Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Fonds KSS 0069 - Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn 2 (1997-2009).

Reference code

IcReLIH KSS 0069

Title

Delta Kappa Gamma. Einkaskjalasafn 2 (1997-2009).

Date(s)

  • 1997-2009 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

SJö skjalaöskjur, venulegar.

Name of creator

Delta Kappa Gamma. Félag (1975)

Administrative history

The Delta Kappa Gamma Society International eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum sem voru stofnuð af 12 konum í Austin í Texas 1929. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Austin og þar er heimasíðu Delta Kappa Gamma Society International ritstýrt. Alþjóðasamtökin hafa nú landsdeildir í mörgum þjóðlöndum auk Bandaríkjanna.

Íslenska landsdeildin var stofnuð 7. nóvember árið 1975 með Alfa - deild í Reykjavík en landssambandið var stofnað 28. mars 1977. Íslenska landssambandið tilheyrir Evrópusvæði sem stofnað var 1998. Á Íslandi eru starfandi tólf deildir með u.þ.b. 317 félagskonum. Fimm eru á höfuðborgarsvæðinu og ein í hverjum landshluta nema á Norðurlandi þar sem þær eru tvær. Deildirnar starfa sjálfstætt og halda a.m.k. fjóra fundi á ári. Deildirnar mynda landssamband og er haldið landssambandsþing annað hvert ár á oddatölu og skiptast deildir á að halda þingið ásamt landssambandsstjórn. Nýjar deildir eru stofnaðar við hátíðlega athöfn og einnig eru nýir félagar teknir inn í starfandi deildir með viðhöfn. Konum er boðin þátttaka í Delta Kappa Gamma samtökunum. Þær sem ganga í samtökin hljóta full réttindi sem félagar í deild, landssambandi og alþjóðasamtökunum.

Hver deild starfar sjálfstætt og velur sér verkefni eftir áhuga og þörfum félaga í deildinni. Öll tengjast störfin markmiðum alþjóðasamtakanna. Landssambandið getur lagt fram tillögur að verkefnum og deildir geta ákveðið að vinna að sameiginlegu verkefni. Hægt er að sækja verkefni eða hugmyndir til alþjóðasamtakanna þar sem sérstakur starfsmaður vinnur við að aðstoða deildir og landssambönd.
Af viðfangsefnum sem deildir hafa unnið að má m.a. nefna:

Útgáfu bókar, bæklinga og veggspjalda.
Blaðaskrif um menntamál og menningarmál.
Fræðsluerindi um það sem er efst á baugi í fræðslu- og menningarmálum og/eða tengt verkefnum deilda.
Skoðun og umfjöllun um frumvörp til laga og áhersla lögð á að hafa áhrif á löggjöf.
Skoðun og umfjöllun um nýjar námskrá hverju sinni og önnur skólamál.
Unnið að gagnkvæmum kynnum milli skólastiga og fræðslustofnana.
Heimsóknir á ýmsar stofnanir og á menningarviðburði.
Bókmenntaumræða.
Land- og náttúruskoðun.

Name of creator

Sigrún Klara Hannesdóttir (f. 1943) (1943)

Biographical history

Name of creator

Sigríður Þ. Valgeirsdóttir (f.1919) (1919-2011)

Biographical history

Fæddist 1919, d. 3. september, 2011.
Próf frá Kvennaskólanum og Íþróttakennaraskólanum. Lauk doktorsprófi frá New York í Buffalo 1974.
Sigríður var kennari við Íþróttakennaraskóla Íslands, Kennaraskólann og síðar Kennaraháskólann, þar af sem prófessor frá 1973.
Hún var meðlimur í mörgum félögum, þ.á.m. Þjóðdansafélaginu og lagði stund á rannsóknir á íslenskum dönsum.
Sigríður fékk Gullmerki Íþróttasambands Íslands og var heiðursfélagi í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu hlaut hún1990 og varð Heiðursfélagi Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur 2006.

Immediate source of acquisition or transfer

Frá skrifstofu félagsins: 14. mars 2012.
Þann 9. ágúst 2012 bárust um hendur Sigríðar Klöru Hannesdóttur gögn úr fórum Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur (1919-2011).

Scope and content

Safnið inniheldur ýmis gögn félagsins, s.s. skýrslur, bréf og bæklinga.

Appraisal, destruction and scheduling

Plastmöppur og bréfaklemmur fjarlægðar.

Accruals

Viðbóta er von.

System of arrangement

Safninu er þannig skipt:
A – Fréttabréf, bæklingar
B – Erlend samskipti
C – Þing
D – Innlend samskipti
E – Úr fórum Sigríðar Þ. Valgeirsdóttur

A
Vegna Evrópuþings í Reykjavík
Fréttabréf 1997-2011
Félagatöl 1997, 1999, 2003, 2005, 2008 (prentuð)
Handbók fyrir formenn og stjórn og lög og reglugerðir, 2003
Kynning á starfi deilda (bæklingur)
B
Sigrún Klara Hannesdóttir – tilnefning
Félagatal (á ensku)
Sögulegar upplýsingar
Alþjóðaráðstefna í Chicago, 22-26 júlí 2008
Evrópuþing í Lundúnum, 1-4 ágúst 2007
Evrópuforsetinn
Önnur evrópsk samtök
European Forum
Alþjóðasamtökin
Evrópa
Bréf til alþjóðaskrifstofu
Bréf frá alþjóðaskrifstofu
C
Skýrslur nefnda
Endurskoðun handbókar
Styrkir til landssambandsstjórnar
Vorþing 2004
Vorþing 2006
Vorþing 2008
Afmælisþing 2007
Landssambandsþing 2007
Landssambandsþing 2009
D
Ýmsar skýrslur deilda
Landssambandsstjórnarfundir
Ýmis bréf
Framkvæmdaáætlun 2005-1007
Stjórnarfundir 2007-2009
Til formanna deilda
Framkvæmdaráðsfundir
E
Úr fórum Sigríðar Valgeirsdóttur (1919-2011)
Askja 1:
Íslenskt efni: m.a. einstaka vélritaðar fundagerðir stjórnar og framkvæmdaráðs á árunum 1989-1993, nafnalistar og bréf til félaga
Askja 2 og 3:
Erlent efni

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Notendur eru bundnir ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972.

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Alternative identifier(s)

Subject access points

Place access points

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation revision deletion

AS skráði í ágúst 2015.

Language(s)

Script(s)

Sources

Archivist's note

Var áður á safnmarki KSS 386. Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 69 í febrúar 2017.

Accession area

Related subjects

Related places