Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Jónas H. Haralz

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Jónas H. Haralz

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

06.10.1919 - 13.02.2012

Saga

Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1938. Hann stundaði nám í efnaverkfræði við Konunglega tækniháskólann í Stokkhólmi 1938-1940 og í hagfræði, tölfræði, stjórnmálafræði og heimspeki við Stokkhólmsháskóla 1940-1945 og lauk magistersprófi í þessum greinum árið 1944.

Jónas var hagfræðingur hjá nýbyggingarráði á árunum 1945-1947 og hjá fjárhagsráði 1947-1950. Jónas starfaði sem hagfræðingur hjá Alþjóðabankanum í Washington á árunum 1950-1957 og var þátttakandi í sendinefndum bankans gagnvart Mexíkó, Mið-Ameríkuríkjum og Perú. Hann kom aftur til starfa á Íslandi 1957 og var ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum til 1961. Jónas var ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytisins 1958-1961, ráðuneytisstjóri efnahagsráðuneytisins 1961-1962 og forstjóri Efnahagsstofnunarinnar 1962-1969. Hann var bankastjóri Landsbanka Íslands frá 1969 til 1988. Jónas var einnig aðalfulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans í Washington frá 1988-1991. Frá 1991 til 1996 stundaði hann ráðgjafastörf í Washington á vegum norska utanríkisráðuneytisins, Norræna þróunarsjóðsins og bandarísku stofnananna Overseas Development Council og The Brookings Institution.

Jónas gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum um ævina. Hann var m.a. fulltrúi í bankaráði Landsbanka Íslands og í bankaráði Útvegsbankans um árabil og átti sæti í stjórn Scandinavian Bank Ltd í London. Hann var í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins á árunum 1975 til 1987.

Jónas var afkastamikill við ritstörf á fræðasviði sínu. Eftir hann liggur fjöldi rita og ritgerða. Hann var sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu, stórriddarakrossi norsku St. Olavs-orðunnar og stórriddarakrossi sænsku Norðurstjörnuorðunnar. Jónas var einnig sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í hagfræði við viðskiptadeild Háskóla Íslands.
Heimild: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/02/14/andlat_jonas_h_haralz_fyrrv_bankastjori/

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Ráðuneytisstjóri viðskiptaráðuneytis 1958-1961, efnahagsráðunautur ríkistjórna 1957-69, forstöðumaður Efnahagsstofnunar 1962-1969 og bankastjóri Landsbanka Íslands 1969-1988.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar