Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn MMS 0031 - Viðtöl frá Minjasafninu á Hnjóti

Tilvísunarkóði

IS IcReLIH MMS 0031

Titill

Viðtöl frá Minjasafninu á Hnjóti

Dagsetning(ar)

  • 13.06.2008 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Ýmiskonar efni, virðist að mestu vera tekið upp úr útvarpi. Jónas Jónasson ræðir við fjölda viðmælendur. Gögnin eru varðveitt á sex kassettum (u.þ.b. 6 klst.) í safni Miðstöðvar munnlegrar sögu. Afhendingarsamningur er varðveittur.

Nafn skjalamyndara

Minjasafnið á Hnjóti (F. 22.06.1983)

Stjórnunarsaga

Minjasafn Egils Ólafssonar var stofnað 22. júní 1983. Þá gáfu hjónin Ragnheiður Magnúsdóttir og Egill Ólafsson á Hnjóti sýslunefnd Vestur-Barðastrandarsýslu þá muni sem þau höfðu safnað og voru það um 2000 munir. Safngripir í eigu Byggðasafns Vestur-Barðastrandarsýslu voru líka hluti af Minjasafninu en það var skilyrði að hálfu gefenda að safnið yrði kennt við Egil Ólafsson og því yrði fundinn staður á Hnjóti.
Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og bjó þar alla tíð. Hann hóf ungur að safna gömlum munum og varð það lífsstarf hans ásamt því að reka myndarbú á Hnjóti með konu sinni Ragnheiði Magnúsdóttur sem alla tíð stóð sem klettur við hlið hans í uppbyggingu safnsins á Hnjóti. Egill var safnstjóri til dauðadags 25. október 1999. Þá tók Jóhann Ásmundsson við safnstjórastarfinu og gegndi því til 31. desember 2004 er hann lést langt um aldur fram og var það mikill skaði fyrir safnið á Hnjóti. Jóhann markaði safninu þá stefnu að gera það að umhverfissafni og sem slíkt næði það til sem flestra staða í sýslunni, þó helstu sýningar og mest af starfseminni væri á Hnjóti. Aðrir safnstjórar hafa verið Ásdís Thoroddsen, Birna Kristín Lárusdóttir og Sigurbjörg Ásgeirsdóttir.
Núverandi eigendur safnsins eru Tálknafjarðahreppur og Vesturbyggð. Safneignin er að langmestu leyti munir sem tengjast sjósókn og landbúnaði frá því um og fyrir 1900 og fram undir 1950. Það eru munir hins daglega lífs á sunnanverðum Vestfjörðum áður en tækniöldin rann upp. Á síðari árum hefur einkum verið safnað þeim munum sem tengjast þessu svæði.
Sýningarsalir eru tveir í safninu, í þeim eldri er sýning sem Egill setti upp þegar safnið var opnað og hefur sú sýning að mestu verið óhreyfð síðan. Þar er leitast við að sýna sem flest af því sem þá var til og er því að hluta til eins og opin geymsla eða safn um safn sem sýndi allt sem til var. Í hinum salnum eru hlutir frá 20. öldinni, meðal annars munir sem tengjast björgunarafrekinu við Látrabjarg, sjúkrahúsmunir frá Patreksfirði, símstöð frá Patreksfirði, hlutir úr eigu Gísla á Uppsölum, munir tengdir trúarlífi á fyrri tíð, og myndir af bæjum á Rauðasandi um 1940, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafa verið settar upp í þessum sal sýningar tengdar einhverju þema á sumrin og þá staðið í eitt til tvö sumur.
Heimild: http://www.sarpur.is/UmSafn.aspx?SafnID=32

Nafn skjalamyndara

Jónas Jónasson (03.05.1931 - 22.11.2011)

Lífshlaup og æviatriði

Menntun: Gagnfræðapróf 1947. Nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1946-1948, hjá Wilhelm Lanzky-Otto (píanó), Karli O. Runólfssyni (tónfr.) og Páli Ísólfssyni (tónl. saga). Nám hjá Ragnari H. Ragnar (píanó) í Tónlistarskóla Ísafjarðar 1948-1949. Nám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1949-1951, hjá Árna Kristjánssyni (píanó) og Jóni Þórarinssyni (hljómfr.). Nám við Leiklistarskóla Ævars Kvaran frá upphafi skólans og í fimm ár, kennari þar í tvö ár. Námskeið í stjórnun þátta í sjónvarpi hjá Danska sjónvarpinu 1964. Kynnti sér kvikmyndagerð hjá London Films Studios í Shepperton fyrri hluta vetrar 1951 og flutning útvarpsleikrita hjá BBC á sama tímabili.

Starfsferill: Hóf störf á fréttastofu RÚV 17 ára, hefur síðan verið starfsmaður RÚV utan tvö ár, var þá verslunarstjóri Bókaverslunar POB á Akureyri, blaðamaður á Vikunni (lausamaður) og í blaðstjórn, jafnframt fréttaþulur hjá RÚV. Hefur starfað á öllum deildum RÚV, verið dagskrárþulur, starfsmaður leiklistardeildar, tónlistardeildar og dagskrárdeildar. Veitti forstöðu RÚV á Akureyri og var upphafsmaður fyrsta svæðisútvarpsins. Hefur leikstýrt mörgum útvarpsleikritum, einnig hjá ýmsum áhugaleikfélögum, t.d. á Akureyri, í Kópavogi, á Ólafsfirði, í Húsavík, á Patreksfirði og Akranesi.

Önnur störf: Varamaður í útvarpsráði um tíma.

Ritstörf: Fjölmargar barnasögur fyrir útvarp. Brú milli heima, um Einar á Einarsstöðum, 1972. Polli ég og allir hinir, unglingabók, 1973. Glerhúsið, leikrit, sýnt hjá LR 1978. Einbjörn Hansson, skáldsaga, 1981. Kvöldgestir, viðtöl, 1983. Og svo kom sólin upp, frásagnir um baráttu við alkóhólisma, 1985. Brúðan hans Borgþórs, ævintýrasaga, 1989. Sigfús Halldórsson, afmælisbók, 1990. Lífsháskinn, minningar, skráðar af Svanhildi Konráðsdóttur, 1991. Til eru fræ – Haukur Morthens, saga söngvara og sjentilmanns, 1993. Krappur lífsdans, ævisaga Péturs H. Ólafssonar, 1994. Saklaus í klóm réttvísinnar, saga Magnúsar Leopoldssonar, 1996. Þá flugu Ernir, lítil flugsaga að vestan – saga Harðar Guðmundssonar sjúkraflugmanns, 1997. Greinar í blöðum, fastir dálkar í Alþýðublaðinu í eitt ár. Leiklistargagnrýnandi í tvö ár fyrir Alþýðublaðið, viðtöl fyrir tímaritið Mannlíf. Revían Alvörukrónan með Gunnari M. Magnúss, 1960. Hefur skrifað mikið fyrir RÚV frá 1960-1992, t.d. leikrit og framhaldsleikrit (9 talsins). Höfundur fjölmargra laga í ýmsum útvarpsþáttum og leikritum. Mörg laga Jónasar hafa komið út á hljómplötum, meðal þeirra kunnustu eru Bátarnir á firðinum, Kvöldljóð, Hagavagninn og Vor í Vaglaskógi. Kynnir á ýmsum tónleikum og söngskemmtunum um árabil, m.a. hjá Hauki Morthens, Victor Borge og fleiri erlendum skemmtikröftum. Hefur gert mikinn fjölda útvarpsþátta af ólíkum toga, þekktastur fyrir viðtöl sín.

Viðurkenningar: Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1973, fyrir bókina Polli ég og allir hinir.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Gögnunum var safnað af Minjasafninu á Hnjóti, afhent Miðstöð munnlegrar sögu 13.06.2008.

Umfang og innihald

Ýmiskonar efni, virðist að mestu vera tekið upp úr útvarpi. Jónas Jónasson ræðir við fjölda viðmælenda.:

Egill Ólafsson
Ragnheiður Magnúsdóttir
Ólafur Magnússon
Magnús Gestsson
Þórarinn Helgi Þórarinsson Fjeldsted
Hafliði Halldórsson
Andrés Karlsson

Jónas Jónasson, Úr móðu liðins tíma
Messa í Sauðlaukskirkju 02.08.1974, Hannibal Valdimarsson predikar.

Jónas ræðir við Ólaf Einarsson tónlistakennara á Patreksfirði og þrjá nemendur hans sem jafnframt spila tvö lög. Þessir nemendur eru Anna Berglind, Þóra Sjöfn Kristinsdóttir og Lára.
Jónas hittir næst tvo lækna á spítalanum, þá Ara Jóhannesson og Tómas Zoega og spjallar við þá um aðstæður á spítalanum og sjúkraflug af landsbyggðinni og fleira því um líkt.
Ágúst Pétursson fæddur á Bolungarvík. Bakari er flutti frá Reykjavík til Patreksfjarðar árið 1951 og byrjaði að reka þar bakarí. Fjallar nokkuð um sögu Patreksfjarðar.

Grisjun, eyðing og áætlun

Óþekkt

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði er ráða aðgengi

Aðgengi er ótakmarkað. Notendur eru bundnir af ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972. Skv. reglum Miðstöðvar munnlegrar sögu um afritun.

Skilyrði er ráða endurgerð

Skv. reglum Miðstöðvar munnlegrar sögu um ljósritun og myndun.

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Við röðun á safninu er stuðst við ISAD(G).

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráð 25.06.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Eva Kamilla Einarsdóttir skráði lýsandi samantekt sumarið 2012. Rafræn skráning var gerð af JKÁ 12.06.2013

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir