Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Fonds KSS 0042 - Kristín Sigfúsdóttir. Einkaskjalasafn.

Reference code

IcReLIH KSS 0042

Title

Kristín Sigfúsdóttir. Einkaskjalasafn.

Date(s)

  • 1876-1953 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Tvær skjalaöskjur, venjulegar.

Name of creator

Kristín Sigfúsdóttir (f. 1876) (1876-1953)

Biographical history

Kristín Sigfúsdóttir var fædd á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 13. júlí 1876, dó á Akureyri 28.9. 1953.
Kristín var vel gefin og bókhneigð og las allt sem hún kom höndum yfir og hafði á fermingaraldri náð að læra að miklu leyti að lesa og skilja Norðurlandamálin. Hneigðist hún snemma að því að semja sjálf vísur, kvæði og smásögur, hnoðaði saman fyrstu vísur sínar 4-5 ára gömul og þegar á yngri árum orti hún mikið af tækifærisljóðum, m.a. eftirmælum, sem hún var mikið beðin um og skiptu líklega hundruðum. En næst huga hennar mun hafa staðið að semja leikrit.
Kristín varð 1903 húsfreyja á hálfri jörðinni í Skriðu í Saurbæjarhreppi en 1908 fluttist fjölskyldan að Kálfagerði í sömu sveit og við þann bæ var Kristín oftast kennd.

Árið 1920 fékk hún vitjun ókunns manns, sem kvað hana eiga að skrifa bók sem heita átti Tengdamamma og skrifaði hún það leikrit á þeim vetri. Var það næsta ár leikið víða um Eyjafjörð og á Akureyri við mikla aðsókn og í Reykjavík, prentað og gefið út, og fylgdu fleiri verk á eftir.

Árið 1930 fluttist fjölskyldan til Akureyrar en það var ekki fyrr en 1937 sem Kristín hófst aftur handa við ritstörf að ráði. Mikla alúð lagði hún í leikritið Melkorku, sem varð hennar síðasta stóra skáldverk. Einnig ritaði hún á síðustu árum sínum bernskuminningar og sagnir, sem hún heyrði í æsku.

Kristín samdi bæði leikrit, sögur og ljóð. Sumt af því var gefið út, s.s. söngleikurinn Árstíðirnar (1920) og skáldsagan Gestir (1925), og annað birt í tímaritum. Flest ljóð hennar birtust í fyrsta sinn á prenti þegar ritsafn hennar var gefið út árið 1949. Ekki eru nema um 30 ljóð í ritsafninu en vitað er að hún fargaði miklu af æskuljóðum sínum og sögum, þ. á m. voru mörg erfiljóðin.

Á Akureyri bjó Kristín fyrst í Brekkugötu 19. Frá 1937 til 1970 bjó hún í Eyrarlandsvegi 3 (Sigurhæðum) en síðan í Munkaþverárstræti 3 og í Munkaþverárstræti 19 frá 1947 til æviloka.

Name of creator

Guðrún Pálmadóttir (f. 1917) (1917-2003)

Biographical history

Guðrún Pálmadóttir fæddist í Kálfagerði í Eyjafirði 18. júlí 1917, d. í Reykjavík 18. maí 2003.
Foreldrar: Pálmi Jóhannesson bóndi í Kálfagerði og verkamaður á Akureyri, og kona hans Kristín Sigfúsdóttir skáldkona og húsfreyja í Kálfagerði og á Akureyri. Systkini Guðrúnar voru Hólmgeir, f. 1903, d. 1956, Sigrún, f. 1907, d. 1932, Hannes, f. 1909, d. 1910, Jakobína, f. 1912, d. 1983, og Jóhannes, f. 1914, d. 1978. Fóstursystir Guðrúnar er Lilja Jónsdóttir, f. 1921, búsett á Akureyri.
Guðrún var ógift og barnlaus.

Guðrún sótti sér menntun til Danmerkur. 1939 lauk hún prófi frá Husassistenternes fagskole í Kaupmannahöfn og síðar, árið 1958, lauk hún prófi frá Økonomskolen í Kaupmannahöfn sem sérfræðingur í matreiðslu sjúkrafæðis. Hún starfaði eftir það á árunum 1958-1963 sem yfirmatráðskona Kristneshælis og á árunum 1963-1983 aðstoðaryfirmatráðskona á Landspítalanum.

Name of creator

Lilja Jónsdóttir (f. 1921) (1921)

Biographical history

Uppeldisdóttir Kristínar Sigfúsdóttur skáldkonu

Name of creator

Sigrún Klara Hannesdóttir (f. 1943) (1943)

Biographical history

Name of creator

Aðalsteinn Ólafsson

Biographical history

Immediate source of acquisition or transfer

Guðrún Pálmadóttir, dóttir Kristínar, Lilja Jónsdóttir, uppeldisdóttir Kristínar, og dr. Sigrún Klara Hannesdóttir afhentu Kvennasögusafni gögn 29. ágúst 1994. Aðalsteinn Ólafsson afhenti Kvennasögusafni ýmislegt um Kristínu 10. des. 1996.

Scope and content

2 skjalaöskjur, venjulegar, geyma sendibréf til Kristínar og handrit að ýmsum sögum hennar auk nokkurra persónulegra gagna.

Appraisal, destruction and scheduling

Engu var eytt

Accruals

Viðbóta er ei von

System of arrangement

Askja 1:
• Kveðjur. Ljóð 1927-1932. Handskrifuð
• Viðhorf ellinnar. Smásaga. Handskrifuð
• Ljóð. Bók með handskrifuðum ljóðum, 192 bls. Skrifað upp af syni Kristínar
• Stjúpan. Leikur í 5 þáttum. Handskrifað
• Melkorka. Sjónleikur í 5 þáttum. Vélritað
• Hestar og menn. Handrit

Askja 2:
• Bréf Kristínar Sigfúsdóttur skáldkonu til sonar síns. Skrifuð á árunum 1936-1950
• Ljósrit af heiðursfélagaskjali Kristínar í Sambandi norðlenskra kvenna
• Ljósrit af frumdrögum skipulagsskrár fyrir Kristínarsjóð
• Vorleysing. Smásaga, handskrifuð og vélrituð
• Bréf til Kristínar:
Carl Roos
Charlotte Edelstein
Einar Thorlacius
Gunnar Benediktsson
Haraldur Björnsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Lárus Pálsson
Leikfélag Reykjavíkur
Pálmi Jósepsson
Steingrímur J. Þorsteinsson
Útgáfumál
Bréf Kristínar til Ingibjargar Benediktsdóttur (1)

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Subject access points

Place access points

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt í ágúst 2015.

Language(s)

Script(s)

Sources

Archivist's note

Var áður á safnmarki KSS 174. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 42 í febrúar 2017.

Accession area