Stafrænar endurgerðir

Tímarit.is
Dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Handrit.is
Samskrá íslenskra handrita með mynduðum eintökum
Bækur.is
Stafræn endurgerð íslenskra bóka
Íslandskort.is
Íslandskort og ágrip af kortasögu
Hljóðsafn
Stafræn afrit af tónlist og viðtöl

Gagnasöfn

Skemman
Safn námsritgerða og rannsóknarita
Rafhlaðan
Rafrænt varðveislusafn
Vefsafnið
Íslenskir vefir frá 1996 til dagsins í dag
Leitir.is
Samleit í gagnasöfnum og samskrá bókasafna
Finna tímarit
SFX-leit að tímaritum í áskrift safnsins
Hvar.is
Landsaðgangur að tímarita- og gagnasöfnum
Þýðingar úr íslensku
Leit að þýðingum úr íslensku í Leitir.is

Safn KSS 0058 - María Thorsteinsson. Einkaskjalasafn.

Tilvísunarkóði

KSS 0058

Titill

María Thorsteinsson. Einkaskjalasafn.

Dagsetning(ar)

  • 1896-1992 (Creation)

Þrep lýsingar

Safn

Umfang og efnisform

2 skjalaöskjur, 1 venjuleg og önnur stór.

Nafn skjalamyndara

María Thorsteinsson (f. 1896) (1896-1992)

Lífshlaup og æviatriði

Fæddist á Ísafirði 1896 og ólst þar upp til um 1920.
Faðir: Sölvi Thorsteinsson, móðir: Sigríður Bjarnadóttir.
Stundaði skrifstofustörf og þýðingar í Reykjavík. Fékkst við tónsmíðar og hafa verk hennar verið flutt af einsöngvurum og kórum.
Ógift. Barnlaus.

Um aðföng eða flutning á safn

Umfang og innihald

Safnið geymir nótur Maríu í stórri skjalaöskju á skrifstofu Kvennasögusafns (195 B) og önnur askja geymir nokkur persónuleg gögn (195 A).

Grisjun, eyðing og áætlun

Engu var eytt.

Viðbætur

Ekki er kunnugt um viðbætur.

Skipulag röðunar

A Persónuleg gögn
B Nótur

A
– Greinargerð um ævi og störf Maríu Thorsteinsson skráð af Kristínu E. Jónsdóttur
– Nótnabækur (æfingar) og laus blöð með æfingum
– Gögn Maríu viðvíkjandi jarðarkaupum hennar og bræðra hennar
– Persónuleg gögn: Útfararprógramm Maríu 24. nóvember 1992 – tveir handskrifaðir listar með titlum á ljóðum sem hún samdi/eða var að semja lög við – Prógramm frá söngskemmtun karlakóra Ísafjarðar og Bolungarvíkur 1983 þar sem fluttur var Sjómannasöngur við lag Maríu – Úrklippa með frásögn af Hallgrímshátíð 27. október 1974. Þar var flutt nýtt lag Maríu „Gefðu að móðurmálið mitt” – Prógramm Kirkjukórs Vestmannaeyja (vantar ár) þar sem flutt var lag Maríu Thorsteinsson „Um sköpun heimsins og Kristí hingað burð” – Efnisskrá (tvöfalt kort) hljómleika í Gljúfrasteini 29. september 1946. Áritað af Adolf Busch og Rudolf Serkin – Der angehende Klavierstimmer … sjálfsnámsbók gefin út í Leipzig 1925

B (ATH geymdur á skrifstofu Kvennasögusafns vegna stærðar)
Tónsmíðar Maríu:
– Heyr himnasmiður eftir Kolbein Tumason
– Rokkarnir eru þagnaðir eftir Davíð Stefánsson
– Ríðum, ríðum til Logalands
– Ásta eftir Jónas Hallgrímsson
– Heut (Warum muss ich weinen) eftir Frau Melitta Urbantschitsch
– Wann? Wann bricht der Bann?
– Ein schweres Wetter
– Amma raular við barn eftir Þórunni Solholm
– Sjómenn Íslands
– Óskaráð eftir Jónas Hallgrímsson
– Annars erindi
– Dans
– Litli fossinn eftir Pál Ólafsson
– Inga Dóra
– Hrossagaukurinn
– „Í upphafi skapaði…” Úr Mósebók
– Hænsnarækt/hænsnastóð
– Hve sælt er sérhvert land
– Til vinar míns
– Þrösturinn
– Apríllinn eftir Halldór Kiljan Laxness
– Gamankvæði til Halldórs Kr. Friðrikssonar
– Gamlar smalaþulur
– Komið allir Capri sveinar
– Eia, eia
– Barnagæla frá Nýja Íslandi

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Notendur eru bundnir af ákvæðum höfundarlaga nr. 73/1972.

Tungumál efnis

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Alternative identifier(s)

Efnisorð

Staðir

Lýsinganúmer

IS

Kennimark stofnunar

IcReLIH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Full

Dates of creation revision deletion

AS skráði rafrænt í ágúst 2015.

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemd skjalavarðar

Öskjurnar höfðu upphaflega safnmörkin 279 og 280. AS breytti safnmarki í KSS 195 í ágúst 2012.

Athugasemd skjalavarðar

Var áður á safnmarki KSS 195. Rakel Adolphsdóttir setti á safnmarkið KSS 58 í febrúar 2017.

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Tengdir staðir