Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Jón Árnason

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Jón Árnason

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

17. ágúst 1819 - 4. september 1888

Saga

Jón var fæddur á Hofi á Skagaströnd,sonur séra Árna Illugasonar, sem var prestur þar frá 1796-1825 og þriðju konu hans, Steinunnar Ólafsdóttur. Faðir Jóns var orðinn hálfsjötugur þegar hann fæddist og lést þegar drengurinn var nýorðinn sex ára. Sagði Jón frá því seinna að hann hefði verið einn hjá föður sínum þegar hann dó. Móðir Jóns var síðan lengi ráðskona á Syðri-Ey og Auðkúlu.

Jón var settur til mennta og lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla. Hann var bókavörður á árunum 1848-1887, fyrst á Stiftsbókasafninu en þegar safnið fékk titilinn Landsbókasafn Íslands árið 1881 varð hann fyrsti Landsbókavörður Íslands. Hann var einnig fyrsti forstöðumaður Forngripasafns Íslands, síðar Þjóðminjasafnið, þegar það var stofnað árið 1863. Lengi vel sá hann einn um bæði söfnin. Tekjurnar af þessum störfum voru ekki háar og hann var því jafnframt biskupsritari um tíma og kenndi einnig við Lærða skólann og var bókavörður þar.

Jón varð fyrir áhrifum frá Grimmsbræðrum og fór að safna þjóðsögum og ævintýrum í samstarfi við Magnús Grímsson. Þeir gáfu út Íslenzk æfintýri árið 1852. Sú útgáfa hlaut dræmar viðtökur. Þeir tóku aftur upp söfnun sagna vegna hvatningar frá Konrad von Maurer. Magnús dó 1860 en Jón hélt söfnuninni áfram. Á árunum 1862 til 1864 kom svo út stórvirki hans, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri í tveimur bindum og var það prentað í Leipzig með liðsinni Maurers. Safnið var seinna gefið út í sex bindum.

Kona Jóns var Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen úr Hrappsey, systir Kristínar konu Jóns Thoroddsen. Þau áttu einn son sem dó ungur.

Staðir

Reykjavík

Réttindi

Starfssvið

Bókavörður og þjóðsagnasafnari

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

JonArn002

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

http://is.wikipedia.org/wiki/Jón_Árnason_(1819)

Páll Eggert Ólason. Íslenzkar æviskrár. 3. bindi. Reykjavík 1950, bls. 48-49: http://baekur.is/bok/000306940/3/52/Islenzkar_aeviskrar_fra_Bindi_3_Bls_52

Athugasemdir um breytingar