Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn Lbs 0053 NF - Barði Guðmundsson. Einkaskjalasafn

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH Lbs 0053 NF

Titill

Barði Guðmundsson. Einkaskjalasafn

Dagsetning(ar)

  • 1920 - 1957 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

14 öskjur.

Nafn skjalamyndara

Barði Guðmundsson (1900 - 1957)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddur 12. október 1900 á Þúfnavöllum í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu.
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923.
Háskólanám í sagnfræði í Ósló og síðar Kaupmannahöfn. Meistarapróf í sagnfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1929.
Kennari við Menntaskólann í Reykjavík, 1929-1935, stundakennari, 1935-1936.
Setur prófessor í sögu við Háskóla Íslands, 1930-1931.
Skipaður þjóðskjalavörður 1935 og gegndi því embætti til æviloka.
Landskjörinn alþingismaður (N.-Ísf., Seyðf.) 1942-1949 (Alþfl.). Forseti Nd, 1945-1949. Varaforseti Nd, 1944-1945.
Í menntamálaráði, 1931–1953, formaður þess 1931-1933.
Í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar, 1931-1938.
Í stjórn þjóðvinafélagsins, 1934-1957.
Formaður fræðimannanefndar, sem af Íslands hálfu vann að endurskoðun norrænna kennslubóka í sögu, frá upphafi 1935 til æviloka.
Í alþingissögunefnd, 1943-1956.

Um aðföng eða flutning á safn

Páll Bergþórsson 18. september 1984.
Andrea Þorleifsdóttir 25. september 1984.

Umfang og innihald

Skjalasafnið hefur að geyma gögn Barða Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar, frá námsárum hans í menntaskóla til æviloka. Barði var á sínum tíma þjóðkunnur maður, m.a. vegna rannsókna sinna á sviði íslenskrar miðaldasögu og fornbókmennta. Handritasafnið samanstendur af bæði birtum og óbirtum verkum höfundar, m.a. ritgerðum og útvarpserindum, sem fjalla um íslenska miðalda- og bókmenntasögu. Greinar um sagnfræði eftir Barða birtust í tímaritum, margar endurprentaðar og gefnar út að honum látnum, undir heitinu Höfundur Njálu (1958) og Uppruni Íslendinga (1959).

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu var eytt úr safninu.

Viðbætur

Ekki er von á viðbótum.

Skipulag röðunar

Safn Barða Guðmundssonar er í 14 öskjum og því er skipt upp í eftirfarandi flokka:
A. Handrit
AA. Höfundur Njálu
AAA. Útgefið efni
AAB. Óútgefið efni
AAC. Drög
AAD. Samtíningur
AB. Uppruni Íslendinga
ABA. Útgefið efni
ABB. Óútgefið efni
ABC. Drög
ABD. Samtíningur
AC. Íslands- og Norðurlandasaga
ACA. Útgefið efni
ACB. Óútgefið efni
ACC. Drög
ACD. Samtíningur
AD. Ræður, ritgerðir, erindi og greinar
B. Persónuleg gögn
C. Blandað efni / Ýmislegt
D. Prentað efni
E. Gögn annarra

Skilyrði er ráða aðgengi

Safnið er opið

Skilyrði er ráða endurgerð

Samkvæmt reglum safnsins

Tungumál efnis

  • danska
  • enska
  • íslenska
  • norska
  • þýska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Enginn leiðarvísir fylgdi safninu.

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Útgáfuupplýsingar

Greinar um sagnfræði eftir Barða Guðmundsson birtust í tímaritum, sérstaklega í Andvara, Helgafelli og Skírni, á árunum 1936-1955. Útvarpserindi um höfund Njálu, sem Barði flutti í ríkisútvarpinu árið 1939, birtust í Alþýðublaðinu sama ár. Ritgerðir Barða voru flestar endurprentaðar og útgefnar í ritsöfnunum Höfundur Njálu (1958) og Uppruni Íslendinga (1959). Ritgerðarsöfnin hafa bæði komið út erlendis, sbr. Barði Guðmundsson: The Origin of the Icelanders/by Barthi Guthmundsson: Translated With an Introduction and Notes by Lee M. Hollander. Lincoln: University of Nebraska Press, 1967. - Barði Guðmundsson: Der Verfasser der Njála/von Bardi Gudmundsson. Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft, 1974. (Sérprent úr Die Islandersage).

Athugasemd

Lýsing og greining á safni Barða Guðmundssonar var unnin fyrir styrk frá Alþýðuhúsi Reykjavíkur ehf. og Styrktarsjóði Magnúsar Bjarnasonar.

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Stuðst við ISAD(G) staðalinn

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Febrúar 2012

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir