Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Guðrún Ágústsdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Guðrún Ágústsdóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 01.01.1947

Saga

Menntun: Gagnfræðapróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1964, enskunám í London 1965-1966 og við Edinborgarháskóla 1976. Nám við MH 1979-1982.

Starfsferill: Starfsmaður Landsbanka Íslands 1965-1966. Flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands 1966 og 1967. Skrifstofumaður hjá Sjóvátryggingafélagi Íslands 1968-1970. Fulltrúi hjá Hjúkrunarskóla Íslands 1971-1975 og 1978-1987. Framkvæmdastjóri 1986-1988 við undirbúning Norræns kvennaþings í Ósló og í framkvæmdastjórn þingsins á vegum Norrænuráðherranefndarinnar. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra 1988-1991. Starfsmaður Þjóðviljans 1991. Framkvæmdastjóri 1991-1992 við undirbúning Vestnorræns kvennaþings á Egilsstöðum. Fræðslu- og kynningarfulltrúi Kvennaathvarfsins 1991-1994. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1982-1990 og Reykjavíkurlistans 1994-2002, leyfi frá störfum frá 1999. Varaborgarfulltrúi Alþýðubandalagsins 1974-1982 og 1990-1994. Í borgarráði 1994-1998.

Önnur störf: Í framkvæmdastjórn og/eða miðstjórn Alþýðubandalagsins 1974-1999 og oft í stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Gegndi fjölda trúnaðarstarfa á vegum Reykjavíkurborgar. Í stjórn Menningarmiðstöðvar norrænu höfuðborganna í Hässelby, sem aðal- eða varamaður 1978-1999. Formaður Hverfisnefndar Grafarvogs, formaður nefndar um reynslusveitarfélög 1994-1999, formaður nefndar 1994-1997 sem kom á menningarborgarárinu árið 2000 og í stjórn menningarborgarársins 1997-2001. Formaður húsfriðunarnefndar, formaður Þróunarfélags Reykjavíkur 1995-1998, formaður nefndar um þróunaráætlun miðborgarinnar 1996-1999. Formaður dómnefndar um skipulag Grafarholts 1996-1997. Sat í Samstarfsráði Kjalarness eftir sameiningu Kjalarness og Reykjavíkur. Í stjórn Heilsuverndarstöðvar 1994-1998, menningarmálanefnd 1994-1999 og varastjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1998-2002. Í samninganefnd skrifstofufólks hjá SFR 1973-1975 og í framkvæmdanefnd um launamál kvenna 1983-1988. Í áfengisnefnd ríkisstjórnarinnar 1983-1985. Formaður undirbúningsnefndar listahátíðar barna 1990-1991, nefndar til að semja frumvarp um fjölmiðlasjóð 1990 og nefndar um íslenska menningar- og kynningarmiðstöð 1991. Í stjórn Norrænu menningarmiðstöðvarinnar í Nuuk 1990-1994 og í stjórn Norræna hússins í Reykjavík 1991-1995. Í stjórn útgáfufélagsins Bjarka 1990-1992. Tók þátt í undirbúningi að stofnun samtakanna Norrænar konur gegn ofbeldi 1993. Sat í nefnd stjórnvalda er kannaði sérstaklega umfang heimilisofbeldis 1997-1998. Sat í nefnd umhverfisráðherra um endurskoðun framkvæmdaáætlunar um sjálfbæra þróun á Íslandi 1997-1998.

Ritstörf: Ritstjóri Tilveru, blaðs Kvennaathvarfsins, 1991-1994. Í ritstjórn kynningarrits á ensku um íslenska menningu, 1990-1991. Auk þess greinar í blöðum og tímaritum.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Fyrrv. forseti borgarstjórnar

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 11.06.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði