Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0095 - Sigríður Björnsdóttir. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0095

Titill

Sigríður Björnsdóttir. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1956-2011 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Safnið geymir 38 venjulegar skjalaöskjur.
Safnið inniheldur skjöl Sigríðar er snerta störf hennar sem listþerapista og kennara á sjúkradeildum barnaspítala, skjöl hennar sem félaga í ýmsum félögum er snerta list og listmeðferð, og umfangsmikið bréfasafn við einstaklinga á þessum starfssviðum.

Nafn skjalamyndara

Sigríður Björnsdóttir (f.1929) (1929)

Lífshlaup og æviatriði

Fædd 5. nóvember 1929 á Flögu í Skaftártungu.
For.: Björn O. Björnsson prestur og kona hans Guðríður Vigfúsdóttir húsfreyja
Nám: Próf frá Verslunarskólanum 1947 og kennarapróf í myndmennt frá Handíða- og myndlistarskóla Íslands 1952. Stundaði síðar myndlistarnám við The Central School of Arts and Crafts í Lundúnum og nám í listmeðferð við University of London, Goldsmith‘s College, var í starfsnámi í London við Children‘s Hospital í Great Ormond Street, við Maudsley geðsjúkrahúsið, barnadeild, við Hammersmith sjúkrahúsið, barnadeild, við Rigshospitalet í Kaupmannahöfn, barnadeild, og á Dronning Louises børnehospital.
Störf: Skrifstofustörf 1947-49, kenndi myndmennt við Kvennaskólann í Reykjavík 1952-53, 1957-58 og 1960-61, var forstöðumaður list- og leikmeðferðar á barnadeild Landspítalans og Barnaspítala Hringsins 1957-73, var umsjónarmaður Gallerí FÍM á Laugarnesvegi 1977-80, veitti leikstofu barnadeildar Landakotsspítala forstöðu 1983-83, var grunnskólakennari og listmeðferðarfræðingur á Barnadeild Landakotsspítala 1984-96 og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1996-97. Sigriður hefur kynnt list- og leikmeðferð með fyrirlestrum og sýningum á alþjóðlegum ráðstefnum víða um heim. Þá sinnti Sigríður húsmóðurstörfum frá árinu 1957.
Sigríður starfaði að listmálun samhliða öðrum störfum frá árinu 1958. Hún hélt einkasýningar í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Stokkhólmi, Sigtuna, Málmey, Turku og í Helsingfors, auk einkasýningar með Dieter Roth í Kaupmannahöfn. Auk þess tók hún þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis.
Sigríður var ritari í stjórn FÍM 1977-80 og Íslandsdeildar Norræna myndlistarbandalagsins, var forseti Íslandsdeildar The International Association of Art, IAA-AIAP, á vegum UNESCO 1977-87, fulltrúi Íslands í NORDFAG, hagsmunasamtökum norrænna myndlistarmanna 1977-80, ritari í stjórn The International Academy of Pediatric Transdisciplinary Education 1989-91 og átti þátt í undirbúningi að stofnun Norræna félagsins um þarfir sjúkra barna, NOBAB, 1978-79.
Sigríður er höfundur bókarinnar Ljóð, teikningar (1959), meðhöfundur bókanna Rækt: átak til hjálpar langveikum börnum (1992) og I Grund och Botten: fornnordiska sagor (1992) og hefur hefur skrifað greinar í ýmis norræna og alþjóðleg fagtímarit.
Sigríður giftist Dieter Roth myndlistarmanni 1957. Skildu.

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Sigríður Björnsdóttir afhenti Kvennasögusafni 22. maí 2015.

Umfang og innihald

38 venjulegar skjalaöskjur.

Grisjun, eyðing og áætlun

Ljósritum úr blöðum bókum og tímaritum, sömuleiðis tví- og fleirtökum af efni var eytt.
Efni var tekið úr plastmöppum og bréfaklemmur fjarlægðar.

Viðbætur

Viðbóta er ekki von.

Skipulag röðunar

Safnið er þannig byggt upp:
A Sigríður, ævi og list, 3 öskjur
B Sigríður, erindi og greinar, 6 öskjur
C Listmeðferð, 4 öskjur
D Ráðstefnur, erlend samvinna, listmeðferð, 11 öskjur
E Erlend bréfaskipti, 1954-2011, 9 öskjur
F Innlend bréfaskipti, 1953-2011, 2 öskjur
G Vinna á sjúkrahúsum, spítalaskólinn, 4 öskjur

Skilyrði er ráða aðgengi

Safnið er opið öllum fyrir utan öskjur nr. 39 og 40.
Notendur eru bundnir ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972.

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • enska
  • íslenska
  • sænska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Útgáfuupplýsingar

Af verkefninu "Fornnorrænar sagnir" (Fornnordiska sagor) spratt bæklingurinn I Grund och Botten: Fornnordiska sagor).

Alternative identifier(s)

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Stuðst við ISAD (G)

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir 10. mars 2016.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 635 Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 95 í febrúar 2017.

Aðföng