Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Halldór Magnússon

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Halldór Magnússon

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

F. 19.12.1922 - d. 22.08.2011

History

Hann gekk í Austurbæjarskóla og að honum loknum lauk Halldór prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1942. Halldór réðst til h.f. Shell á Íslandi í febrúar 1943, sem varð síðan að Olíufélaginu Skeljungi. Hann veitti forstöðu framkvæmdadeild fyrirtækisins frá árinu 1957 og starfaði þar óslitið til ársins 1993 eða í fimmtíu ár. Halldór var heiðraður af EPACT, alþjóðlegri umhverfisverndarhreyfingu um olíumál. Frá bernsku hafði Halldór mikinn áhuga á flugi og tók einkaflugmannspróf 4. september 1946 og var hann með skírteini númer 38. Í félagi við bekkjarbróður sinn úr Verzlunarskóla Íslands, Jón N. Pálsson, síðar flugvirkja, keypti hann Piper Cub vélina TF KAK sem er elsta nýskráða einkaflugvél á Íslandi. Þessir ungu frumkvöðlar fluttu vélina inn nýja til landsins ásamt þeim Einari Pálssyni, Bjarna Jenssyni, Ragnari Kvaran, Óskari Guðmundssyni og Þorleifi Þorleifssyni í Amatör. Var vélin seinna notuð til kennslu hjá flugskólanum Þyti enda hefur fjöldi íslenskra atvinnuflugmanna hafið ferilinn á þeirri vél. Halldór var ásamt nokkrum félögum sínum gerður að heiðursfélaga í Vélflugfélagi Íslands og sæmdur silfurmerki alþjóðasamtaka einkaflugmanna AOPA árið 1989. TF KAK hefur nýlega verið endurbyggð og það gladdi Halldór mjög að sjá henni flogið á ný í desember síðastliðnum. Halldór var mikill fjölskyldumaður og dvaldi löngum stundum við sumarbústað sinn í Þingvallasveit sem hann og öll fjölskyldan hafði mikið yndi af. Hélt hann alla tíð góðum tengslum við sveitunga sína, því þar voru hans rætur.
Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1390615/

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Forstöðumaður framkvæmdadeildar Olíufélagsins Skeljungs.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Control area

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráð 17.07.2013

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

JKÁ skráði