Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Finnur Jónsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Finnur Jónsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 29.05.1858 - d. 30.03.1934

Saga

Finnur Jónsson prófessor var einn afkastamesti og virtasti fræðimaður á sviði norrænna fræða í upphafi 20. aldar, ekki síst sem útgefandi norrænna miðaldatexta en einnig ritaði hann merk yfirlitsrit um norrænar bókmenntir fyrri alda.

Finnur Jónsson (1858-1934).
Finnur Jónsson var fæddur á Akureyri 29. maí 1858. Foreldrar hans voru Jón Jónsson fræðimaður (Borgfirðingur) og Anna Guðrún Eiríksdóttir. Meðal systkina hans voru Klemens landritari og síðar ráðherra og Guðrún Borgfjörð rithöfundur. Alla tíð leit Finnur upp til móður sinnar sem hann lýsir sem holdgervingi heilbrigðrar skynsemi í sjálfsævisögu sinni en þann eiginleika hafi hann sjálfur erft af henni.

Finnur varð stúdent frá Reykjavíkurskóla árið 1878 og hélt þá til náms í Kaupmannahöfn. Þar bjó hann það sem eftir var æfinnar og andaðist þar 30. mars 1934. Á stúdentsárunum var hann driffjöðurin í félaginu Velvakanda og bræðrum hans ásamt ýmsum öðrum hafnarstúdentum sem síðar urðu áberandi í íslenskum stjórnmálum, svo sem Valtý Guðmundssyni, Skúla Thoroddsen og Páli Briem. Finnur lauk cand.philol.-prófi í málfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1883 en varð Dr. phil. í nóvember 1884. Fjallaði ritgerð hans um norræn dróttkvæði.

Finnur varð dósent í norrænni málfræði við Kaupmannahafnarháskóla árið 1887 en prófessor árið 1898 til starfsloka árið 1928. Hann gekk að eiga danska konu, Emmu Heraczek. Hann var formaður fornritadeildar fornfræðafélagsins um hríð, í stjórn Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur og um tíma formaður Árnasafns. Finnur var skáldmæltur og skipti sér nokkuð af stjórnmálum, einkum stjórnarskrármálinu. Aldrei náði hann þó kjöri á þing.

Framlag Finns til rannsókna á norrænum miðaldabókmenntum var ekki síst fólgið í fjölmörgum útgáfum hans á frumtextum í ýmsum ritröðum, svo sem hins konunglega fornfræðafélags, Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur og í þýsku ritröðinni Altnordische Saga-bibliothek. Þá tók hann þátt í feykivinsælli og alþýðlegri útgáfu Sigurðar Kristjánssonar og bjó þar til prentunar eddukvæði. Af fornritaútgáfu Finns má nefna sérstaklega Egils sögu (1886-88), eddukvæði (1888-1890), Hauksbók (1892-96), Heimskinglu (1893-1901), Landnámabók (1900), Fagurskinnu (1902-3), Brennu-Njáls sögu (1908), Konungs skuggsjá (1920-21), Færeyinga sögu (1927), Morkinskinnu (1928-32), Snorra-Eddu (1931) og Ólafs sögu Tryggvasonar (1932) en nafntogaðastur mun Finnur þó hafa orðið fyrir Den norsk-islandske skjaldedigtning (1912-15), fjögurra binda heildarútgáfu norrænna dróttkvæða sem var meira notuð af fræðimönnum en flestar aðrar dróttkvæðaútgáfur allt fram á þessa öld þegar ný dróttkvæðaútgáfa tók að líta dagsins ljós.

Fyrir utan þessar útgáfur ritaði Finnur allmargar fræðiritgerðir um norrænar bókmenntir og munar þar mest um bókmenntasögu hans í þremur bindum, Den oldnorske og oldislandske Litteraturs Historie (1894-1902, önnur útgáfa 1920-24). Einnig bar hann ábyrgð á endurskoðaðri útgáfu á skáldskaparmálsorðabók Sveinbjarnar Egilssonar, Lexicon Poetium (1913-16) og er sú orðabók ennþá helsta uppflettirit á sínu sviði. Þá má nefna mikilvægt uppflettirit hans um viðurnefni í norrænum textum, „Tilnavne i den islandske oldlitteratur“, sem birtist í Aarbøger for nordisk oldkyndighed og historie (1907). Á hans dögum þótti þekking hans á norrænum miðaldabókmenntum einstaklega víðfeðm og fræðileg afköst hans voru slík að enginn fræðimaður fyrr eða síðar mun hafa sýnt aðra eins elju.

Fræðistörf Finns einkenndust af trú hans á skynsemi, aðdáun hans á raunsæi og þeim almenna þjóðernissinnaða anda sem þá sveif yfir vötnum. Finnur var gagnrýndur á sínum tíma fyrir að vera ekki nógu þjóðrækinn, meðal annars vegna þess að hann áleit eddukvæðin að mestu leyti norsk. Núna þykir hins vegar flestum fræðimönnum hann gott dæmi um þjóðernissinnaðan fræðimann frá þeim tíma er þjóðerni mótaði allt viðhorf manna til bókmennta og lista. Áberandi er hversu lítinn áhuga Finnur hafði á latínumenntun og hugsanlegum áhrifum suðrænna bókmennta á þær norrænu heldur taldi hann þvert á móti að hinar norrænu bókmenntir geymdu fyrst og fremst hinn norræna anda og honum þótti lítilsvert að kanna tengsl norrænna og evrópskra bókmennta. Þjóðrækni hans kom meðal annars fram í því að hann áleit trúarbókmenntir og ævintýri mun ómerkilegri en raunsæjar sögur og sagnfræðilegan veruleika æðri öllum skáldskap. Finnur þótti glöggur handritalesari en fæstar útgáfur hans voru grundvallaðar á jafn rækilegri könnun handrita og síðar tíðkaðist, meðal annars hjá Árnastofnun í Kaupmannahöfn og í Reykjavík.

Finnur áleit sig góðan fulltrúa hinnar heilbrigðu skynsemi og í sjálfsævisögu sinni stærði hann sig á skorti á ímyndunarafli og áhugaleysi á heimspeki. Hann var gagnrýninn á kenningar og háði marga hildi við tilgátur annarra fræðimanna sem hann áleit grundvallaðar á hugarflugi og ímyndun.
Heimild: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=62742

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Málfræðingur, bókmenntafræðingur, og prófessor í norrænni textafræði við Kaupmannahafnarháskóla

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 07.11.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði