Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Sighvatur Birgir Emilsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Sighvatur Birgir Emilsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 29.06.1933 - d. 01.10.2005

Saga

Birgir stundaði nám í Kennaraskóla Íslands og lauk kennaraprófi 1954 og stúdentsprófi frá sama skóla 1969. Að því búnu innritaðist hann í guðfræðideild Háskóla Íslands og varð cand theol 31. maí 1976. Hann stundaði nám við prestaskólann í Logumkloster í Danmörku sumarið 1984 og starfsnám (praktikum) við Menighetsfakultetet í Ósló 1987 og lauk þaðan prófi í norskri kirkjusögu og kirkjurétti til starfsréttinda presta í Noregi. Sótti námskeið við Norsk Lærerakademi í Björgvin veturinn 1988 og við Fríkirkjuna í Kristiansand og fór í náms- og kynnisför til Bandaríkjanna sama ár.

Birgir var kennari við Barnaskóla Hafnarfjarðar árin 1954-1959, starfsmaður á Vita- og hafnarmálaskrifstofunni 1959-1962, kennari við Kópavogsskóla 1962-1965, bankaritari í Útvegsbanka Íslands í Reykjavík 1965-1968 og bréfberi í Reykjavík 1969-1970. Hann var settur sóknarprestur í Hólaprestakalli í Hjaltadal frá 1. okt. 1976 og vígður 3. sama mánaðar. Var jafnframt stundakennari við Barnaskólann á Hólum í Hjaltadal 1976-1979. Hafði á hendi aukaþjónustu í Miklabæjarprestakalli júní-ágúst 1977, og í Barðs- og Knappsstaðasókn frá okt. 1984-okt. 1985. Skipaður sóknarprestur í Ásaprestakalli í Skaftártungu frá 1. ágúst 1985. Hann fékk lausn frá embætti 1. júlí 1989 og tók að sér aukaþjónustu í Kirkjubæjarklaustursprestakalli frá febr. til maí 1986 og í mars og apríl 1987 og í Víkurprestakalli í okt. 1986. Var afleysingaprestur í Norður-Noregi frá 15. júní 1989 til 1. des. 1990 og einnig í Lesja í Guðbrandsdal á sama tíma. Hann var sóknarprestur í Luroy í Helgeland í Norland frá 1990-1994 og í Engerdal í Austurdal í Heiðmörk frá jan. 1994 til sept. 1995. Birgir var afleysingaprestur í Hedrum í Larvik sumarið 1997 og hafði þar á hendi stundakennslu í íslensku 1997-1999 og afleysingar í prestsþjónustu öðru hverju síðar. Jafnframt afleysingum starfaði hann fyrir Kirkens S.O.S. (sálusorgun í síma) til 1998 er hann fór á eftirlaun.

Birgir starfaði í Félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði og var í stjórn þess um skeið. Hann var í stjórn Bindindisfélags Kennaraskóla Íslands 1953-1954 og í stjórn Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar 1959-1969. Hann átti sæti í barnaverndar- og sáttanefndum í Hóla- og Skaftártunguhreppum og formaður stjórnar Lestrarfélags Hólahrepps, sat í stjórn Lionsklúbbsins Höfða á Hofsósi og Lionsklúbbsins Fylkis á Kirkjubæjarklaustri. Birgir átti sæti í stjórn Heiðarbæjar, dvalarheimilis aldraðra á Kirkjubæjarklaustri. Eftir Birgi birtust ljóð og greinar í blöðum og tímaritum. Hann var ritstjóri Örvar-Odds (skólablað) 1953-54.
Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1043161/

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Prestur

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Emil Jónsson (1902 - 1986) (F. 27.10.1902 - d. 30.11.1986)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Emil var faðir Sighvatar

Tengd eining

Vilborg Emilsdóttir Bonyai (F. 13.04.1928 - d. 27.04.2013)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Vilborg og Sighvatur voru systkini

Tengd eining

Ragnar Emilsson (F. 03.10.1923 - d. 27.09.1990)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Ragnar og Sighvatur voru bræður

Tengd eining

Sigurður Gunnar Emilsson (F. 22.09.1931)

Identifier of the related entity

IS

Flokkur tengsla

family

Dagsetningar tengsla

Lýsing á tengslum

Sighvatur og Sigurður Gunnar voru bræður

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 17.10.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði