Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Kjartan Ragnarsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Kjartan Ragnarsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 18.09.1945

Saga

Menntun: Leikari frá Leiklistarskóla LR 1966. Framhaldsmenntun í Póllandi 1969-1970.

Starfsferill: Leikari og leikstjóri hjá LR frá 1966, fastráðinn frá 1974. Hefur einnig leikstýrt í Þjóðleikhúsinu, hjá Nemendaleikhúsinu, í Póllandi, Finnlandi og í Svíþjóð og starfað sem gestaprófessor við Leiklistarháskólann í Malmö. Leikrit og leikgerðir: Saumastofan, 1975. Blessað barnalán, 1977. Týnda teskeiðin 1978, Ofvitinn, 1979. Snjór, 1980. Peysufatadagurinn, 1981. Jói, 1981. Mor lille mor (Blessað barnalán, Helsinki), 1981. Skilnaður, 1982. Matreiðslunámskeiðið, sjónvarpsleikrit, 1983. Land míns föður, 1985. Skúli fógeti, leikþáttur, 1986. Djöflaeyjan, 1987. Höll sumarlandsins, 1988. Ljós heimsins, 1989. Ekki seinna en núna (útvarpsleikrit) 1990. Dampskipið Ísland, 1991. Gleðispilið, 1991. Þrúgur reiðinnar, 1992. Eva Luna, 1994. Íslenska mafían, 1995. Nanna systir, 1996. Grandavegur 7 ( ásamt Sigríði Margréti Guðmundsdóttur), 1997. Sjálfstætt fólk, Bjartur og Ásta Sóllilja, 1998 (ásamt Sigríði Margréti Guðmundsdóttur). Umsjón með hátíðardagskrá á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar 1986.

Önnur störf: Formaður Leikfélags Reykjavíkur 1993-1996. Hefur setið í stjórnum Leikskáldafélags Íslands, Leiklistarsambands Íslands og Leikstjórafélags Íslands.

Viðurkenning: Bjartsýnisverðlaun Brøstes 1986.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

KJARTAN RAGNARSSON lauk námi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur árið 1966.

Hann lék í mörgum sýningum á vegum LR en fór brátt einnig að leikstýra og skrifa leikrit, en hann hefur auk þess gert leikgerðir. Kjartan hefur sjálfur leikstýrt flestum verkum sínum, en meðal þeirra má nefna Saumastofuna, Blessað barnalán, Jóa, Skilnað, Land míns föður og Íslensku mafíuna sem sett voru á svið hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Síðastnefnda verkið samdi hann ásamt Einari Kárasyni. Hann samdi Peysufatadaginn og Dampskipið Ísland sem fyrir Nemendaleikhús Leiklistarskóla Íslands. Leikrit Kjartans sem frumflutt hafa verið í Þjóðleikhúsinu eru Týnda teskeiðin, Snjór, Gleðispilið, Nanna systir, sem hann samdi í samvinnu við Einar Kárason, og Rauða spjaldið.

Meðal leikgerða Kjartans má nefna Ofvitann eftir sögu Þórbergs Þórðarsonar, Ljós heimsins og Höll sumarlandsins eftir Heimsljósi Halldórs Laxness, Djöflaeyjuna eftir sögu Einars Kárasonar og Evu Lunu eftir samnefndri skáldsögu Isabelle Alliende fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Kjartan hefur áður sett upp tvær leikgerðir við Þjóðleikhúsið sem hann samdi ásamt Sigríði Margréti Guðmundsdóttur, Grandaveg 7 eftir bók Vigdísar Grímsdóttur og Sjálfstætt fólk eftir sögu Halldórs Laxness. Síðarnefnda leikgerðin var sýnd í tveimur hlutum undir heitunum Bjartur-Landnámsmaður Íslands og Ásta Sóllilja-Lífsblómið.

Meðal annarra leikstjórnarverkefna Kjartans má nefna Hamlet, Vanja frænda, Platonov, Þrúgur reiðinnar og Kontrabassann hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Kirsuberjagarðinn, Stræti, Mávinn og Þrjár systur hjá nemendaleikhúsi Leiklistarskólans í Malmö, Platonov hjá Borgarleikhúsinu í Malmö, Grandaveg 7 við Borgarleikhúsið í Gautaborg, Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur í Gdansk í Póllandi og Pétur Gaut hjá Borås Statsteater. Nýlegustu leikstjórnarverkefni Kjartans við Þjóðleikhúsið eru Antígóna, Hver er hræddur við Virginíu Woolf?, Anna Karenina, Jón Gabríel Borkmann, Sjálfstætt fólk, Rauða spjaldið og Svört mjólk.

Kjartan stofnaði og stýrir Landnámssetrinu í Borgarfirði og hefur framleitt þar fjölda leiksýninga á Söguloftinu.
Hann hlaut Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist árið 2008.
Heimild: http://www.thjodleikhusid.is/leikhusid/listafolk/Adstandandi/213/kjartan-ragnarsson

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Leikskáld, rithöfundur, leikari og forstöðumaður Landnámsseturs.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 18.06.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði