Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Sveinn Einarsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Sveinn Einarsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 18.09.1934

Saga

Menntun: Stúdentspróf frá MR 1954. Fil. kand. í almennri bókmenntasögu, leiklistarsögu og heimspeki frá Stokkhólmsháskóla 1958. Fil. lic. í leikhúsfræði frá sama skóla 1964. Framhaldsnám í samanburðarbókmenntum og leiklist við Sorbonne-háskóla 1958-1959 og 1961. Nám í frönsku og sænsku við HÍ 1959-1960. Námsdvöl í Oxford 1971 og í Kaupmannahöfn 1972-1973.

Starfsferill: Fyrsti leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur 1963-1972. Þjóðleikhússtjóri 1972-1983. Menningarráðunautur hjá menntamálaráðuneyti 1983-1989, 1993-1995 og frá 1998. Dagskrárstjóri innlendrar dagskrár í Sjónvarpinu 1989-1993. Settur forstöðumaður Þjóðmenningarhúss í sex mánuði 2002.

Önnur störf: Blaðamaður á Alþýðublaðinu sumurin 1955-1957. Fulltrúi í dagskrárdeild RÚV 1959-1961 og sumarið 1962. Skólastjóri og kennari við Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1963-1969. Stundakennari í Þjóðleikhússkólanum einn vetur og kennari við Leiklistarskóla Íslands öðru hverju 1975-1984. Stundakennari við HÍ í leikbókmenntum öðru hverju 1970-1990. Formaður Leiklistarsambands Íslands 1972-1989, í stjórn Íslandsdeildar ITI 1963-1972. Í skólanefnd Leiklistarskóla Íslands um skeið, formaður 1983-1991. Formaður Leikskáldafélags Íslands 1985-1989. Í varastjórn Amnesty International um skeið. Í nefnd til að endurskoða lög um Þjóðleikhús 1990 og 1998 og lög um listdans 1987. Í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs 1987. Formaður Félags leiklistarfræðinga 1982-1988. Í framkvæmdastjórn Listahátíðar 1969-1974, 1978-1980, varaformaður 1996-1998, formaður 1998-2000 og í stjórn 2000-2002. Í undirbúningsnefnd af Íslands hálfu fyrir Björgvinjarhátíðina 1992, menningarviku á Grænlandi 1999 og íslenskrar menningarkynningar í Frakklandi 2004. Í stjórn Sænsk-íslenska félagsins 1963-1970, formaður 1984-1987. Átti þátt í stofnun Íslenska dansflokksins 1973, í stjórn þar fyrstu árin og formaður 1993-1997. Formaður menningarmálanefndar Norræna félagsins 1993-1999. Í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss 1988-1992. Stofnandi Verðlaunasjóðs Listdansskóla Íslands (áður Þjóðleikhússins, 1980) og Afmælissjóðs Leikfélags Reykjavíkur (1972). Einn af stofnendum Félags leikstjóra á Íslandi 1973. Formaður listanefndar Kristnihátíðar 1997-1999. Varaformaður Samtaka um leikminjasafn frá 2001. Í nefnd á vegum forsætisráðuneytisins til að spá í menningarþróun 21. aldar 1994-1995. Ýmis nefndarstörf á vegum menntamálaráðuneytisins, t.d. um menningarsáttmála Frakka og Íslendinga. Formaður íslensku UNESCO-nefndarinnar frá 1994. Í stjórn Norræna leiklistarsambandsins 1972-1989, varaformaður 1978-1982. Í Vasa-nefndinni sem skipulagði norræn leiklistarnámskeið 1967-1974. Í Gestaleikjanefndinni 1974-1977. Í norrænni nefnd um óperuflutning 1975-1981. Í stjórn Sambands norrænna leikhússtjóra 1965-1983 og stjórn Samtaka norrænna leikhúsfræðinga 1989-1992. Í ritstjórn sænska tímaritsins Ord och Bild 1957-1962. Í norrænni ráðgjafanefnd Odin-leikhússins 1966-1972 og í ritstjórn tímaritsins Nordic Theatre Studies frá 1988. Í úthlutunarnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1985-1990. Í nefnd til undirbúnings Sænsk-íslenska samstarfssjóðsins 1994-1995 og í stjórn sjóðsins síðan; formaður 1997-1998, 1999-2000, 2001-2002, varaformaður hin árin. Í aðalstjórn Alþjóðasambands leikhúsmanna 1977-1981, varaforseti 1979-1981. Í stjórnarnefnd Evrópuráðsins (CDCC) 1985-1999, í menningarmálanefnd ráðsins 1993-1995. Formaður skáldskaparnefndar Evrópuráðsins 1987-1990. Fulltrúi Evrópuráðsins í stjórn Evrópsku menningarstofnunarinnar í Delfi 1990-1996, en stjórnin stóð fyrir og skipulagði alþjóðlegar leiklistarhátíðir. Í sérfræðinganefnd Evrópuráðsins til að gera úttekt á menningarstefnu Rússlands 1995-1996. Kjörinn í aðalstjórn UNESCO 2001. Hefur flutt fyrirlestra um íslenska menningu og leikhús á málþingum og við háskóla, m.a. á Norðurlöndum, Bandaríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Grikklandi, Kanada, Þýskalandi og Kóreu. Leikstýrt nálega 80 leiksýningum á sviði og í sjónvarpi, m.a. leikjum eftir Aiskýlos, Sófókles, Shakespeare, Molière, Racine, Ibsen, Tjekhov, Strindberg, Mrozek, Buero Vallejo, Gombrowicz, Ghelderode, Tardieu, Schéhadé og íslenska höfunda: Matthías Jochumsson, Jóhann Sigurjónsson, Halldór Laxness, Jónas Árnason, Jökul Jakobsson, Odd Björnsson, Kjartan Ragnarsson og Árna Ibsen, svo og óperum eftir Mozart, Verdi, Puccini og frumflutningi á verkum eftir Atla Heimi Sveinsson og Ludvig Udbye. Stjórnandi leikflokksins Bandamanna frá 1992.
Ritstörf: Leikhúsið við Tjörnina, 1972. Níu ár í neðra, 1984. Gabríella í Portúgal, barnabók, 1985. Íslensk leiklist I, 1991. Íslensk leiklist II, 1996. Dordingull, barnabók, 1996. Rafmagnsmaðurinn, 1998. Ellefu í efra, 2000. Leikrit á sviði: Fjöreggið, LR 1984. Ég er gull og gersemi, LA 1985. Búkolla, Þjlh. 1991. Bandamanna saga, Amlóða saga og edda.ris, öll þrjú með Bandamönnum. The Daughter of the Poet, 1998, The Icelandic Take-AwayTheatre, ísl. Dóttir skáldsins, 2000. Höfundur tveggja sjónvarpsmynda: Viðkomustaður, 1970 (fyrsta íslenska sjónvarpsmyndin) og Tíminn vill ei tengja sig við mig, 1993. Fjöldi greina í innlendum og erlendum tímaritum um leiklist, bókmenntir og menningarmál. Leikgerðir af skáldsögum Halldórs Laxness: Kristnihald undir Jökli, 1970; Atómstöðin, 1972; Hús skáldsins, 1982. Höfundur um 400 útvarpsþátta og nokkurra útvarpsleikrita. Þýðandi um tuttugu leikrita, m.a. eftir Beckett, Kaj Munk, Strindberg og Molière.

Viðurkenningar: Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1986. Clara Lachmann-verðlaunin fyrir framlag til norrænnar menningar 1990. Heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 1991. Verðlaun úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins 1985. Heiðursfélagi Félags leikstjóra á Íslandi 1998. Fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Ríkisútvarpsins á lýðveldisafmæli 1994. Finnska hvíta liljan, norska viðurkenningarorðan.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Leikstjóri og rithöfundur.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 18.06.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði