Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Gunnar Thoroddsen

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Gunnar Thoroddsen

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 29.12.1910 - d. 25.09.1983

Saga

Stúdentspróf MR 1929. Lögfræðipróf HÍ 1934. Framhaldsnám, aðallega í stjórnlagafræði og refsirétti, í Danmörku, Þýskalandi og Englandi apríl 1935 til júlí 1936. Doktorspróf í lögum Háskóla Íslands 1968.
Stundaði lögfræðistörf í Reykjavík ásamt öðrum störfum 1936—1940. Framkvæmdastjóri Landsmálafélagsins Varðar í Reykjavík 1936—1937. Erindreki Sjálfstæðisflokksins 1937—1939. Prófessor við Háskóla Íslands 1940—1950, en fékk lausn frá kennsluskyldu fyrst um sinn 10. febr. 1947. Kjörinn 1947 borgarstjóri í Reykjavík, fékk 19. nóv. 1959 leyfi frá þeim störfum og lausn 6. okt. 1960. Skip. 20. nóv. 1959 fjármálaráðherra, lausn 8. maí 1965. Sendiherra Íslands í Danmörku 1965—1969. Hæstaréttardómari 1. jan. til 16. sept. 1970. Skip. 1971 prófessor við Háskóla Íslands. Skip. 28. ágúst 1974 iðnaðar- og félagsmálaráðherra, lausn 27. júní 1978, en gegndi störfum til 1. sept. 1978. Skip. 8. febr. 1980 forsætisráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.
Formaður Orators 1930—1932. Formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1935—1939. Kosinn 1937 í rannsóknarnefnd verkefna fyrir unga menn. Stýrði stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins frá stofnun 1938—1940. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1940—1942. Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1938—1962, í bæjarráði 1946—1960, formaður bæjarráðs 1947—1959 og forseti bæjarstjórnar 1959—1960. Í skilnaðarnefnd 1944. Átti sæti í mþn. um læknishéraðaskipun o. fl. 1944—1945. Kosinn 1945 í stjórnarskrárnefnd og jafnframt skipaður framkvæmdastjóri hennar. Skip. 1947 í nýja stjórnarskrárnefnd. Kosinn enn 1972 í stjórnarskrárnefnd, var formaður hennar frá 1978 til æviloka, lagði á síðasta þingi fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir íslenska lýðveldið. Í landsbankanefnd 1945—1957, formaður 1948—1957, og í bankaráði Landsbanka Íslands 1961—1965. Formaður Íslandsdeildar Þingmannasambands Norðurlanda 1945—1957, forseti sambandsins 1947 og 1957. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1948—1965 og 1971—1981. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1961—1965 og 1974—1981. Formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins frá inngöngu Íslands 1951—1965. Formaður Norræna félagsins á Íslandi 1954—1965 og 1970—1975. Skip. 1972 í endurskoðunarnefnd laga um réttarstöðu og kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Landsk. alþm. (Mýr.) 1934—1937 og (Snæf.) 1942. Alþm. Snæf. 1942—1949, alþm. Reykv. 1949—1965 og 1971—1983 (Sjálfstfl.).
Fjármálaráðherra 1959—1965, iðnaðar- og félagsmálaráðherra 1974—1978, forsætisráðherra 1980—1983.
2. varaforseti Sþ. 1946—1947, 1. varaforseti Sþ. 1971—1973 og 1979—1980.
Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1973—1979.

Fjölmæli nefndist doktorsritgerð hans 1967. Ritaði margar greinar um lögfræði og þjóðmál. — Bókin Gunnar Thoroddsen, Ólafur Ragnarsson ræðir við hann, kom út 1981.
Heimild: http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=212

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lögræðingur, borgarstjóri í Reykjavík, fjármálaráðherra, sendiherra, hæstaréttardómari, félags- og iðnaðarráðherra og forsætisráðherra.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 18.10.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði