Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Þórhallur Ásgeirsson

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Þórhallur Ásgeirsson

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1. janúar 1919 - 12. nóvember 2005

Saga

Þórhallur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937, þá 18 ára gamall. Hann stundaði nám í hagfræði og stjórnmálafræði við Stokkhólmsháskóla 1937-1939 og á stíðsárunum við háskóla Minnesota í Bandaríkjunum þar sem hann lauk BA-prófi 1941 og mastersprófi 1942.

Að námi loknu hóf Þórhallur störf sem viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Bandaríkjunum og starfaði þar til stríðsloka. Árið 1947 tók Þórhallur við starfi ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu og starfaði þar samfleytt til sjötugs, að frádregnum fjórum árum sem fulltrúi Norðurlanda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í Washington. Á þessum tíma vann hann fyrir samtals tólf viðskiptaráðherra.

Á starfsferli sínum vann Þórhallur að mikilvægum viðskiptamálum Íslands í fjóra áratugi, hann mótaði viðskiptaráðuneytið á umbrotatímum. Hann tók þátt í að skipuleggja viðtöku Marshallaðstoðarinnar, leiddi gerð tvíhliða viðskiptasamninga við Rússland og önnur ríki Austur-Evrópu. Þórhallur sat í stjórn Norræna fjárfestingabankans (NIB) um árabil og sótti fundi fjölda alþjóðasamtaka um viðskipta- og efnahagsmál, svo sem OEEC, OECD, ECE, GATT, IMF, IBRD. Þórhallur var aðalsamningamaður við inngöngu Íslands í EFTA 1970 og annaðist samninga fyrir Íslands hönd við Efnahagsbandalag Evrópu 1972. Hann var m.a. formaður Verðlagsráðs, samstarfsnefndar um gjaldeyrismál og langlánanefndar. Þórhallur var formaður Hrafnseyrarnefndar í tuttugu ár, meðlimur í Lionsklúbbnum Ægi, sat í stjórn Íslensk-ameríska félagsins og var formaður þess í þrjú ár.

Þórhalli hlotnaðist margvíslegur heiður á sínum ferli, var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1956, stórriddarakrossi árið 1969 og stjörnu stórriddara 1980. Einnig veittu þjóðhöfðingjar hinna Norðurlandanna honum heiðursmerki svo sem Dannebrogsorden, sænska Nordstjärnorden, Finlands Lejon Orden og Den Kongelige Norske Sankt Olavs Orden. Hann var heiðursfélagi Karlakórs Reykjavíkur og Íslensk-ameríska félagsins.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Ráðaneytisstjóri viðskiptaráðuneytis 1947-58 og 1962-89, fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1958-1962.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Skráningarstaða

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar