Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Kristín Sigfúsdóttir (f. 1876)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Kristín Sigfúsdóttir (f. 1876)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1876-1953

Saga

Kristín Sigfúsdóttir var fædd á Helgastöðum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 13. júlí 1876, dó á Akureyri 28.9. 1953.
Kristín var vel gefin og bókhneigð og las allt sem hún kom höndum yfir og hafði á fermingaraldri náð að læra að miklu leyti að lesa og skilja Norðurlandamálin. Hneigðist hún snemma að því að semja sjálf vísur, kvæði og smásögur, hnoðaði saman fyrstu vísur sínar 4-5 ára gömul og þegar á yngri árum orti hún mikið af tækifærisljóðum, m.a. eftirmælum, sem hún var mikið beðin um og skiptu líklega hundruðum. En næst huga hennar mun hafa staðið að semja leikrit.
Kristín varð 1903 húsfreyja á hálfri jörðinni í Skriðu í Saurbæjarhreppi en 1908 fluttist fjölskyldan að Kálfagerði í sömu sveit og við þann bæ var Kristín oftast kennd.

Árið 1920 fékk hún vitjun ókunns manns, sem kvað hana eiga að skrifa bók sem heita átti Tengdamamma og skrifaði hún það leikrit á þeim vetri. Var það næsta ár leikið víða um Eyjafjörð og á Akureyri við mikla aðsókn og í Reykjavík, prentað og gefið út, og fylgdu fleiri verk á eftir.

Árið 1930 fluttist fjölskyldan til Akureyrar en það var ekki fyrr en 1937 sem Kristín hófst aftur handa við ritstörf að ráði. Mikla alúð lagði hún í leikritið Melkorku, sem varð hennar síðasta stóra skáldverk. Einnig ritaði hún á síðustu árum sínum bernskuminningar og sagnir, sem hún heyrði í æsku.

Kristín samdi bæði leikrit, sögur og ljóð. Sumt af því var gefið út, s.s. söngleikurinn Árstíðirnar (1920) og skáldsagan Gestir (1925), og annað birt í tímaritum. Flest ljóð hennar birtust í fyrsta sinn á prenti þegar ritsafn hennar var gefið út árið 1949. Ekki eru nema um 30 ljóð í ritsafninu en vitað er að hún fargaði miklu af æskuljóðum sínum og sögum, þ. á m. voru mörg erfiljóðin.

Á Akureyri bjó Kristín fyrst í Brekkugötu 19. Frá 1937 til 1970 bjó hún í Eyrarlandsvegi 3 (Sigurhæðum) en síðan í Munkaþverárstræti 3 og í Munkaþverárstræti 19 frá 1947 til æviloka.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Húsmóðir. Skáldkona.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IE

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Skráningardagsetning

Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt í ágúst 2015

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Efni tekið af vef Héraðsskjalasafns Akureyrar, www.herak.is

Jóhannes Geir Sigurgeirsson skrifaði um Kristínu í Íslendingaþætti Tímans, 17.7. 1976.

Athugasemdir um breytingar