974, Kvöldfréttir, 1977, og Hattur og Fattur komnir á kreik, 1979.

Önnur störf: Í stjórn Rithöfundasambands Íslands 1983-1987. Í stjórn Rithöfundasjóðs Íslands 1986-1988. Stjórnarmaður og gjaldkeri Leikskáldafélags Íslands 1989-1999. Í stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans 1986-1990. Í stjórn Útgáfufélagsins Bjarka frá 1990. Ýmis trúnaðarstörf á vegum Alþýðubandalagsins, m.a. varaformaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1987-1988. Varamaður í Menntamálaráði 1987-1991. Varamaður í menningarmálanefnd Reykjavíkur 1986-1990. Í stjórn Ásmundarsafns 1986-1990. Í úthlutunarnefnd Norræna þýðingarsjóðsins frá 2001.

Viðurkenningar: Verðlaun Samtaka móðurmálskennara fyrir smásöguna Vertu ekki með svona blá augu, 1984. Viðurkenning Fræðsluráðs fyrir söguna Pétur, 1985. Viðurkenning IBBY-samtakanna 1990 fyrir Ferðina á heimsenda og 1996 fyrir ritstörf og framlag til barnamenningar. Bókin Peð á plánetunni Jörð var valin á heiðurslista alþjóðlegu IBBY-samtakanna 1998.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Rithöfundur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 23.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði