Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Svava Jakobsdóttir

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Svava Jakobsdóttir

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1930-2004

Saga

Fædd í Neskaupstað 4. október 1930, dáin 21. febrúar 2004.
Stúdentspróf MR 1949. AB-próf í ensku og enskum bókmenntum við Smith College í Northampton, Massachusetts í Bandaríkjunum 1952. Rannsóknarnám í íslenskum fornbókmenntum við Somerville College, Oxford 1952–1953. Nám í sænskum nútímabókmenntum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1965–1966.

Ritari í utanríkisráðuneytinu og íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi 1955–1960. Kennari við Barna- og unglingaskólann á Eskifirði 1963–1964. Blaðamaður við Lesbók Morgunblaðsins 1966–1969. Starfsmaður við dagskrárdeild Ríkisútvarpsins 1969–1970. Stundaði ritstörf.

Í stjórn Rithöfundafélags Íslands 1968–1971. Í Rannsóknaráði ríkisins 1971–1974. Skip. 1971 í nefnd til að semja frumvarp um hlutdeild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistarheimila. Skip. 1973 í nefnd til að semja reglur um viðbótarritlaun til rithöfunda og í nefnd til að semja frumvarp um Launasjóð rithöfunda. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1972, 1974, 1977 og 1982. Í stjórn Máls og menningar 1976–1979. Í Rithöfundaráði 1978–1980. Í Norðurlandaráði 1978–1980. Í safnráði Listasafns Íslands 1979–1983. Fulltrúi Íslands í jafnréttisnefnd Norðurlanda 1980–1983. Var samkvæmt tilnefningu ráðherra árið 1979 fulltrúi Íslands í samráðshópi til að gera úttekt á menningarsamstarfi Norðurlandanna á árunum 1972–1978 á grundvelli norræna menningarmálasamningsins. Í stjórn Leikskáldafélags Íslands 1986–1990.

Landskjörinn alþingismaður (Reykvíkinga) 1971–1978, alþingismaður Reykvíkinga 1978–1979 (Alþýðubandalag).

Hefur samið skáldsögur, smásögur og leikrit, sem hafa verið sýnd á sviði, einnig í sjónvarpi, og leikin í útvarpi. Hefur einnig birt fræðiritgerðir um bókmenntir.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Rithöfundur og alþingiskona.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar: Hans Jakob Jónsson (fæddur 20. janúar 1904, dáinn 17. júní 1989) dr. theol., prestur og kona hans Þóra Einarsdóttir (fædd 12. september 1901, dáin 9. janúar 1994) húsmóðir.
Maki (11. júní 1955): Jón Hnefill Aðalsteinsson (fæddur 29. mars 1927, dáinn 2. mars 2010) prófessor. Sonur þeirra: Hans Jakob S. (1956).

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

8. maí 2017

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar