Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Fonds KSS 0063 - Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Reference code

IcReLIH KSS 0063

Title

Rauðsokkahreyfingin. Einkaskjalasafn.

Date(s)

  • 1970-1982 (Creation)

Level of description

Fonds

Extent and medium

Safnið inniheldur:
51 öskjur

Name of creator

Rauðsokkahreyfingin (1970-1982)

Administrative history

Rauðsokkahreyfingin var stofnuð formlega í Reykjavík 19. okt. 1970 á fjölmennum fundi í Norræna húsinu en hafði starfað frá apríllokum sem hópur áhugakvenna um réttindi og málefni kvenna. Rauðsokkur stefndu að því að vekja með öllum ráðum athygli á bæði augljósu og földu misrétti kynjanna, svo og kúgun sem ætti sér rætur í þjóðfélagsgerð og fjölskylduhefðum. 1972 fluttu rauðsokkur 10 þætti í útvarpið sem fjölluðu m.a. um barneignir, getnaðarvarnir og fóstureyðingar, barnaheimili og barnauppeldi og heimahúsmæður og mat á heimilisstörfum. Sumir þáttanna vöktu heitar umræður og hneykslan sumra, enda um mikil hitamál að ræða. Á ráðstefnu sem haldin var haustið 1974, svonefndri Skógaráðstefnu, var samþykkt róttæk stefnuyfirlýsing og gengu þá nokkrar úr hreyfingunni í mótmælaskyni.

Rauðsokkahreyfingin starfaði til ársins 1982 þegar ný samtök kvenna í Reykjavík og á Akureyri komu fram og buðu fram sérlista til sveitarstjórnarkosninga. Margar rauðsokkur kusu að starfa með hinum nýju samtökum og Rauðsokkahreyfingin hætti störfum.

Name of creator

Guðrún Kristinsdóttir (f. 1945) (4.12. 1945)

Biographical history

Kennarapróf 1966, félagráðgjafapróf frá Óðinsvéum 1973, doktorspróf frá Umeå 1991.
Prófessor við Háskóla Íslands 2002.

Name of creator

Herdís Helgadóttir (f. 1929) (1929 -2007)

Biographical history

Hún gekk í Laugarnesskólann og sótti framhaldsmenntun í Verslunarskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist árið 1948. Hún hóf nám við Háskóla Íslands 62 ára gömul og úskrifaðist með BA-próf í mannfræði 1994 og MA-próf í mannfræði árið 2000.

Herdís vann lengst af utan heimilis með sínum húsmóður- og uppeldisstörfum, við skrifstofustörf hjá Trésmíðafélagi Reykjavíkur og Verkamannafélaginu Dagsbrún, en lengsta starfsævi átti hún hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, fyrst við Hljóðbókasafnið og síðan Sólheimasafnið þar sem hún starfaði þar til hún fór á eftirlaun. Hún fékkst jafnframt við þýðingar samhliða öðrum störfum. Hún var eindregin baráttukona fyrir bættu mannlífi og betri kjörum og tók þátt í ýmiskonar félagsstarfi á þeim vettvangi, m.a. Æskulýðsfylkingunni á sínum yngri árum og Rauðsokkahreyfingunni eftir stofnun hennar. Hin síðari ár átti hún sæti í stjórn Félags eldri borgara. Hún skrifaði tvær bækur sem byggðar voru á rannsóknum hennar við Háskóla Íslands en þær eru "Vaknaðu kona" árið 1996 er lýsir baráttu rauðsokka frá þeirra eigin sjónarhóli og "Úr fjötrum" árið 2001 er lýsir kjörum íslenskra kvenna þegar erlendur her tók sér bólfestu í landinu.
Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1152394/

Name of creator

Vilborg Harðardóttir (f. 1935) (1935-2002)

Biographical history

Vilborg fæddist í Reykjavík 13. september 1935, lést 15. ágúst 2002.
Foreldrar:Ragnheiður Sveinsdóttir og Hörður Gestsson
Maki: Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Þau skildu.
Börn: Mörður, Ilmur og Dögg.
Vilborg lauk landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík, stúdentsprófi frá M.R., BA prófi í ensku og dönsku frá H.Í., og stundaði nám í enskum leikbókmenntum í Berlín. Hún var blaðamaður við World Student News í Prag 1957, við Þjóðviljann með hléum 1960-81, ritstjóri jafnréttissíðu 1973-76 og sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1974-75, ritstjóri Norðurlands 1976-78, fréttastjóri Þjóðviljans 1979-81. Stjórnaði umræðuþáttum í sjónvarpinu 1973-74. Kennari í norsku við háskólann í Greifswald 1962, í ensku við Vogaskóla 1962-63 og Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1971-72. Kynningar- og útgáfustjóri Iðntæknistofnunar 1981-88, skólastjóri Tómstundaskólans 1988-92, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda frá 1992 og ritstjóri Bókatíðinda frá 1993.
Vilborg sat í stúdentaráði 1958-59 fyrir Félag róttækra stúdenta og var félagi í Æskulýðsfylkingunni, Samtökum hernámsandstæðinga, Sósíalistaflokknum og síðast Alþýðubandalaginu. Varaþingmaður Alþýðubandalagsins 1974-78, sat á þingi okt.-maí 1975-76 og á vorþinginu 1978. Hún var varaformaður Alþýðubandalagsins 1983-85.
Vilborg var einn stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar 1970. Hún lét kvennabaráttu og jafnréttismál mjög til sín taka. Hún átti sæti í nefnd þeirri er undirbjó ný lög um fóstureyðingar og getnaðarvarnir 1973. Hún var í skipulagsnefnd Kvennafrídagsins 1975 og var ein þriggja kvenna í opinberri sendinefnd á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Mexíkó sumari 1975 (hinar voru Auður Auðuns, formaður nefndarinnar, og Sigríður Thorlacius). Hún var formaður nefndar er undirbjó þátttöku Íslands í kvennaráðstefnu S.Þ. í Kaupmannahöfn 1980, og tók einnig þátt í undirbúningi lokaárs kvennaáratugarins 1985. Einnig formaður nefndar um jafnrétti karla og kvenna er félagsmálaráðherra stofnaði til 1981-1983.

Name of creator

Björg Einarsdóttir (f. 1924)

Biographical history

Name of creator

Eiríkur Guðjónsson

Biographical history

Name of creator

Name of creator

Gerður G. Óskarsdóttir (f. 1943) (1943)

Biographical history

Ferður fæddist 1943 í Reykjavík, dóttir Jónu Svanhvítar Hannesdóttur og Óskars Gunnarssonar.

Gerður G. Óskarsdóttir hefur verið kennari á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi, skólastjóri, skólameistari, kennslustjóri í kennaranámi framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands, ráðunautur menntamálaráðherra, yfirmaður leik- og grunnskóla hjá Reykjavíkurborg og forstöðumaður Rannsóknastofu um þróun skólastarfs á Menntavísindasviði HÍ.

Gerður lauk doktorsprófi í menntunarfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1994 og hefur stundað fræðistörf og rannsóknir um árabil.

Name of creator

Guðrún Ágústsdótir (f. 1947)

Biographical history

Name of creator

Helga Sigurjónsdóttir (f. 1936) (F. 13.09. 1936, D. 05.01. 2011)

Biographical history

Helga fæddist í Vatnsholti í Flóa í Árnessýslu.
Foreldrar: Herdís Jónsdóttir húsmóðir og bóndi frá Kampholti í Flóa og SigurjónGestsson leigubílsstjóri frá Staðarbakka í Helgafellssveit á Snæfellsnesi og síðar bóndi.
Eiginmaður: Þórir Gíslason tannlæknir. Eignuðust þrjú börn, Brynjólf, Herdísi og Gísla Friðrik.
Stúdentspróf frá MR 1956 og kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands ári síðar. 1979 lauk hún BA-prófi í íslensku og sálfræði við HÍ . Stundaði nám við háskólann í Gautaborg 1980-81 og meistaranám í málfræði við HÍ 1992-93.
Kenndi við Kópavogsskóla 19570-72. Blaðamaður á Þjóðviljanum og bæjarblaði Kópavogs 1975-81. Kenndi við Víghólaskóla 1977-82 og síðan Menntaskólann í Kópavogi til ársins 1999. Stofnaði þá Lestrarskóla Helgu Sigurjónsdóttur sem hún starfrækti til 2010.
Helga var virk í málefnum Kópavogsbæjar: bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið1974-79 og sat þá í félagsmálaráði bæjarins og var formaður þess síðasta árið. Þá var hún forseti bæjarstjórnar 1978-79. Helga átti frumkvæði að stofnun jafnréttisnefndar í Kópavogi í tilefni Kvennaárs Sameinuðu þjóðanna 1975 og átti sæti í nefndinni til 1978 en hún var sú fyrsta sinnar tegundar á landinu. Árin 1994-95 var Helga bæjarfulltrúi Kvennalistans í Kópavogi en frá 1995-98 sat hún sem óháður bæjarfulltrúi. Helga var formaður stjórnar Kvenfélags Kópavogs 1994-96.
Helga var einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar árið 1970.

Name of creator

Lilja Ólafsdóttir (f.1943) (28. 03. 1943)

Biographical history

Lilja var einn stofnenda rauðsokkahreyfingarinnar.

Name of creator

Rannveig Jónsdóttir (f. 1935) (F. 08.06. 1935)

Biographical history

Fæddist í Reykjavík 8. júní 1935.
For.: Jón Kristófersson og Þórunn Guðmundsdóttir.
Giftist Ingólfi Þorkelssyni, kennara. Þrjú börn.
Kvennaskólapróf. Stúdentspróf frá M.R., B.A. próf í ensku og sögu frá H.Í. 1959. Cand.mag. í ensku frá H.Í. 1980.
Enskukennari.
Einn af fyrstu meðlimum Rauðsokkahreyfingarinnar. Einn stofnenda Kvennakirkjunnar 1993.

Name of creator

Name of creator

Mörður Árnason (f. 1953)

Biographical history

Name of creator

Vilborg Sigurðardóttir (f. 1939)

Biographical history

Name of creator

Vilborg Dagbjartsdóttir (F. 18.07.1930)

Biographical history

Menntun: Þriggja vetra nám í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað. Leiklistarnám í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar 1951-1952. Í námshring Gunnars R. Hansen í leiklist 1952-1953. Kennarapróf frá KÍ 1952. Nám í bókasafnsfræðum við HÍ 1982.

Starfsferill: Kennari við Landakotsskóla 1952-1953 og við Austurbæjarskóla 1955-2000.

Ritstörf: Ljóðabækur: Laufið á trjánum, 1960. Dvergliljur, 1988. Kyndilmessa, 1971. Ljóð, 1981. Klukkan í turninum, 1992, Ótta, 1994. Barnabækur: Alli Nalli og tunglið, 1959. Sögur af Alla Nalla, 1965. Sagan af Labba pabbakút, 1971. Langsum og þversum, 1979. Tvær sögur um tunglið, 1981. Sögusteinn, 1983. Bogga á Hjalla, 1984. Sá um Óskastundina, barnablað Þjóðviljans 1956-1962, og síðar um Kompuna, barnasíðu Þjóðviljans. Hefur sagt börnum sögur í útvarpi og sjónvarpi og hefur sumt verið gefið út á snældum og myndspólum. Hefur þýtt fjölda barna- og unglingabóka.
Önnur störf: Hefur átt sæti í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundafélags Íslands, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna. Tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar ein af stofnendum Herstöðvarandstæðinga. Ein af brautryðjendum nýju kvenfrelsishreyfingarinnar. Frumkvöðull að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og átti sæti í fyrstu miðju hreyfingarinnar 1970. Í stjórn Kvikmyndaklúbbsins og Litla bíós 1968-1970.

Viðurkenningar: Úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins 1971. Verðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir besta þýðingu á erlendri barnabók 1975. Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir 1982. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu 1996. Íslandsdeild IBBY, viðurkenning fyrir framlag til íslenskrar barnamenningar 2000. Heiðursfélagi í Rithöfundasambandi Íslands frá 1998. Sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir fræðslu- og ritstörf 2000.
Heimild: Samtíðarmenn 2003

Tvær bækur hafa komið út um ævi Vilborgar:
Mynd af konu: Vilborg Dagbjartsdóttir. Skrásetjari: Kristín Marja Baldursdóttir 2000.
Úr þagnarhyl. Skrásetjari: Þorleifur Hauksson 2012

Immediate source of acquisition or transfer

28. maí 1993: Björg Einarsdóttir, Eiríkur Guðjónsson, Erna Egilsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir,Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Lilja Ólafsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Vilborg Harðardóttir, Vilborg Sigurðardóttir og Þuríður Magnúsdóttir.
25. október 2003: Guðrún Kristinsdóttir
17. nóvember 2003: Herdís Helgadóttir
14 maí 2014: Mörður Árnason
20. ágúst 2015: Rannveig Jónsdóttir
24. júní 2016: Vilborg Sigurðardóttir
21. september 2016: Edda Óskarsdóttir

Scope and content

Safnið inniheldur 51 öskju af efni sem tilheyrir sögu Rauðsokkahreyfingarinnar.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

Viðbætur gætu verið væntanlegar

System of arrangement

Vinsamlegast farið á heimasíðu Kvennasögusafns til að sjá innihald safnsin: https://kvennasogusafn.is/index.php?mact=News,cntnt01,detail,0&cntnt01articleid=65&cntnt01detailtemplate=Safnkostur_detailTempl&cntnt01returnid=47

Conditions governing access

Notendur eru bundnir af ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972.

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

MMS 42: Viðtöl við 17 konur vegna verkefnis um kvennabaráttuna sem Fríða Rós Valdimarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir unnu. Verkefnið var unnið í samvinnu við Hlaðvarpann.
Gögnin eru varðveitt í stafrænum hljóðskrám og uppskriftum viðtala við 17 konur (u.þ.b. 20 klst) í safni Miðstöðvar munnlegrar sögu

MMS 19: 12 hljóðsnældur (12 hljóðskrár), u.þ.b. 15 klukkustundir af efni í safni Miðstöðvar munnlegrar sögu. Óljóst er hvar afhendingarsamningur er niðurkominn. Viðtöl við sjö konur sem störfuðu með Rauðsokkahreyfingunni á árunum 1970 - 1975 (sumar lengur).

Publication note

Vilborg Sigurðardóttir, "Vitund vaknar - augu opnast" í ritinu Kvennaslóðir (Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur), Kvennasögusafn Íslands, Reykjavík 2001, bls. 476-492.

Publication note

Gögnin notuðu höfundar bókarinnar Á rauðum sokkum. Baráttukonur segja frá. Ritstj. Olga Guðrún Árnadóttir. Háskólaútgáfan og Rannsóknastofa í kvenna-og kynjafræðum, Reykjavík 2011.
Gögnin hafa einnig verið notuð í fjölda námsritgerða.

Alternative identifier(s)

Place access points

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Við skráninguna var stuðst við ISAD(G)

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation revision deletion

Rafræna skráningu gerði Auður Styrkársdóttir 8. júlí 2013.
Síðast uppfært: 31. ágúst 2015
Rakel Adolphsdóttir bætti við skráningu 10. janúar 2017.
Rakel Adolphsdóttir bætti við skráningu 21. janúar 2019 öskjum 29-42.
Ljósmyndir, plaköt, úrklippubækur og annað sem var ekki skráð á öskjunúmer er það núna svo safnið telur 51 eina öskju 15. október 2020þ

Language(s)

Script(s)

Sources

Archivist's note

Auður Styrkársdóttir skrifaði lýsingu 2011.

Archivist's note

Var áður á safnmarki KSS 203. Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 63 í febrúar 2017.

Archivist's note

Rakel Adolphsdóttir bætti við öskjum 29-42 á safnmarkið KSS 63. Það hafði verið frá júlí 2016 til janúar 2019 á safnmarkinu KSS 101.

Accession area