Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0080 - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0080

Titill

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1980-1986 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Tvær skjalaöskjur, venjulegar.

Nafn skjalamyndara

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (F. 31.12.1954)

Lífshlaup og æviatriði

Stúdentspróf MT 1974. BA-próf í sagnfræði og bókmenntum HÍ 1979. Gestanemandi við Hafnarháskóla 1979-1981. Cand. mag. nám í sagnfræði við HÍ 1981-1983.
Vann ýmis almenn störf með námi 1974-1981. Starfsmaður dönsku póstþjónustunnar 1979-1981. Ritstjóri tímaritsins Veru 1988-1990. Ýmis ritstörf og blaðamennska 1990-1991. Borgarstjóri Reykjavíkur 1994-2003. Skip. 24. maí 2007 utanríkisráðherra, lausn 1. febr. 2009.
Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1977-1978. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-1988 og 1994-2006. Í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar 1982-1986 og í félagsmálaráði 1986-1988. Formaður borgarráðs 1994-2003. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1987. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1991-1994. Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkur 1994-2002. Í stjórn Landsvirkjunar 1999-2000. Formaður miðborgarstjórnar 1999-2002. Formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2000-2003. Í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2002-2003. Formaður dómnefndar um skipulagssamkeppni um Tónlistar- og ráðstefnuhús 2001. Formaður stjórnar Aflvaka 2002-2004. Formaður hverfisráðs miðborgar 2002-2005. Í bankaráði Seðlabanka Íslands 2003-2005. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2006. Varaformaður Samfylkingarinnar 2003-2005, formaður 2005-2009.
Alþm. Reykv. 1991-1994 (Kvennal.), alþm. Reykv. n. 2005-2007, alþm. Reykv. s. 2007-2009 (Samf.).
Vþm. Reykv. n. maí 2003, okt. 2003, maí 2004 og jan.-febr. 2005 (Samf.).
Utanríkisráðherra 2007-2009.
Utanríkismálanefnd 1991-1993, félagsmálanefnd 1991-1994, heilbrigðis- og trygginganefnd 1991-1994, efnahags- og viðskiptanefnd 2005-2006.
Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2005-2007.
Ritstjóri: Vera (1988-1990).
Heimild: http://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=264

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Safninu barst efnið 14. apríl 2009.

Umfang og innihald

Safnið inniheldur ýmislegt efni er varðar Kvennaframboð í Reykjavík á árunum 1982-1986. Einnig eru lesefni og glósur úr námskeiði, "Teoretiske og metodiske problemer i kvindehistorie".

Grisjun, eyðing og áætlun

Borið saman við efni sem fyrir var og varða Kvennaframboð og Kvennalista, tvítökum fargað.

Viðbætur

Ekki er kunnugt um viðbætur.

Skipulag röðunar

Askja 1:
Gögn varðandi kvennaframboðið í Reykjavík og úr borgarstjórn.
1. Nokkur ósamstæð plögg; blaðaúrklippur vegna hugsanlegs framboðs til þings
2. Kjörbréf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur frá yfirkjörstjórninni í Reykjavík 13 júní 1986. - 3 bréf borgarstjóra vegna kosninga í borgarráð 1986
3. Gögn varðandi fund Málfundafélags félagshyggjufólks 7 maí 1985 að Hótel Hofi: fundarboð frá stjórn félagsins og ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, nokkrar blaðaúrklippur
4. Tilkynning frá skrifstofu borgarstjóra um kjör Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem skrifara borgarstjórnar, dags. 6 júní 1983. - Bréf yfirkjörstjórnar Reykjavíkur um úrslit borgarstjórnarkosninga 22 maí 1982. - Bréf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur vegna borgarfulltrúatals, dags. 14 jan. 1986
5. Bréf Kristjáns Benediktssonar og samningur minnihlutaflokka í borgarstjórn, 7 júní 1985. - Minnisblað merkt Sigurður E. Guðmundsson, 3 júní 1982, um kjör í nefndir borgarstjórnar
6. „Kosningabaráttan í Reykjavík. Umræðupunktar teknir saman af Kristínu Ástgeirsdóttur og Kristínu Árnadóttur“. - Fréttatilkynning vegna kjarnorkuvopna frá Kvennaframboðinu í Rvk. 31 mars 1984.- Lög fyrir samtök um kvennaframboð, ódagsett. - Tillögur og þankar um framkvæmdir innan Kvennaframboðsins vegna Veru, félagafjölgun og fjáröflun, ódags. – Tillögur um sameiginlegan rekstur „Nafnlausa bandalagsins“ (þ.e. Kvennaframboð og Kvennalisti, Vera og ýmsir kvennahópar), ódags. – Bréf frá samstarfshópi kvenna úr öllum stjórnmálahreyfingum til heilbrigðisráðherra og menntamálaráðherra, dags. 10 júní 1983, varðandi ráðgjöf og fræðslu um kynlíf
7. „Er þörf á fleiri vinstri flokkum?“ Erindi ISG. – Bréf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur til fréttastofu RÚV vegna viðtals við Svan Kristjánsson 30 apríl (vantar ár). – Minnisblað úr Alþýðubandalaginu og tillaga að kynjakvóta á framboðslistum þess, 1985. Óundirritað. – Bréf ISG til borgarráðs vegna fæðingarorlofs hennar, dags. 27 des. 1982
8. Ráðstefna í Ölfusborgum 25 og 26 september 1982: Dagskrá og ályktanir vinnuhópa, handskrifuð ræða ISG um hvort kvennaframboðið eigi að bjóða fram til þings
9. Ýmislegt úr stefnuskrárvinnu Kvennaframboðs
10. Lög fyrir samtök um kvennaframboð (Lög Samtaka um kvennaframboð). – Stefnuskrá kvennaframboðs (drög), lögð fyrir félagsfund 6 mars 1982. – Stefnuskrá lögð fyrir félagsfund 13 mars 1982.
11. Ráðstefna kvennaframboðsins um borgarmál, 4 sept. 1982
12. 4 bréf frá i til félaga, 1981-1982
13. Kosningabaráttan, 1982. Plan
14. „Frambjóðendur í kvennaframboði. Útilega 2-3 apríl 1982
15. Gögn frá ráðstefnu um kvennaframboð 9 janúar 1982
16. Undirbúningshópur kvennaframboðs – nafnalisti.
17. „Punktar. Líklegar spurningar“ (ódagsett). – Verðhugmyndir vegna kvennaframboðsblaðs, dags. 20 júlí 1981
18. Úr bréfi Kristínar Ástgeirsdóttur 19-20 maí 1981 þar sem kvennaframboð er boðað

Askja 2:
Lesefni og glósur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í kúrsinum „Teoretiske og metodiske problemer i kvindehistorie“ á vormisseri 1981 (ekki verður séð af plöggum við hvaða skóla). Efst liggja 2 bækur: „... ég sé í spilunum“ áritað aftast Til Sollu, Svala Sigurleifsdóttir; „Litli dýravinurinn“, skrifað á saurblað m.a. Ingibjörg.

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Notendur eru bundnir ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972.

Tungumál efnis

  • danska
  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði 17. ágúst 2015.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 611. Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 80 í febrúar 2017.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir