Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Gunnar G. Schram

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Gunnar G. Schram

Parallel form(s) of name

  • Gunnar Gunnarsson Schram

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

F. 20.02.1931 - d. 29.08.2004

History

Stúdentspróf MA 1950. Lögfræðipróf HÍ 1956. Framhaldsnám í þjóðarétti við Max Planck-stofnunina í Heidelberg í Þýskalandi og háskólann þar 1957—1958 og við háskólann í Cambridge í Englandi, Sidney Sussex College 1958—1960, doktorspróf þar í þjóðarétti 1961.
Blaðamaður við Morgunblaðið á háskólaárunum og 1956—1957. Ritstjóri Vísis 1961—1966. Fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1966, deildarstjóri 1967 og jafnframt ráðunautur utanríkisráðuneytisins í þjóðarétti. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1970—1971. Skipaður deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu 1971 og jafnframt sendiráðunautur og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í New York til 1974. Einnig ræðismaður Íslands í New York 1971—1972. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands síðan 1974. Ráðunautur stjórnarskrárnefndar 1975—1983 og fulltrúi í stjórnarskrárnefnd frá 1983.
Varaformaður og ritari Sambands ungra sjálfstæðismanna 1953—1957. Formaður Blaðamannafélags Íslands 1962—1963. Í Ad hoc-nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega nýtingu hafsbotnsins 1968. Fulltrúi í hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna 1969—1973. Í sendinefnd Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968—1973. Formaður Félags Sameinuðu þjóðanna 1969— 1971. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973— 1982. Formaður Lögfræðingafélags Íslands 1979—1981. Formaður Félags háskólakennara 1979—1981. Formaður Bandalags háskólamanna 1982—1986. Í stjórn Aðstoðar Íslands við þróunarlöndin, síðar Þróunarsamvinnustofnunar 1977—1987. Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 1978—1980 og 1992—1994, formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands frá 1990 og formaður Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 1995. Í samninganefnd um stóriðju 1983—1988. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1985—1987. Í hafsbotnsnefnd iðnaðarráðuneytisins frá 1984. Formaður nefndar menntamálaráðuneytis til undirbúnings fjarkennslu 1986—1987 og undirbúningsnefndar alheimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál og þróun 1992. Ráðunautur umhverfisráðuneytisins í alþjóðlegum umhverfismálum 1990—1993. Ráðunautur utanríkisráðuneytisins í hafréttarmálum og alþjóðlegum umhverfismálum 1993—1995. Í sendinefnd Íslands á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1993—1995.

Alþm. Reykn. 1983—1987 (Sjálfstfl.).

Hefur samið fræðirit um þjóðarétt, stjórnskipunarrétt, umhverfisrétt, hafréttarmál o. fl.
Ritstjóri: Vísir (1961—1966).
Heimild: http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=210

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Lagaprófessor, og alþingismaður

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Control area

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráð 11.10.2013

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

JKÁ skráði