Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Fonds KSS 0046 - Augusta Svendsen. Einkaskjalasafn.

Reference code

IcReLIH KSS 0046

Title

Augusta Svendsen. Einkaskjalasafn.

Date(s)

  • 1874-2004 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Tvær skjalaöskjur, venjulegar.

Name of creator

Augusta Svendsen (f. 1835) (1835-1924)

Biographical history

Fædd 9. febr. 1835 í Keflavík, d. 1924 í Reykjavík.
Foreldrar voru Kristín Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar sr. Snorri Sæmundsson.
Nánar um Augustu, sjá Björgu Einarsdóttur: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna, I. bindi, bls. 22-39.

Name of creator

Ágústa Pétursdóttir Snæland (f. 1915) (1915-2008)

Biographical history

Fæddist í Reykjavík 9.2. 1915, d. 6.12. 2008.
Foreldrar voru Pétur Halldórsson, cand. phil., bóksali, síðar borgarstjóri og alþingismaður og kona hans Ólöf Björnsdóttir húsfreyja.
Systkini Ágústu voru Björn, bóksali og verslunarstjóri, Halldór listmálari, og Kristjana húsfreyja.
Ágústa ólst upp í Reykjavík, gekk í Landakotsskóla, síðan í Miðbæjarskóla og Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Hún iðkaði fimleika og sund og var tennisdrottning Íslands um skeið. Hún stundaði nám á Kunsthaandværkerskolen í Kaupmannahöfn árin 1933-1936. Að loknu prófi þaðan í auglýsingateiknun setti hún á stofn teiknistofu í Reykjavík og var fyrsti Íslendingurinn sem menntaður er í þeirri grein.

Ágústa giftist 10.7.1937 Hans Henrik Pay Larsen, bankastarfsmanni, f. 24.2. 1912, d. 1.5. 1943. Seinni maður Ágústu var Pétur Valdimar Snæland forstjóri, f. 10.1. 1918, d. 27.6. 2002. Þau giftust 12.6. 1943. Pétur og Ágústa eignuðust þrjá syni saman, en frá fyrra hjónabandi átti Ágústa ungan son sem Pétur ættleiddi og gekk í föður stað.

Jafnhliða húsmóðurstörfum vann Ágústa að listsköpun. Vinnustofa hennar var um skeið í Aðalstræti 12 þar sem langamma hennar og nafna, Augusta Svendsen, hafði rekið verslun. Hún hannaði m.a. merki fyrir stofnanir og fyrirtæki: Stálhúsgögn, Barnaspítala Hringsins, Prestafélag Íslands, Landsvirkjun og Listahátíð eru dæmi um það. Ágústa skapaði eftirsótta minjagripi, kríur, svani, fiðrildi í óróum og fleiri form úr þorskhausbeinum. Hún þrykkti á tau bæði mannlífsmyndir sem hún skar í dúk og við og fékk innblástur og mynstur úr náttúrunni. Ágústa orti ljóð sem birtust m.a. í tímariti Máls og menningar.

Name of creator

Sophie Djörup

Biographical history

Immediate source of acquisition or transfer

Ágústa Pétursdóttir Snæland kom bréfum og öðru efni til Kvennasögusafns Íslands 25. sept. 2001.

Scope and content

Tvær skjalaöskjur, venjulegar að stærð. Í annarri öskjunni eru bréf sem Augusta Svendsen og Louise dóttir hennar skrifuðu Sophie, dóttur Augustu, í Kaupmannahöfn á árunum 1874-1900. Einnig eru nokkur bréf til eiginmanns Sophie frá Augustu og nokkur til hans frá ættmennum Augustu. Í hinni öskjunni eru nokkrar ljósmyndir og minningar um Augustu Svendsen og Djörup fólkið.

Appraisal, destruction and scheduling

Engu var eytt.

Accruals

Viðbóta er eigi von.

System of arrangement

A Bréf Augustu
B Bréf Louis Svendsen til Sophie
C Bréf frá nokkrum ættingjum til Djörup
D Ýmislegt efni

Askja 1
A Bréf Augustu [84 bréf á dönsku, skrifuð í Reykjavík 1874-1921]
B Bréf Louis Svendsen til Sophie [59 bréf á dönsku, 2 skrifuð erlendis og 57 skrifuð í Reykjavík 1878-1900]
C Bréf frá nokkrum ættingjum til Djörup [4 bréf]

Askja 2
D Ýmislegt efni
1. Ættartafla Sophie Djörup
2. Ljósmyndir, m.a. af Augustu Svendsen; geisladiskur með 2 myndanna á
3. Minningar Þórdísar Hofdahl f. Claessen um Aðalstræti 12
4. Ljóð e. Einar H. Kvaran á áttræðisafmæli hennar
5. Bréf Ágústu Pétursdóttur til borgarstjóra 11.2. 2004 um Aðalstræti 12

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Danish
  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Subject access points

Place access points

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði rafrænt í ágúst 2015.

Language(s)

  • Danish
  • Icelandic

Script(s)

Sources

Archivist's note

Var áður á safnmarki KSS 183. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 46 í febrúar 2017.

Archivist's note

Rakel Adolphsdóttir endurskráði í ágúst 2018.

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related places