Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Minjasafnið á Hnjóti

Auðkenni

Tegund einingar

Corporate body

Leyfileg nafnaform

Minjasafnið á Hnjóti

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

F. 22.06.1983

Saga

Minjasafn Egils Ólafssonar var stofnað 22. júní 1983. Þá gáfu hjónin Ragnheiður Magnúsdóttir og Egill Ólafsson á Hnjóti sýslunefnd Vestur-Barðastrandarsýslu þá muni sem þau höfðu safnað og voru það um 2000 munir. Safngripir í eigu Byggðasafns Vestur-Barðastrandarsýslu voru líka hluti af Minjasafninu en það var skilyrði að hálfu gefenda að safnið yrði kennt við Egil Ólafsson og því yrði fundinn staður á Hnjóti.
Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og bjó þar alla tíð. Hann hóf ungur að safna gömlum munum og varð það lífsstarf hans ásamt því að reka myndarbú á Hnjóti með konu sinni Ragnheiði Magnúsdóttur sem alla tíð stóð sem klettur við hlið hans í uppbyggingu safnsins á Hnjóti. Egill var safnstjóri til dauðadags 25. október 1999. Þá tók Jóhann Ásmundsson við safnstjórastarfinu og gegndi því til 31. desember 2004 er hann lést langt um aldur fram og var það mikill skaði fyrir safnið á Hnjóti. Jóhann markaði safninu þá stefnu að gera það að umhverfissafni og sem slíkt næði það til sem flestra staða í sýslunni, þó helstu sýningar og mest af starfseminni væri á Hnjóti. Aðrir safnstjórar hafa verið Ásdís Thoroddsen, Birna Kristín Lárusdóttir og Sigurbjörg Ásgeirsdóttir.
Núverandi eigendur safnsins eru Tálknafjarðahreppur og Vesturbyggð. Safneignin er að langmestu leyti munir sem tengjast sjósókn og landbúnaði frá því um og fyrir 1900 og fram undir 1950. Það eru munir hins daglega lífs á sunnanverðum Vestfjörðum áður en tækniöldin rann upp. Á síðari árum hefur einkum verið safnað þeim munum sem tengjast þessu svæði.
Sýningarsalir eru tveir í safninu, í þeim eldri er sýning sem Egill setti upp þegar safnið var opnað og hefur sú sýning að mestu verið óhreyfð síðan. Þar er leitast við að sýna sem flest af því sem þá var til og er því að hluta til eins og opin geymsla eða safn um safn sem sýndi allt sem til var. Í hinum salnum eru hlutir frá 20. öldinni, meðal annars munir sem tengjast björgunarafrekinu við Látrabjarg, sjúkrahúsmunir frá Patreksfirði, símstöð frá Patreksfirði, hlutir úr eigu Gísla á Uppsölum, munir tengdir trúarlífi á fyrri tíð, og myndir af bæjum á Rauðasandi um 1940, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hafa verið settar upp í þessum sal sýningar tengdar einhverju þema á sumrin og þá staðið í eitt til tvö sumur.
Heimild: http://www.sarpur.is/UmSafn.aspx?SafnID=32

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Minjasafn Egils Ólafssonar

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Stjórnsvæði

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Partial

Skráningardagsetning

Frumskráð 25.06.2013

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

JKÁ skráði