Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0051 - Kvennaslóðir

Tilvísunarkóði

KSS 0051

Titill

Kvennaslóðir

Dagsetning(ar)

  • 2001 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Tvær skjalaöskjur.

Nafn skjalamyndara

Erla Hulda Halldórsdóttir (F. 1966)

Lífshlaup og æviatriði

Erla Hulda Halldórsdóttir er fædd 1. maí árið 1966.
Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1986, BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og MA-prófi frá sama skóla árið 1996. Störf Erlu Huldu og rannsóknir hafa að mestu leyti snúist um sögu kvenna og kynja, hún var forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands 1996–2001 og starfaði hjá Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum 2001–2005. Hún hefur tekið þátt í innlendum rannsóknarverkefnum og evrópskum netverkum á sviði sagnfræði og kynjafræða og fengist við stundakennslu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Erla Hulda hefur birt greinar og bókarkafla um rannsóknir sínar í innlendum og erlendum bókum og tímaritum.

Foreldrar Erlu Huldu eru Halldór Ásgrímsson, sem er látinn, og Inga Guðjónsdóttir, lengst af bændur. Eiginmaður hennar er Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur, verkefnisstjóri hjá Miðstöð munnlegrar sögu. Börn þeirra eru Ásgeir Örn og Eik.

(Af vef Háskóla Íslands)

Nafn skjalamyndara

Anna Agnarsdóttir (F. 1947)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Agnes S. Arnórsdóttir (F. 1960)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Auður G. Magnúsdóttir (f. 1959)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Aðalheiður B. Ormsdóttir (f. 1933)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Anna Ólafsdóttir Björnsson (f. 1952)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Áslaug Sverrisdóttir (f. 1940)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Björk Ingimundardóttir (f. 1943)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Bára Baldursdóttir (f. 1957)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Ellen Gunnarsdóttir (f. 1967)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Edda Kristjánsdóttir (f. 1933)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Eyrún Ingadóttir (1967) (Fædd 1967)

Lífshlaup og æviatriði

Fædd á Hvammstanga 1967. Stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1987, BA próf í sagnfræði við HÍ 1993.

Nokkur útgefin rit, m.a. Ljósmóðirin (2012)

Nafn skjalamyndara

Guðrún Ólafsdóttir (f. 1930)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Hallgerður Gísladóttir (f. 1957)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Hrefna Róbertsdóttir (f. 1961)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir (f. 1958)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Hrefna M. Karlsdóttir (f. 1969)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Inga Huld Hákonardóttir (f. 1936)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Ingunn Þóra Magnúsdóttir (f. 1944)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Kristjana Kristinsdóttir (f. 1955)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Kristín Ástgeirsdóttir (f. 1951)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Lára Magnúsardóttir (f. 1960)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Ólafía Einarsdóttir (f. 1924)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Ólöf Garðarsdóttir (f. 1959)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Margrét Guðmundsdóttir (f. 1959)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Ragnheiður Kristjánsdóttir (f. 1968)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Ragnheiður Mósesdóttir (f. 1953)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Ragnhildur Vigfúsdóttir (f. 1959)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Unnur Birna Karlsdóttir (f. 1964)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Sigrún Pálsdóttir (f. 1967)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Sigríður Matthíasdóttir (f. 1965)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Nafn skjalamyndara

Vilborg Auður Ísleifsdóttir (f. 1945)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Vilborg Sigurðardóttir (f. 1939)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Vigdís Finnbogadóttir (f. 1930) (1930)

Lífshlaup og æviatriði

Vigdís Finnbogadóttir
Fjórði forseti lýðveldisins, 1980-1996
Vigdís Finnbogadóttir er fædd 15. apríl 1930.
Vigdís var kjörin forseti 29. júní 1980, endurkjörin án atkvæðagreiðslu 1984, endurkjörin í kosningum 1988, aftur án atkvæðagreiðslu 1992 og lét af embætti 1996.
Vigdís varð stúdent árið 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum í Grenoble og við Sorbonne-háskóla í París 1949-1953. Hún nam leiklistarsögu við Kaupmannahafnarháskóla 1957-1958, tók BA-próf í frönsku frá Háskóla Íslands og próf í uppeldis- og kennslufræðum 1968. Vigdís er heiðursdoktor og heiðursprófessor við marga háskóla og stofnanir víðs vegar um heiminn.

Hún hefur verið sæmd heiðursdoktorsnafnbót við eftirfarandi háskóla: Háskólinn í Grenoble, Frakklandi (1985), Háskólinn í Bordeaux, Frakklandi (1987), Smith College, Bandaríkjunum (1988), Luther College, Bandaríkjunum (1989), Háskólinn í Manitoba, Kanada (1989), Háskólinn í Nottingham, Bretlandi (1990), Háskólinn í Tampere, Finnlandi (1990), Háskólinn í Gautaborg, Svíþjóð (1990), Gashuin háskólinn í Tokyo, Japan (1991), Háskólinn í Miami, Bandaríkjunum (1993), St. Mary´s háskólinn í Halifax, Kanada (1996), Háskólinn í Leeds, Bretlandi (1996), Memorial University, St John, Nýfundnalandi, Kanada (1997) Háskólinn í Guelph, Kanada (1998) og Háskóli Íslands, 2000.

Hún var blaðafulltrúi Þjóðleikhússins 1954-1957 og aftur 1961-1964, leiðsögumaður á sumrin um árabil, kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1962-1967 og við Menntaskólann við Hamrahlíð 1967-1972. Hún kenndi um skeið við Háskóla Íslands og var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1972-1980. Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta konan í heiminum sem kjörin var forseti í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nafn skjalamyndara

Þorgerður H. Þorvaldsdóttir (f. 1968)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Þóra Kristjánsdóttir (f. 1939)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Þórunn Magnúsdóttir (f. 1920) (1920-2008)

Lífshlaup og æviatriði

F. í Vestmannaeyjum 12. des. 1920, d. í Reykjavík 24. des. 2008.
For.: Guðrún Jónsdóttir saumakonu, og manns hennar Magnúsar Jónssonar bónda og formanns.
Fyrri maður 1940: Björn Guðmundsson bifreiðarstjóri. Skildu. Eignuðust 5 börn.
Seinni maður 1954: Helgi Jónsson vélsmiður. Skildu. Eignuðust 1 dóttur.

Þórunn bjó lengst af í Reykjavík, hún var virk í félags- og stjórnmálum, frumkvöðull og formaður Samtaka herskálabúa 1952-1959, varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framfærslunefnd Reykjavíkurborgar fyrir Sósíalistaflokkinn árin 1954-1962 og forystukona í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Þórunn lét til sín taka í kvenréttindabaráttu, var meðal annars skipuð af forsætisráðherra í undirbúningsnefnd Íslands fyrir Kvennaár Sameinuðu þjóðanna 1975 og hafði forgöngu um sýningu á verkum íslenskra myndlistarkvenna í Norræna húsinu það ár. Þórunn lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1971 og cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Hún var brautryðjandi á sviði íslenskrar kvennasögu með rannsóknum sínum á sjósókn kvenna og starfi verkakvennafélaga. Hún var kennari bæði við grunn- og framhaldsskóla, starfaði víða að uppbyggingu fullorðinsfræðslu og var skólastjóri. Þórunn sinnti rannsóknum og ritstörfum, en hún gaf út nokkur fræðirit í kvennasögu og bók um Ungverjaland og Rúmeníu auk fjölda útvarpsþátta, fyrirlestra og blaðagreina.

Nafn skjalamyndara

Þórunn Valdimarsdóttir (f. 1954)

Lífshlaup og æviatriði

Nafn skjalamyndara

Björg Einarsdóttir (f. 1925) (F. 25.08.1925)

Lífshlaup og æviatriði

Fædd í Reykjavík
Menntun: Nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1938-1941. Nám í bókhaldi og ritun verslunarbréfa í einkaskóla 1941-1942. Nám við hússtjórnarskóla í Sórey í Danmörku 1947-1948, auk námskeiðs í meðferð ungbarna. Nám í íslenskum bókmenntum og almennri sögu í einkaskóla 1964-1966, í enskum bókmenntum 1967-1968. Fararstjórnarnámskeið hjá Ferðaskrifstofu ríkisins 1971. Nám við öldungadeild MH 1973-1975.

Starfsferill: Skrifstofustörf hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar 1941-1950 og 1958-1972, hjá Iðnskólanum í Reykjavík 1973-1975. Fulltrúi skólastjóra Þroskaþjálfaskóla Íslands 1976-1979, kenndi þar jafnframt félagsfræði. Stofnandi útgáfufélagsins Bókrúnar ehf., ásamt fjórum konum öðrum, 1984.

Önnur störf: Starfaði með Rauðsokkahreyfingunni 1971-1975, þar af í miðstöð 1973-1974. Átti hlutdeild í þremur af tíu útvarpsþáttum hreyfingarinnar 1972 og var í blaðhópi ritsins Forvitin rauð 1972-1973. Í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, 1975-1981, þar af meðstjórnandi 1975-1977 og 1981-1982, ritari 1977-1978. Formaður Hvatar 1978-1981 og heiðursfélagi frá 1997. Í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1982-1988, í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1981-1987 og í fyrstu stjórn Samtaka eldri sjálfstæðismanna 1997-1998. Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1976-1988, varaformaður 1976-1980 og heiðursfélagi frá 1997. Í ritnefnd ársritsins 19. júní 1976-1979 og 1985, heiðursfélagi frá 1997. Í stjórn IAW, alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga, 1976-1979, formaður einnar fastanefndar þar 1979-1982. Einn átta flutningsmanna að tillögu um kvennafrí á Kvennaársráðstefnu í júní 1975, síðan tengiliður starfshópa framkvæmdanefndar um kvennafrí 24. okt. 1975. Stofnfélagi umhverfissamtakanna Líf og land 1977, í fyrstu stjórn og heiðursfélagi frá 1985. Í stjórn Blindrafélagsins 1979-1983. Stofnfélagi Vinafélags Blindrabókasafns Íslands 1992 og í stjórn það ár. Formaður ráðgjafarnefndar Jafnréttisráðs 1977-1980, varamaður BSRB í ráðinu þann tíma. Í svæðisstjórn Reykjavíkur um málefni fatlaðra 1980-1983. Formaður Jafnréttisnefndar Reykjavíkur 1982-1986. Í stjórn Menningarsjóðs útvarpsstöðva 1990-1993 og í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs 1992-1995.

Ritstörf: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna 1.-3. bindi, 1984-1986. Hringurinn í Reykjavík - Stofnaður 1904 – Starfssaga, 2002. Í ritnefnd bókanna Frjáls hugsun - frelsi þjóðar: Hvöt 45 ára, 1982. Sjálfstæðisflokkurinn í sextíu ár, 1989. Ritstjórn: Ljósmæður á Íslandi, 1.–2. bindi, 1984. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 1926-1976, 1976. Ritstjórn myndefnis: Veröld sem ég vil, saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992, 1993. Ýmsar greinar í blöðum og tímaritum og gerð útvarps- og sjónvarpsþátta.

Viðurkenning: Sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1988.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Um aðföng eða flutning á safn

Erla Hulda Halldórsdóttir

Umfang og innihald

Askja 1
Bréfaskipti ritnefndar og skrifenda
Ritnefnd: Anna Agnarsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir, Hallgerður Gísladóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Sigríður Matthíasdóttir og Sigríður K. Þorgrímsdóttir
Skrifendur (auk ritnefndar): Vigdís Finnbogadóttir, Agnes S. Arnórsdóttir, Auður G. Magnúsdóttir, Ólafía Einarsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Aðalheiður B. Ormsdóttir, Björk Ingimundardóttir, Ellen Gunnarsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Hrefna Róbertsdóttir, Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Ingunn Þóra Magnúsdóttir, Kristjana Kristinsdóttir, Ragnheiður Mósesdóttir, Sigrún Pálsdóttir, Vilborg Auður Ísleifsdóttir, anna Ólafsdóttir Björnsson, Áslaug Sverrisdóttir, Bára Baldursdóttir, Björg Einarsdóttir, Edda Kristjánsdóttir, Eyrún Ingadóttir, Hallgerður Gísladóttir, Hrefna M. Karlsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Lára Magnúsardóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ólöf Garðarsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Unnur B. Karlsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, Þórunn Magnúsdóttir

Askja 2
4 bréf vegna sölu og heillaóskalista, valin af handahófi úr stórum bunka til varðveislu
4 útfyllt eyðublöð með ósk um að vera á heillaóskalista, valin af handahófi úr stórum bunka
11 bæklingar með kynningu á bókinni Kvennaslóðir
Ýmislegt efni viðkomandi útgáfunni
Listar yfir greiðendur

Grisjun, eyðing og áætlun

Sýniseintökum var haldið eftir af pantanaeyðublöðum og bréfum um óskir á heillaóskalista. Stórri möppu með vélrituð greinum á ýmsum vinnslustigum var eytt.

Viðbætur

Viðbóta er ekki von.

Skipulag röðunar

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Stuðst er við staðalinn ISAD(G)

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt 3. október 2013.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Kvennaslóðir. Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sjötugri. Kvennasögusafn Íslands, 2001.

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 187. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 51 í febrúar 2017.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir