Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0076 - Þórunn Magnúsdóttir. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

IcReLIH KSS 0076

Titill

Þórunn Magnúsdóttir. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1920-2008 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

Þrjár skjalaöskjur, venjulegar.

Nafn skjalamyndara

Þórunn Magnúsdóttir (f. 1920) (1920-2008)

Lífshlaup og æviatriði

F. í Vestmannaeyjum 12. des. 1920, d. í Reykjavík 24. des. 2008.
For.: Guðrún Jónsdóttir saumakonu, og manns hennar Magnúsar Jónssonar bónda og formanns.
Fyrri maður 1940: Björn Guðmundsson bifreiðarstjóri. Skildu. Eignuðust 5 börn.
Seinni maður 1954: Helgi Jónsson vélsmiður. Skildu. Eignuðust 1 dóttur.

Þórunn bjó lengst af í Reykjavík, hún var virk í félags- og stjórnmálum, frumkvöðull og formaður Samtaka herskálabúa 1952-1959, varaborgarfulltrúi og fulltrúi í framfærslunefnd Reykjavíkurborgar fyrir Sósíalistaflokkinn árin 1954-1962 og forystukona í Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Þórunn lét til sín taka í kvenréttindabaráttu, var meðal annars skipuð af forsætisráðherra í undirbúningsnefnd Íslands fyrir Kvennaár Sameinuðu þjóðanna 1975 og hafði forgöngu um sýningu á verkum íslenskra myndlistarkvenna í Norræna húsinu það ár. Þórunn lauk kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1971 og cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1982. Hún var brautryðjandi á sviði íslenskrar kvennasögu með rannsóknum sínum á sjósókn kvenna og starfi verkakvennafélaga. Hún var kennari bæði við grunn- og framhaldsskóla, starfaði víða að uppbyggingu fullorðinsfræðslu og var skólastjóri. Þórunn sinnti rannsóknum og ritstörfum, en hún gaf út nokkur fræðirit í kvennasögu og bók um Ungverjaland og Rúmeníu auk fjölda útvarpsþátta, fyrirlestra og blaðagreina.

Varðveislustaður

Um aðföng eða flutning á safn

Börn Þórunnar færðu til Kvennasögusafns Íslands 9. janúar 2009.

Umfang og innihald

Safnið geymir ýmis erindi er Þórunn hélt, innanlands sem utan, efni frá Norrænu kvensagnfræðingaþinginu 1985 og ýmsum erlendum sagnfræðingaþingum, efni frá Beijing-ráðstefnunni 1995, efni frá stjórnskipaðri Kvennaársnefnd og ýmis bréf tengd félags- og fræðistörum Þórunnar

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu var eytt.

Viðbætur

Ekki er kunnugt um viðbætur.

Skipulag röðunar

Askja 1:
1. Erindi Þórunnar:
Sjókonur fyrr og nú
Vindheimafólkið
Ekkjur á agasamri öld (dags. Rvk. á þorra 1980)
Ávarp á fundi í Flókalundi 19 júní 2000
8 mars fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur (dags. 8 mars 1995)
Alþjóðlegir sáttmálar um mannréttindi kvenna (dags. 15.3. 1995)
Handrit með nokkrum kaflaheitum, m.a. „Endurnýjun vinnuaflsins“ sem látið er standa fremst
„Hvað störfuðu dætur Brands í Roðgúl?“ (dags. 21 febr. 1975)
„Vakir þú... Vakir Þyrill einn“
Verkakvennafélög á Íslandi: Söguleg þróun. Erindi flutt á Nordisk forum 94, 3.8. 1994
De isländska arbeterskornas fackförbund (þýðing á ofannefndu)
Handrit um ýmis störf kvenna gegnum tíðina (ódagsett og ótölusett)
Erindi flutt á alþjóðlegri ráðstefnu um kvennarannsóknir í Amsterdam 1986
Handrit um rannsókn ÞM á sjósókn íslenskra kvenna (ódagsett og ótölusett)
„Endurminningabrot um vinkonu mína“ (Guðbjörgu Guðmundsdóttur)
2. Erindi Þórunnar:
Nám, kennsla og kennsluefni í samfélagsfræðum í íslenskum grunnskólum. Erindi flutt á ráðstefnu Kennarasambands Vesturlands (handrit án dagsetningar)
Hagsaga 222-4 (kennsluefni ÞM, fyrirlestrar)
Ýmis skrif varðandi atvinnu kvenna sem ÞM virðist hafa notað við kennslu
3. Sjósókn sunnlenskra kvenna. Ýmsir pappírar viðkomandi því riti ÞM
4. Tvær litlar glósubækur

Askja 2:
1. Norræna kvensagnfræðingaþingið 1985, ýmsir pappírar viðkomandi því og lítið eitt frá 1983
2. Erlend sagnfræðingaþing og ýmis samvinna
3. Fræðistörf, erindi Þórunnar:
Et försök til en förindustriel urbanisering
Arbejdskvinners og arbejdsfolks foreninger i Island
Søkvinder, registrerte i Island
Um athugun á kennsluefni í Íslandssögu, á íslensku og dönsku
Kvindelige fiskere ved Islands sydkyst i 1697-1980
Kvinders status i Island
Islandske søkvinders arbejde og kår i mellemkrigstiden og fremover
Female seamen in Iceland
Rannsóknarverkefnið sjókonur á Íslandi 1891-1981

Askja 3:
1. Ýmislegt efni frá Beijing-ráðstefnunni 1995, en Þórunn Magnúsdóttir var þar fulltrúi.
2. Stjórnskipuð kvennaársnefnd 1975, en Þórunn Magnúsdóttir var þar fulltrúi. Fundargerðir, bréf o.fl.
3. Ýmislegt efni, bréf o.fl.

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Notendur eru bundnir ákvæðum Höfundarlaga nr. 73/1972.

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Nöfn

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

Auður Styrkársdóttir skráði 13. ágúst 2015.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 605. Rakel Adolphsdóttir færði á safnmarkið KSS 76 í febrúar 2017.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir