Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Guðrún Ólafía Jónsdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Guðrún Ólafía Jónsdóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 20.03.1935

Saga

Menntun: Stúdentspróf frá MR 1955. Nám í jarðfræði við Kaupmannahafnarháskóla 1955-1956. Lokapróf í húsagerðarlist frá Det kongelige akademi í Kaupmannahöfn 1963.

Starfsferill: Vann á teiknistofu prófessors Poul Kjærgård 1962 og prófessors Viggo Møller Jensen og Tyge Arnfred 1963-1966. Kennari við inntökupróf og stundakennari við Arkitektaskólann í Kaupmannahöfn 1964-1966. Rak ásamt fleirum teiknistofuna Höfða 1967-1979. Forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar 1979-1980. Forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur 1980-1984. Hefur rekið eigin teiknistofu, Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur, frá 1984. Hefur hannað verk af ýmsu tagi á sviði skipulags og bygginga, bæði umfangsmiklar svæðisskipulagsáætlanir, aðal- og deiliskipulagsáætlanir, nýbyggingar, endurbyggingar og innréttingar.

Önnur störf: Formaður Torfusamtakanna 1972-1979. Í norrænni ráðgjafarnefnd um menningarmál á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar 1972-1984. Í stjórn Arkitektafélags Íslands 1969-1973, formaður 1970-1972. Í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1974-1976. Í nefnd á vegum Rannsóknarráðs ríkisins um stöðu og þróun byggingariðnaðar 1979-1981. Í framkvæmdanefnd á vegum forsætisráðherra um könnun á framtíðarhorfum á Íslandi næsta aldarfjórðung 1984-1986. Í Skipulagsstjórn ríkisins 1985-1990. Varaborgarfulltrúi, síðar borgarfulltrúi, Nýs vettvangs í Reykjavík 1990-1994. Varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlista frá 1994. Í skipulagsnefnd Reykjavíkur 1990-1998. Formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur frá 1994. Formaður byggingarnefndar Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi og byggingarnefndar Grófarhúss. Yfirmaður 13. umdæmis hinnar alþjóðlegu Zontareglu (Danmörk, Ísland, Noregur) 1990-1992. Formaður stjórnar Búmanna hsf. frá 1998.

Ritstörf: Meðhöfundur ýmissa greinargerða um skipulagsmál frá Borgarskipulagi Reykjavíkur 1980-1984 og ritsins Gróandi þjóðlíf 1986. Meðhöfundur að riti um hverfaskipulag Vesturbæjar, Austurbæjar og Norðurmýrar 1987. Greinar í blöðum og tímaritum.

Viðurkenningar: Hlaut verðlaun fyrir námsárangur 1959, 1960 og 1961. Verðlaun, ásamt öðrum, í samkeppni um skipulag nýs borgarhluta í Álaborg 1965. Viðurkenning fyrir tillögu í samkeppni um kirkju í Laugarási 1966. Hlaut á árunum 1970-1979 þriðju verðlaun, ásamt öðrum, fyrir tillögu að viðbyggingu við Flensborgarskóla, önnur verðlaun fyrir skipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum, verðlaun fyrir íbúðabyggð á Eiðsgranda og viðurkenningu, ásamt öðrum, fyrir tillögu að endurlífgun Bernhöftstorfunnar. Hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Sigurðar Guðmundssonar fyrir tillögu sem nefndist Þáttur Þingholta í þróun vaxandi borgar. Fyrstu verðlaun, ásamt öðrum, í samkeppni um miðbæ í Mosfellsbæ 1984 og í samkeppni um Arnarhól 1985. Verðlaun í samkeppninni „Ísland árið 2018“ 1997 og viðurkenning, ásamt öðrum, í boðskeppni um deiliskipulag Naustahverfis á Akureyri 1997.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Arkitekt

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 23.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði