Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Karvel Ögmundsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Karvel Ögmundsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 30.09.1903 - d. 30.09.2005

Saga

Karvel naut barnaskólafræðslu á Hellissandi í fjóra vetur og veturinn 1926-1927 var hann við nám í Stýrimannaskólanum á Ísafirði og lauk stýrimannsprófi. Enn á barnsaldri hóf hann sjóróðra frá Hellissandi. Hann varð formaður á árabátum frá 14 ára að aldri og 19 ára varð hann formaður á vetrarskipi. Á yngri árum var hann skipstjóri á mörgum vélbátum en 30 ára gamall, árið 1933, flutti fjölskyldan frá Hellissandi til Njarðvíkur. Þar rak hann útgerð og fiskvinnslufyrirtæki í samstarfi við bróður sinn Guðmund Þórarin. Voru þeir með umsvifamestu fiskverkendum landsins um árabil. Karvel lét mikið að sér kveða varðandi uppbyggingu Njarðvíkur og var oddviti þar í 20 ár, frá 1942-1962. Áður hafði hann verið í hreppsnefnd Keflavíkur í fjögur ár, frá 1938-1942, en þá voru Keflavík og Njarðvíkur eitt hreppsfélag. Karvel var áhugamaður um velferð barna og var einn af stofnendum Barnastúkunnar Sumargjafar og gæslumaður hennar í 15 ár. Hann beitti sér fyrir byggingu landshafnar í Njarðvíkum og stjórnaði þeim framkvæmdum. Karvel tók mikinn þátt í félagsstörfum, var einn af stofnendum og formaður Útvegsbændafélags Keflavíkur (síðar Útvegsmannafélag Keflavíkur) í átján ár, einn af stofnendum og formaður Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis í þrjátíu ár, einn af stofnendum Vinnuveitendafélags Suðurnesja og formaður þess í tíu ár, einn af stofnendum Ungmennafélags Njarðvíkur og í fyrstu stjórn þess og einn af stofnendum Rotaryklúbbs Keflavíkur. Hann var formaður Sjálfstæðisfélags Keflavíkur og síðar einn af stofnendum og formaður Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings. Hann sat í stjórn Sjúkrahúss Keflavíkur og í stjórn Sparisjóðs Keflavíkur auk fjölda annarra stjórnarstarfa. Karvel var einn af stofnendum Olíufélagsins hf. (Esso) og sat í stjórn þess í 47 ár eða til 90 ára aldurs. Þá var hann í stjórn Samvinnutrygginga frá stofnun árið 1946 til ársins 1999, alls í 53 ár. Þegar Karvel var kominn fast að áttræðu hóf hann ritstörf. Hann skrifaði ævisögu sína, Sjómannsævi, sem kom út í þrem bindum 1981, 1982 og 1985. Árið 1986, er hann var 83 ára, vann hann til verðlauna í samkeppni á vegum Námsgagnastofnunar fyrir handrit að barnabókinni Refir sem kom út árið 1990 og þegar hann var 90 ára kom út önnur barnabók eftir hann sem heitir Þrír vinir: Ævintýri litlu selkópanna sem Örn og Örlygur gáfu út. Karvel var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsráðs Keflavíkur 1968 og heiðursmerki Sjómannadagsráðs Hellissands 1976. Hann var heiðursfélagi Ungmennafélags Njarðvíkur, Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings og Stórstúku Íslands. Árið 1978 var hann gerður að heiðursborgara Njarðvíkur og ári seinna, 1979, var hann sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu.
Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1043645/

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Útgerðarmaður í Njarðvíkum

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Áki Guðni Carlsson Gränz (26.06.1925 - 04.02.2014)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Karvel var tengdafaðir Áka

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 27.06.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði