Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Ólafur Jónsson

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Ólafur Jónsson

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

F. 28.11.1927 - d. 18.04.2012

History

Ólafur fæddist og ólst upp á Fossi í Hrútafirði. Hann átti sérlega auðvelt með nám en skólagangan varð stutt vegna veikinda móður hans og hernáms Reykjaskóla. Þrátt fyrir það aflaði Ólafur sér mikillar þekkingar sjálfur með bókalestri og vinnu. Systkinin á Fossi þurftu ung að sinna bæði heimilis- og bústörfum. Hann fluttist til Reykjavíkur á unglingsaldri og hóf þá vinnu við ýmis íhlaupastörf. Ólafur starfaði lengi í Fálkanum, fyrst sem sendill, síðan í reiðhjóladeild og að lokum sem deildarstjóri hljómplötudeildar. Sem slíkur sá hann um pantanir á tónlist fyrir hljómplötudeildina og vann að ýmsum viðburðum og kynningum á þekktum tónlistarmönnum bæði innlendum og erlendum. Síðar hóf Ólafur eigin verslunarrekstur, fyrst með fornbókaverslun, síðan söluturninn Ciro á Bergstaðastræti og loks stofnaði hann Vöruþjónustuna sem hann rak í hartnær 30 ár. Vöruþjónustan var í upphafi stofnuð utan um farandsölu á húsgögnum og lagningu teppa á bóndabæjum en breyttist síðar í verslun undir merkjum Vöruþjónustunnar í húsnæðinu Ási að Laugavegi 160. Þar seldi hann ýmislegt tengt handverki þó aðallega garn og lopaafurðir. Þegar verslunarrekstri lauk hóf hann störf hjá Furu málmendurvinnslu. Ólafur hafði fjölmörg áhugamál er tengdust sögu og menningu. Stærsta áhugamálið var þó ættfræði sem hann varði miklum tíma í við upplýsingaöflun og skriftir. Hann var líka með græna fingur og hafði gaman af garðrækt. Hann hafði ánægju af tónlist og var um tíma meðlimur í Kvöldvökukór Ljóðs og sögu. Ólafur og kona hans Guðrún Ingibjörg bjuggu fyrstu árin á nokkrum stöðum í miðbæ Reykjavíkur, en lengst af bjuggu þau á Langholtvegi 170 og síðar í Lækjasmára 106 í Kópavogi.
Heimild: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1420062/

Places

Legal status

Functions, occupations and activities

Verslunarmaður

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Control area

Description identifier

IS

Institution identifier

IcReLIH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráð 22.07.2013

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

JKÁ skráði