Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Vilborg Dagbjartsdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Vilborg Dagbjartsdóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 18.07.1930

Saga

Menntun: Þriggja vetra nám í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað. Leiklistarnám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1951-1952. Í námshring Gunnars R. Hansen í leiklist 1952-1953. Kennarapróf frá KÍ 1952. Nám í bókasafnsfræðum við HÍ 1982.

Starfsferill: Kennari við Landakotsskóla 1952-1953 og við Austurbæjarskóla 1955-2000.

Ritstörf: Ljóðabækur: Laufið á trjánum, 1960. Dvergliljur, 1988. Kyndilmessa, 1971. Ljóð, 1981. Klukkan í turninum, 1992, Ótta, 1994. Barnabækur: Alli Nalli og tunglið, 1959. Sögur af Alla Nalla, 1965. Sagan af Labba pabbakút, 1971. Langsum og þversum, 1979. Tvær sögur um tunglið, 1981. Sögusteinn, 1983. Bogga á Hjalla, 1984. Sá um Óskastundina, barnablað Þjóðviljans 1956-1962, og síðar um Kompuna, barnasíðu Þjóðviljans. Hefur sagt börnum sögur í útvarpi og sjónvarpi og hefur sumt verið gefið út á snældum og myndspólum. Hefur þýtt fjölda barna- og unglingabóka.
Önnur störf: Hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar ein af stofnendum Herstöðvarandstæðinga. Ein af brautryðjendum nýju kvenfrelsishreyfingarinnar. Frumkvöðull að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti í fyrstu miðju hreyfingarinnar 1970. Í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós 1968-1970.

Viðurkenningar: Úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1971. Verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir besta þýðingu á erlendri barnabók 1975. Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir 1982. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu 1996. Íslandsdeild IBBY, viðurkenning fyrir framlag til íslenskrar barnamenningar 2000. Heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands frá 1998. Sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fræðslu- og ritstörf 2000.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Tvær bækur hafa komið út um ævi Vilborgar:
Mynd af konu: Vilborg Dagbjartsdóttir. Skrásetjari: Kristín Marja Baldursdóttir 2000.
Úr þagnarhyl. Skrásetjari: Þorleifur Hauksson 2012

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Kennari og rithöfundur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 23.07.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði
Rakel Adolphsdóttir bætti við 2. febrúar 2017.